Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 2

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 2
2 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur fyrir 30 brot LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. Maðurinn játaði sök sína fúslega. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að vegna langs brotaferils og fyrri skilorðsdóma kæmi skilorðs- binding ekki til greina. Þó tók dóm- urinn tillit til ungs aldurs mannsins sem og vilja hans til að taka á fíkni- efnavanda sínum. Hefur viðkom- andi þegar setið í varðhaldi þann tíma sem dómurinn tekur til og losnar úr fangelsi í þessum mánuði. Félagi mannsins sem einnig tók þátt í einu innbroti fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hefur þrisvar áður hlotið dóm fyrir samsvarandi brot. - aöe Leikskólagjald á Akureyri: Lækkar um fjórðung LEIKSKÓLAR Skólanefnd Akureyr- arbæjar hefur lagt til við bæjar- ráð að gjaldskrá leikskóla verði einfölduð og allir greiði sama gjald. Samhliða breytingunni mun almenn gjaldskrá lækka um 25% en nefndin leggur einnig til að tekin verði upp föst greiðsla til allra foreldra vegna vistunar barna hjá dagmæðrum. Kostnaður Akureyrarbæjar vegna breytinganna mun aukast um 25 til 30 milljónir króna á ári. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, segir breyt- inguna á gjaldskrá leikskólanna mikið réttlætismál fyrir stóran hóp foreldra um leið og gjald- skráin sé gerð gegnsærri. „Á leikskólum bæjarins eru um 1000 börn og eftir breytinguna mun kostnaður foreldra rúm- lega 650 barna minnka um tæp- ar 5.700 krónur á mánuði sem jafngildir 100 þúsund króna kauphækkun á ári,“ segir Krist- ján. Engin gjaldskrárbreyting verður hjá 117 börnum í leik- skólum Akureyrar. Gjaldskrá 170 barna mun hækka en þau verða tímabundið áfram á lægra gjaldi og 55 börn, sem verið hafa á lægsta gjaldi, útskrifast úr leikskólunum í vor. - kk Stóru sveitarfélögin vilja sérsamninga Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndar. Fimm grunnskólar í Reykjavík sýna sérsamningum áhuga. SKÓLAMÁL Sérkjarasamningur í Sjálandsskóla í Garðabæ er til- búinn og í höndum Kennarasam- bandsins og launanefndar sveit- arfélaganna. Einkaskóli Ísaks Jónssonar lauk við gerð einstak- lingssamninga við átta af tíu kennurum í vikunni og í Tjarnar- skóla, sem einnig er einkaskóli, er hugað að breytingum. Reykjavíkurborg ætlar að semja sér við kennara og stjórn- endur nýs skóla í Norðlingaholti. Allir vilja skólarnir semja í takt við fimmtu bókun í kjarasamn- ingi grunnskólakennara og launa- nefndarinnar. Þar stendur að hægt sé að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfs- mönnum sveitarfélaga í tilrauna- skyni til eins árs. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir um fimm aðra skóla í Reykjavík hafa sýnt því áhuga að gera sérsamninga innan sinna veggja: „Við teljum þó nauðsynlegt að frumkvæði að breytingum innan rótgróinna skóla komi sameiginlega frá kennurunum og skólastjórnend- um.“ Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir laun kennara þar verða í grunninn 240 þúsund en aukist um tíu þúsund fyrir umsjónarkennara. Kennar- arnir semja síðan sér um um- framlaun hvers. Edda vill ekki gefa upp hver þau séu en segir kennarana mjög ánægða. Laun grunnskólakennara við Sjálandsskóla verða minnst 290 þúsund á mánuði, samkvæmt Morgunblaðinu. Gunnar Einars- son, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála Garðabæjar, staðfesti það ekki í gær en hann hafði ekki tíma til viðtals. Margrét Theodórsdóttir, skóla- stjóri Tjarnarskóla, segir lengi hafa tíðkast að greiða kennurum einkaskólans hærri laun en sveit- arfélögin geri: „Okkur finnst svo margt spennandi að gerast í kjaramálum og því tel ég að við hugsum okkar gang varðandi samninga fyrir næsta vetur.“ Kristinn Kristjánsson situr í samstarfsnefnd Kennarasam- bandsins og launanefndarinnar en undir hana þarf að bera sér- samninga: „Eina erindið sem hefur komið fyrir nefndina er frá Sjálandsskóla. Við stefnum að því að afgreiða það á næsta fundi en á hvorn veginn þori ég ekki að segja til um.“ gag@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VITNI ÓSKAST Karlmaður sem slasaðist í árekstri við ungan dreng á skautasvellinu í Skauta- höll Reykjavíkur í lok mars óskar eftir vitnum að atburðin- um en hann var fluttur brott í sjúkrabíl. Óskar hann eftir þeim sem sáu slysið og eru tilbúnir að vitna um það. Sími mannsins er 693 7301. VIÐ KÖGUR Þykk ísbreiða liggur að landi fyrir norð- vestan og telja veðurfræðingar að enn eigi eftir að bæta í. Hafísinn á hægri ferð: Gæti lokað Grímsey af HAFÍS Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ís- breiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. Ísjakar hafa sést í mynni Ísa- fjarðar og fór þeim fjölgandi í gær en ekki er talin hætta á að fjörðurinn lokist. Hins vegar bætist stöðugt í ísbreiðuna við Horn enda hafstraumar verið vestur á bóginn síðasta sólar- hringinn. Engar tilkynningar höfðu borist um skip eða báta í vandræðum vegna þessa. - aöe FORSETINN Í INDLANDI Þegar forseti og sendinefnd fóru til Ind- lands flugu ferðamenn út og heim í sömu vél og forsetinn. Kínaferð: Flogið með forsetanum FERÐALAG Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heim- sókn um miðjan maí. „Forsetinn og sendinefnd munu að öllum líkindum ferðast með þessu leiguflugi til Kína og frá Kína,“ segir Örnólfur Thors- son, skrifstofustjóri á skrifstofu forseta. Hann segir Úrval-Útsýn hafa haft samband við skrifstofu forseta en forsetaembættið komi ekki að ferðinni sem Úrval-Útsýn auglýsir að öðru leyti en því að báðir hóparnir, ferðamenn og sendinefnd forseta, fljúgi saman í breiðþotu Atlanta. - bþg ÁFENGISSKATTAR LÆKKAÐIR Formælandi sænsku ríkisstjórn- arinnar í áfengismálum leggur til að skattar á bjór og víni verði lækkaðir um þrjátíu prósent. Með þessu mætti draga stórlega úr smygli á áfengi frá löndum á borð við Danmörku. Hann vill einnig að áfengiskaupaaldur á vínveit- ingahúsum verði tuttugu ár. SPURNING DAGSINS Gaui, ertu ekki að standa þig í stykkinu? „Til að fást við offitu þarf að takast á við sálræn vandamál og íslenskir karl- menn eru ekki mikið fyrir að flíka þeim“ Ný könnun sýnir að karlmenn í Evrópu eru orðn- ir feitari en konur. Gaui litli hefur lengi barist við offitu, bæði sína eigin og annarra Íslendinga. ■ SVÍÞJÓÐ HÉRAÐSDÓMUR Síbrotamaður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir rúmlega 30 lögbrot.FJÓRTÁN MÁNAÐA FANGELSI FYRIR: A) Þjófnað á tveimur bifreiðum B) Nytjastuld á tíu bifreiðum C) Nytjastuld og þjófnað úr fjórtán bifreiðum D) Nytjastuld og eignaspjöll á þremur bifreiðum E) Fíkniefnabrot F) Innbrot og þjófnað úr iðnaðarhúsi Sameiningarkosningar: Frestað til næsta hausts ALÞINGI Árni Magnússon félags- málaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær þar sem lagt er til að kosningum vegna sameiningu sveit- arfélaga verði frestað til 8. október. Þær áttu að fara fram hinn 23. apríl. Ástæðan fyrir frestuninni er fyrst og fremst sú að illa gekk að ná samkomulagi í tekjustofnanefnd um breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga og því dróst að sameiningar- nefnd kynnti endanlegar tillögur sínar. Er því nú ljóst að ekki er nægur tími til stefnu til að tillögurn- ar geti fengið nægilega kynningu og umfjöllun í viðkomandi sveitarfé- lögum fyrir kjördag. - sda LEIKSKÓLABARN Á FLÚÐUM Um 100 börn á Akureyri eru í umsjón dag- mæðra en kostnaður foreldra mun lækka verulega vegna 60 barna og lækka lítils- háttar vegna 40 barna ef kostnaður vegna fæðis er ekki tekinn með. Í FRÍMÍNÚTUM Krakkarnir í Ísaksskóla bregða á leik í frímínútum. Ísaksskóli er einkarekinn og hafa tíu af sextán kennurum samið um önnur kjör en tíðkast meðal kennara í grunnskólum sveitar- félaganna. Hinir sex eru æviráðnir. Sérsamningurinn hefur ekki verið borinn fyrir sam- starfsnefnd Kennarasambandsins og launanefndarinnar. M YN D LA N D H EL G IS G Æ SL AN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.