Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR DJASS Á BORGINNI Djasskvintettinn Steinarnir kemur fram á tónleikum djass- klúbbsins Múlans í gyllta sal Hótels Borgar klukkan 21 í kvöld. VEÐRIÐ Í DAG 17. mars 2005 – 74. tölublað – 5. árgangur Bað fyrir nýráðnum fréttastjóra Hljómsveitin Trabant: SÉRSAMNINGAR VIÐ KENNARA Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sér- samningum áhuga. Sjá síðu 2 SPILLINGARHNEYKSLI Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sög- unnar. Mútugreiðslur og spilling eru vanda- mál alls staðar í heiminum. Sjá síðu 4 UMDEILT FORM Ágreiningi sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna um rekstrar- form RÚV lauk með því að stofnunin verður gerð að sameignarfélagi. Lögfræðing- ar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sér- lög ofar almennum lögum. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 ● heimili ● tíska ● ferðir ● í beinni á talstöðinni Gengur í skóm af ömmu sinni Elma Dögg Gonzales: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS HÆGT HLÝNANDI Á LANDINU Talsvert hvasst víða um land í kvöld. Snjó- koma eða slydda syðra en stöku él norðan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 154.000 111.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á fimmtudögum* Tekur aðeins á skammtímavanda Samkomulag það sem náðst hefur í tekjustofnanefnd ríkis og sveitar- félaga er óásættanlegt að mati Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnar- firði sem skilar séráliti. Félagsmálaráðherra kynnir samkomulagið í dag. SVEITASTJÓRNARMÁL „Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Lúðvík er einn fulltrúa sveit- arfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráð- herra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Lúðvík segist óhress með þær bráðabirgðalausnir sem felist í tillögunum og skilar séráliti. „Að mínu viti ganga þessar hugmynd- ir alls ekki nógu langt. Stefna sveitarfélaganna var sú þegar gengið var til borðs að ná fram réttlæti og eðlilegri tekjuskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga. Bæta þannig slæman hag sveitar- félaganna þannig að máli skipti til framtíðar en ekki til bráðabirgða. Hér horfa menn aðeins til næstu tveggja til þriggja ára.“ Lúðvík segir fleiri vera von- svikna með störf nefndarinnar enda hafi verið meira kapp en for- sjá í mörgum þeim sveitarstjórn- armönnum sem skrifuðu undir samninginn. „Þegar menn horfa til uppstokkunar á sveitarstjórnar- stiginu, fækkun sveitarfélaga, til- færingu enn fleiri og stærri verk- efna til sveitarfélaganna þá verður að byggja grunninn í upp- hafi með þeim hætti að auðvelt sé að stíga næstu skref. Þessi litli áfangi sem nú er samkomulag um breikkar ekki að mínu viti almenn- an tekjustofn sveitarfélaganna.“ Samkomulagið felur meðal annars í sér að sveitarfélögin fá ekki að hækka útsvar umfram 13,03 prósent. Fram kemur á vef Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísa- firði, að þó útkoman standist ekki væntingar þær er sveitarfélögin hafi gert í upphafi hafi engu að síður tekjuaukning náðst og sér- staklega eigi það við um þau sveitarfélög sem glími við erfiðan rekstur. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra í gærkvöldi. -aöe/gag VIÐSKIPTI Ólafur Ólafsson, stjórnar- formaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignar- haldsfélag sem ræður för í Sam- skipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. Eignarhaldsfélagið Grettir sem er í eigu Sjóvíkur, Lands- bankans og Tryggingamiðstöðvar- innar eignaðist ríflega þriðjungs hlut í Keri fyrir rúmri viku í tengslum við sameiningu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur við litla gleði ráðandi eigenda Kers. Með þessum leik er Grettir læstur inni sem minnihluta- eigandi í Keri. Ekki er mikill áhugi á samstarfi milli Lands- bankamanna og Ólafs. Samnings- staða Ólafs er eftir viðskiptin mun sterkari en hún var meðan hugs- anlegt var að reka fleyg í sam- starf hans við Vogunarmenn. Ekki er líklegt að Grettismenn hafi áhuga til langframa að vera áhrifslaus minnihlutaeigandi í Keri. Þeir geta kosið menn í stjórn Kers og hindrað breytingar á sam- þykktum félagsins, en ekki haft að öðru leyti áhrif á stefnu eða fjár- festingarákvarðanir félagsins.- hh MÓTMÆLTU HANDTÖKU FERÐAMANNS Nokkur ungmenni tóku sér stöðu fyrir framan Alþingi í gær til að mótmæla því að ungur ítalskur námsmaður var handtekinn fyrir nokkru vegna þess að öryggisvörðum Alþingis þótti hann grunsamlegur þar sem hann myndaði þinghúsið. Af látbragði fólksins í gær mátti lesa að því þætti handtakan til marks um að Ísland væri bananalýðveldi. Sigurbjörn Þorkelsson: DAGURINN Í DAG Stýrivextir Seðlabankans: Betra að hækka nú EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn telur heppilegra að beita aðhaldssamri peningamálastefnu nú fremur en seinna til að sporna gegn ofþenslu í hagkerfinu. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir hættu á því að ef stýrivextir hækki ekki nóg nú þegar efna- hagslífið ræður betur við afleið- ingarnar muni vextir að líkindum þurfa að verða enn hærri ef sporna eigi gegn verðbólgu við lok framkvæmda á Austurlandi. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi Verslunarráðs, þar sem hagspekingar brutu heilann um hitastigið í íslensku efnahagslífi. - hh / Sjá síðu 24 FUNDUR VERSLUNARRÁÐS Fjölmenni var á fundi Verslunarráðs þar sem staðan í efnahagslífinu var rædd. Ný meðferð á Teigi: Geta valið um úrræði HEILBRIGÐISMÁL Áfengissjúklingar sem leita aðstoðar á Teigi, með- ferðardeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, geta nú valið úr með- ferðarúrræðum sem þar standa til boða, að sögn Bjarna Össurar- sonar yfirlæknis. Húsnæði Teigs hefur verið flutt í geðdeildarbyggingu LSH við Hringbraut. Samfara flutn- ingnum hefur verið tekin upp ný og sveigjanlegri meðferð. Hún byggist meira á sálfræðilegum grunni heldur en áður var. Þá er 12 spora kerfið ekki lengur notað, heldur er fólk hvatt til að ganga í AA – samtökin. - jss / Sjá síðu 18 Krókur á móti bragði í hluthafahópi Kers: Ólafur nær meirihluta í Keri ▲ SÍÐA 47 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.