Tíminn - 18.07.1975, Page 7

Tíminn - 18.07.1975, Page 7
Föstudagur 18. júli 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Lækkunartillögur fjárveitinganefndar Nýlega hefur verið skýrt frá tillögum þeim, sem meirihluti fjárveitinganefndar hefur sent rikisstjórninni um frestun og lækkun útgjalda á fjárlögum ársins 1975. Rikisstjórnin hefur nú til- lögur þessar til athugunar og koma þær ekki til framkvæmda,fyrr en hún hefur f jallað um þær og samþykkt þær. Ekki er óliklegt, að nokkur breyt- ing verði á þeim við þetta endurmat rikisstjóm- arinnar, enda munu þá fyrir hendi gleggri upp- lýsingar um ýmis atriði. T.d. getur orðið erfitt að framkvæma ýmsar lækkanir á framlögum til hafnargerða, þvi að lækkunin getur haft i för með sér, að framkvæmdir frestist alveg, til mikils hnekkis fyrir viðkomandi byggðarlag. 1 þvi sam- bandi er lika oft um litlar upphæðir að ræða, sem engin teljandi áhrif hafa á afkomu rikisbúsins. 1 efnahagslögunum, sem samþykkt voru á sið- asta þingi var rikisstjórninni heimilað að lækka útgjöld f járlaga um 3,5 milljarða króna að fengnu samþykki fjárveitinganefndar. Reyndin varð sú, að meirihluti fjárveitinganefndar treysti sér að- eins til að gera tillögur um tveggja milljarða króna lækkun. Ýmsum mun þó þykja, að nefndin hafi gengið fulllangt i lækkunarátt á ýmsum svið- um. Þetta sýnir, að það er meira vandaverk að lækka rikisútgjöldin en ýmsir virðast ætla, eink- um meðan þeir eru i stjórnarandstöðu. Þó eru stórir liðir i lækkunartillögum nefndarinnar þannig tilkomnir, að þeir hefðu frestazt hvort eð var, þar sem t.d. hefði ekki verið hægt að hefja framkvæmdir sökum seinkunar á undirbúningi. Það er algengt að greiðsla á framlögum, sem á- kveðin voru á fjárlögum, hafi frestazt af þessum ástæðum. Þegar þetta er tekið með i reikninginn, eru lækkunartillögur fjárveitinganefndar raun- verulega talsvert innan við tvo milljarða. Tillögur fjárveitinganefndar eru glöggur vitnisburður um, að það má heita útilokað að ætla að lækka rikisútgjöldin með teljandi niðurskurði á verklegum framkvæmdum. Þær verða lika stöðugt minni og minni þáttur rikisútgjaldanna. Siðasta áratuginn hefur hækkun rikisútgjaldanna stafað mest af tveim ástæðum. Annars vegar eru útgjöld vegna sameiginlegrar þjónustu eða sam- hjálpar, t.d. framlög til trygginga, heilbrigðis- mála og skólamála. Hins vegar eru útgjöld vegna starfsmannahalds rikisins. Hvor tveggja þess- ara útgjalda hafa þanizt út gifurlega siðasta ára- tuginn. Að vissu leyti hefur hér verið um eðlilega þróun að ræða, þvi að ný viðhorf og nýir timar krefjast aukinnar þjónustu á ýmsum sviðum og meiri samhjálpar. Þá hefur tæknin það i för með sér að margs konar rannsóknastarfsemi og eftir- lit eykst, og verður ekki hjá þvi komizt, ef ekki á að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Hitt er svo annað mál, hvort ekki hefði verið hægt að fara varlegar i sakirnar á ýmsum sviðum. Hér þarfn- ast áreiðanlega ýmsir hlutir endurskoðunar. Það er hér, sem verður að gripa niður, ef auka á sparnað hjá rikinu og hamla gegn taumlausri aukningu útgjalda. Að siðustu má svo segja, að tillögur fjárveit- inganefndar séu glögg visbending um, að erfitt sé að lækka útgjöldin, eftir að þau hafa einu sinni verið ákveðin i fjárlögum. Þetta sýnir nauðsyn þess, að vanda sem bezt fjárlagagerðina. Þannig má margt af öllu þessu læra varðandi vinnubrögð iframtiðinni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kína verður senn mesta risaveldið Sameiginlegt áhyggjuefni Rússa og Bandaríkjamanna Chou En-lai RAÐAMENN Kinverja ræða oft um Bandaríkin og Sovétrikin sem risaveldin og taka þá venjulega fram, að Kína sé ekki risaveldi, Kina sé aðeins sambærilegt við mörg önnur hinna stærri rikja. Ýmsir hafa talið þetta merki um venjulegt klnverskt yfir- lætisleysi, en i raun er hér um kænlegan áróður að ræða. Með þessu vilja ráðamenn Kln- verja gefa til kynna, að ekki sé ástæða til að óttast Kina eins mikið og Sovétrikin og Banda- rikin. Jafnframt telja þeir hyggilegt að draga athygli frá þeirra staðreynd, að flest bendir til, að Kina muni áður en langur timi liður ná þeim áfanga, að vera ekki aðeins jafnoki Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, heldur mesta risaveldi heimsins. Slik framtíðarspá er studd aug- ljósum rökum. Kina er ekki aðeins fólksflesta riki heims, heldur eru Klnverjar ein iðju- samasta og bezt gefna þjóð heimsins, og hafa sýnt það á undanförnum árum, að þeir eru undrafljótir að tileinka sér vfsindi og tækni. Skipulag og agi eru einkenni hins nýja Klna og því getur uppbygging- in þar orðið enn hraðari en ella. TÖLUR eru talsvert á reiki um ibúafjölda Klna. í skýrslu frá Chou En-lai, sem var birt á fundi þjóðþingsins I janúar- mánuði siðastliðnum, var minnzt tvívegis óbeint á ibúa- fjöldann. Chou sagði, að Kin- verjum hefði fjölgað um 60% slðan 1949, en þá voru þeir taldir 542 millj. Samkvæmt þvi ætti ibúatala Kina nú að vera um 817 milljónir. Þá komst Chou svo að orði á ein- um stað, að „þetta gæti gilt um þjóð, sem væri eins og Klnverjar um 800 millj. manns”. Af hálfu ýmissa erlendra sérfræðinga, eru þessar tölur dregnar I efa. Þannig hefur þekkt amerísk stofnun, sem fylgist með ibúatölu I heimin- um, komizt að þeirri niður- stöðu, að ibúar Kina séu vart innan við 1000 milljónir. I skýrslum, sem bandariska leyniþjónustan (CIA) birti ný- lega, er komizt að þeirri niðurstöðu, að ibúar Kina séu um 927 milljónir. Ýmsir óháð- ir sérfræðingar telja, að þessi tala muni nokkuð nálægt lagi. Erfitt er að spá þvi, hver verður fólksfjölgun I Kina, t.d. til næstu aldamóta, þar sem valdhafarnir beita nú ýmsum aðgerðum til að draga heldur úr fólksfjölguninni. Þó má telja vist, að Kinverjum muni fjölga um nokkur hundruð milljónir á þessu timabili og munur á ibúafjölda þess og t.d. Sovétrikjanna og Banda- rikjanna verði þá enn meiri en nú. Ekki er ólikleg spá, að Kina verði þá fimm sinnum fólksfleiri en Bandarikin eða Sovétrikin. ÞAÐ ER annars ekki fólks- fjöldinn, sem ræður öllu um það, hvort viðkomandi þjóð er öflug eða ekki. Þar reynir einnig á hugvit hennar, fram- takssemi og iðjusemi, I þeim efnum standa Kinverjar áreiöanlega ekki neinni þjóð að baki. Fyrsta aldarfjórðung- inn, sem kommúnistar hafa ráðið i Kina, hafa þeir beint mestri orkunni að þvi að efla landbúnaðinn og koma þannig I veg fyrir, að árlega létust milljónir manna úr hungri, eins og áður var titt. Kinverj- ar hafa náð undraverðum árangri i þeim efnum. Þrátt fyrir hina miklu fólksfjölgun liðurenginn lengur fæðuskort I Kina. Það er ekki sizt af þessum ástæðum, sem þriðji heimurinn litur á Kina til fyrirmyndar að þessu leyti. Sökum þess, að Kinverjar hafa aðallega snúið sér að efl- ingu landbúnaðarins, hafa þeir farið hægar i sakirnar á sviði iðnvæðingarinnar. Búast má við, að þeir snúi sér að henni af fullu kappi. Allt bendir til, að þeir eigi eftir að ná þar undraverðum árangri ekki siður en á sviði landbún- aðarins. Þvi er það enginn óraunsær spádómur, að um næstu aldamót eða jafnvel fyrr, verði Kina orðið mesta risaveldi heimsins. ÞAÐ sýnir vel hyggindi Kin- verja, að þeir eru ekki neitt að flika þessu. Þeir látast heldur ekki hafa nein aukin yfirráð i huga. Það séu aðeins núver- andi risaveldi, og þá ekki sizt Sovétrikin, sem hafi slikt i huga. Þess vegna vara þeir nú Vestur-Evrópubúa sérstak- lega við landvinningaáform- um Sovétmanna. Vaxandi við- sjár milli Sovétrikjanna og vestrænna þjóða, sem jafnvel gæti endað með vopnuðum átökum, yrði meira vatn á myllu Kinverja en nokkuð annað. Eftir slik átök yrði Kina ótvirætt mesta heims- veldið. Ekki væri undarlegt, þótt núverandi risaveldi fylgist með eflingu Kinaveldis af nokkrum ugg. Þótt hættan af Kina sé ekki mikil nú og verði það ekki allra næstu árin, gæti það fljótlega breytzt, þegar Kina væri orðið mesta risa- veldið. Það væri ekki með öllu óllklegt, að sameiginlegur ótti gæti þannig leitt til bættrar sambúðar milli Bandarikj- anna og Sovétrikjanna. Af hálfu Bandarikjanna er nú lögð mikil áherzla á nána sambúð við Japan. Þannig hyggjast þau m.a. vinna gegn hættunni frá Kina. En Japan getur orðiðóviss bandamaður. thaldsflokkurinn hefur farið þar með völd siðan i lok siðari heimstyrjaldarinnar og völd hans geta brátt tekið að bila, likt og Kristilega flokksins á ítaliu. Erfitt er þvi að spá hvernig Japanir muni velja sér bandamenn i framtiðinni. Það er þannig ekkert undar- legt, þótt athyglin beinist nú i vaxandi mæli að Norðaustur- Asiu, þar sem mætast hagsmunir mestu stórvelda heims. Bandarikjanna, Sovét- rikjanna, Kina og Japans. Ef til vill verður það mesta sögu- sviðið á siðasta ársfjórðungi tuttugustu aldarinnar. Ef-til vill er það táknrænt, að Brézj- nef og Ford skyldu halda fyrsta fund sinn i Vladivostok. Þ.Þ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.