Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. júli 1975.
TÍMINN
11
=Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssonl
..Hefði átt gð
gera betur"
— sagði Lilja Guðmundsdóttir, sem setti
met í 1500 m hlaupi í Stokkhólmi
„Ég heföi átt aö ná betri tima,"
sagði Lilja Guömundsdóttir úr
iK, sem setti nýtt tslandsmet i
1500 m hlaupi á stórmóti i Stokk-
hólmi i Svlþjóð á mánudaginn. —
Hiin hljóp vegalengdina á 4:34.0
minútum. „Ég stifnaði i öxlunum,
þegar einn hringur var eftir, og
það háði mér mikið. Ef þetta
hefði ekki komið fyrir, hefði ég
liklega hlaupið á 4:30.0 minút-
um," sagði l.ilja.
Margt af bezta frjálsíþrótta-
fólki heims tók þátt i mótinu i
Stokkhólmi, og fylgdust um 14
þús. áhorfendur með þvi. Sarrie
frá Bandartkjunum bar sigur úr
býtum i 1500 m hlaupinu, hljóp
vegalengdina á 4:10.6 minútum.
LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Bond á
skurð-
borðið
BILLY BONDS, fyrirliði West
Ham, var lagður inn á spitala i
gærdag, þar sem gerð verður að-
gerð á honum, en hann átti við
meiðsl að striða I lok siðasta
keppnistimabils.
Ungur markvörður
á skotskónum
Ungur markvörður úr Kópavogi,
Guðmundur Agnar Kristjánsson,
i 4. flokksliði Breiðabliks, var
heldur betur á skotskónum, þegar
tslandsmeistarar Breiðabliks
unnu stórsigur (7:0) i ieik gegn
Þrótti á þriðjudaginn. Guðmund-
ur Agnar skoraði fjögur stór-
glæsiieg mörk I leiknum, þar af
HOLBÆK
TAPADI
JÓHANNES EÐVALDSSON og
félagar hans I Holbæk töpuðu
fyrsta leik sinum i TOTO-keppn-
inni. Holbæk lék gegn austurrlska
liðinu Strurngraz I Austurrfki, og
danska liðið tapaði 0:2. Toto-.
keppnin er Evrópukeppni, sem
fram fer að sumrinu til þess að
halda getraunastarfseminni I
Evrópu gangandi.
tvö með skalla, en félagi hans,
Sigurður Grétarsson, skoraði
þrjú mörk — „hat-trick" — eins
og markvörðurinn ungi.
Guðmundur Agnar tók stöðu
bezta sóknarmanns Breiðabliks-
liðsins, Benedikts Guðmundsson-
ar, sem handleggsbrotnaði i leik
gegn Fram. 1 þeim leik, sem lauk
með stórsigri Kópavogsstrák-
anna (5:0), var Benedikt búinn að
skora „hat-trick" — þrjú mörk —
þegar hann meiddist.
Islandsmeistarar Breiðabliks
hafa verið ósigrandi i sumar. Þeir
fóru fyrir stuttu i keppnisferðalag
til Færeyja, þar sem þeir sigruðu
I öllum sinum'leikjumi, Þá hafa
þeir haft yfirburði I slhúm rífcli i
íslandsmótinu — sigruðu Vest-
mannaeyinga 7:0, Valsmenn 2:1,
KR-inga 3:1, Fram-Iiðið 5:0, og
slðast Þrótt, 7:0. Breiðablik á nú
eftir að leika gegn Vikingi, og er
það Urslitaleikur riðilsins.
Karl bætist í
landsliðshópinn
Landsliðsnefndin hefur valið 18 leikmenn, en á laugardaginn
verður landsliðið endanlega valið
KARL HERMANNSSON frá
Keflavik er kominn I landsliðs-
hópinn, sem mætir Norðmönnum
á Laugardalsvellinum á mánu-
daginn. Karl, sem var ekki valinn
upphaflega I landsliðshópinn
vegna meiðsla, sem hann hlaut i
landsleiknum gegn Færeyingum,
er nú búinn að ná sér eftir meiðsl-
in, og verður hann meðal þeirra
18 leikmanna, sem landsliðs-
nefndin hefur valið fyrir leikinn
gegn Norðmönnum. Einn nýliði
er i hópnum, það er hinn efnilegi
FH-ingur, Janus Guðlaugsson.
18< manna hópurinn er skipaður
þessum leikmönnum:
MARKVERÐIR:
Sigurður Dagsson, Val.........11
Arni Stefánsson, Fram 1
AÐRIR LEIKMENN:
Gisli Torfason IBK............14
JóhannesEðvaldss. Holbæk .. 12
M.arteinn Geirss., Fram.......22
Jón Pétursson, Fram.......... 7
Jón Guðlaugss., 1A 2
Janus Guðlaugss., FH......... 0
Björn Láruss., 1A.............. 6
HörðurHilmarss., Val......... 3
ArniSveinsson,ÍA............. 1
Ólafur Júliusson, IBK.........12
Guðg. Leifss., Vik..............24
JónAlfreðss.,lA.............. 1
Teitur Þórðarson, 1A..........13
Matthias Hallgrimss. 1A.......32
Elmar Geirss. Fram ..........16
Karl Hermannss. IBK......... 8
Eins og sést á tölunum yfir
landsleikjafjölda leikmanna, þá
mun Guðgeir leika sinn 25. lands-
leik, og þar með hljóta gullúrið
frá KSl. Þá mun Matthías jafna
landsleikjamet Rikharðs Jóns-
sonar, Akranesi, — 33 landsleiki.
A laugardaginn mun landsliðs-
nefndin velja endanlega þá 16
leikmenn, sem mæta Norðmönn-
um á Laugardalsvellinum.
GEORG FER
TIL DERBY
— hann hætti við að skrifa undir samning
við Tottenham á síðustu stundu
„Þetta er mér algjörlega
óskiljanlegt", sagði Terry Neill,
framkvæmdastjóri Tottenham,
þegarhann frétti að Charlie
George væri hættur við að ganga i
raðir Tottenham-manna og væri
búinn að skrifa undir samning
við Derby. „Ég vissi ekki annað
en að George væri áleiðinni-til aí
skrifa undir samninginn, sem
hann var búinn að samþykkja,"
sagði Neill enn fremur.
Það kom eins og þruma úr
heiðskiru lofti, þegar fréttist, að
George myndi fara til Derby,
sem greiddi Arsenal 80 þús. pund
fyrir hann. Charlie George var
búinn að gangast undir læknis-
skoðun hjá Tottenham og menn
biðu eftir að hann myndi undir-
skrifa samninginn, sem hann
hætti við á siðustu stundu.
Það var Dave Mackay, fram-
kvæmdastjóri Englandsmeistara
Derby, sem kom i veg fyrir að
George færi til Tottenham. Hann
var i sumarleyfi, þegar hann
frétti að George væri að faraað
skrifa undir samning við Totten-
ham. Mackay hætti strax I
sumarleyfinu pg flýtti sér heim.
Hann hafði siðan samband við
George og bauð honum að koma
til Derby. Charlie George var
ekki lengi að segja já við Mackay.
mm
CHARLIE
sviðsljósinu.
GEORGE.
ÞORGILS
GUÐAAUNDSSON
t dag verður gerð útför Þor-
gils Guðmundssonar frá
Valdastöðum I Kjós sem lézt
26. júnl s.l. Hann kom mjög
við sögu iþrótta- og ung-
mennahreyfingarinnar uin.
meira en hálfrar aldar
skeið og átti m.a. sæti I
stjórn tþróttasambands ts-
lands. Þorgils verður nánar
getið siðar I tslendingaþ-áttum
Timans.
Hermann ekki
í Olympíulið
íslands
löglegur
HERMANN GUNNARSSON hefur veriu tekinn úr landsliðshópnum,
þar sem hann er fyrrverandi atvinnumaður I knattspyrnu, og þvi ekki
hlutgengur I keppni fyrir hönd íslands I ólympiukeppni. Hermann lék
sem atvinnumaður um stuttan tlma fyrir nokkrum árum með Eisen-
stadt I Austurrfki. Landsliðsnefndin tilkynnti þessa breytingu, eftir
að hafa gluggað I reglur FIFA — alþjóöa knattspyrnusambandsins,
en þar er skýrt tekið fram, að þeir leikmenn, sem hafa leikið sem at-
vinnumenn, geti ekki tekið þátt f ólympiuKeppni eða öðrum alþjóð-
legum mótum áhugamanna.
BREF TIL IÞROTTASÍÐUNNAR:
OSANNGJARNIR DÓAAAR UM FRAM-LIÐIÐ
tþróttasiðunni hefur borizt
bréf frá knattspyrnuunn-
anda vegna skrifa iþrótta-
fréttaritara dagblaöanna i
Reykjavik um leik Fram
og Vals I 1. deildarkeppn-
inni. Bréfið hljóðar þannig:
„Slðastliðið þriðjudags-
kvöld kepptu á Laugar-
dalsvellinum I Reykjavlk
knattspyrnuliðin Fram og
Valur I fyrstu deildar
keppninni. Iþróttafréttarit-
arar dagblaðanna i
Reykjavik voru nokkuð
búnir að skrifa um leikinn
fyrirfram og bæta tveimur
stigum við Val, og kom
engum það á óvart, og til
þeirra hluta fengu þeir
einnig stuðning ofan af
Skaga.
Þetta fór þó á annan veg,
þvi að Fram vann leikinn
létt, og hefði sá sigur getað
verið miklu stærri. Það sáu
allir, sem á leikinn horfðu,
nema ef til vill iþr^tta-
fréttaritararnir, sem búnir
voru að ákveða fyrirfram,
hvort liðanna sigraði, og
sennilega að mestu búnir
að skrifa umsögn um leik-
inn fyrirfram.
Laugardalsvöllurinn yar
eins og oft áður ekki i leik-
hæfu ástandi, enda virðist
hann alveg ónýtur orðinn.
Það skal þó strax sagt, að
leikmenn beggja liðanna
lögðu sig fram og sýndu oft
á tiðum ágætan leik, léku
prúðmannlega og sættu sig
við erfiðar aðstæður.
Valsmenn fengu óskabyr
i þessum leik og skoruðu
fyrsta mark leiksins eftir
mistök varnarmanns, Jóns
Péturssonar, sem senni-
lega áleit Valsmann rang-
stæðan. Valsmenn notuðu
sér þetta mjög vel og skor-
uðu fallegt mark. Undir
leikslok sleppti ágætur
dómari leiksins viti á Val,
og er ég honum sammála
um það, að dómarinn meti
það hverju sinni, hvort
dæma skuli viti eða ekki,
eftir þvi hve alvarlegt brot-
ið er innan vitateigs. Vals-
maður handlék þarna bolt-
ann nokkuð innan vitateigs,
og flestir dómarar hefðu
dæmt viti, en það hefði ver-
ið harður dómur. Ég hef
ekki séð á þetta minnzt I
skrifum iþróttafréttarit-
ara, sem skrifúðu um leik-
inn eftir á, en þar sem
skrifað var um leikinn fyr-
irfram, var ekki hægt að
koma þvi við. Nokkru fyrir
leikslok jöfnuðu svo Fram-
arar. í siðara hálfleik voru
yfirburðir Framara miklir,
og hefðu þeir átt að skora
mörg mörk, ef einhver
heppni hefði verið með.
íþróttafréttaritarar
blaðanna minnast litið á
það afrek, sem varnar-
menn Fram-liðsins sýna æ
ofan i æ, þegar þeir koma
til hjálpar framspilurum
liðsins og skora mörk, en
eins og allir vita (nema
fréttaritararnir), sem
fylgjast með knattspyrnu-
liðunum, hefur Fram misst
sina framlinumenn, og er
þvi gott fyrir liðið að eiga
slika afburðamenn.
íþróttafréttamenn blað-
anna, sem skrifuðu i blöðin
á miðvikudaginn, halda
enn áfram iðju sinni að
reyna að níða niöur Fram-
liðið og telja lesendum sin-
um trú um, að þeir geti
ekkert en vinni allt á
heppni sem tólfta manni,
eins og einn vitringurinn
sagði i einu blaðinu.
Sennilega gerir þessi
rógur liðinu ekkert ógagn.
Það er svo gott lið og á svo
marga aðdáendur, sem
koma á völlinn, og sjá þvi i
gegnum svona skrif. En
fyrir þá sem lesa þessi
skrif og vilja fá heiðarlega
frásögn af leikjum, er þetta
sem hnefahögg i andlit
þeirra.
Með þökk fyrir birting-
una.
Helgi Jóhannesson.
P.S.
Það skal tekiö fram, að
Valsmenn áttu einnig sin
stóru tækifæri til þess að
skora I leiknum, sem þó
ekki nýttust".
Athugasemd: Það skal tek-
ið fram, að iþróttafrétta-
menn blaðanna spáðu ekki
sjálfir fyrir um þennan
leik. Hins vegar birtust við-
töl við leikmenn Vals og
Akraness, þar sem þeir
spáðu Val sigri.