Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 8

Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 8
1Hversu margir eru taldir hafa látistúr hungri og sjúkdómum í Darfur síð- asta hálfa annað árið? 2Hversu margar bækur seldust á bóka-markaði Félags íslenskra bókaútgef- enda í Perlunni? 3Hvað heitir forseti Kosovo sem lifði afbanatilræði? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Skíðafæri næstu daga: Ágætt veður en blautt færi SKÍÐI Spáð er hlýnandi veðri um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu. Erfitt er að spá fyrir um veður um páska- helgina sjálfa og verða spenntir skíðaiðkendur því að bíða fram í næstu viku til að sjá hvert skuli halda í fríinu. Páskarnir eru stærsta vertíð skíðasvæðanna á landinu og eru því ýmsar uppákomur skipulagð- ar. Skíðavika Ísfirðinga verður haldin í sjötugasta skipti í ár og er búist við allt að 2.000 gestum til Ísafjarðar. Dagskrá skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins er ekki ljós en eitthvað verður um uppákomur. Skíðasvæðin eru opin núna og nægur snjór að sögn kunnugra. Spá næstu daga er þó ekki mjög hagstæð skíðamönnum sunnan- lands. Unglingalandsmót verður á skíðasvæði Siglfirðinga um helg- ina og fjölskylduhátíð um pásk- ana. Þar eru allar lyftur og skíða- leiðir opnar. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar, forstöðumanns á svæðinu, og spáin þeim hagstæð næstu daga. ■ Háskólinn mun sprengja vegakerfið Bæjarfulltrúi í Garðabæ telur að flytji Háskólinn í Reykjavík í Vatnsmýrina muni það sprengja vegakerfi miðbæjarins. Formaður skipulagsráðs Reykja- víkurborgar telur þetta furðulegan málatilbúnað. SAMGÖNGUR Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfull- trúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykja- vík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatns- mýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriða- holtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúr- bætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræð- unni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatil- búnað hjá Einari. Þá sé sérkenni- legt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíð- arfótur tengi svæðið við Hring- braut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgöngu- ráðherra um að hraða þeirri fram- kvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins. solveig@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Lífeyriskóngur látinn fjúka með 43 milljóna starfsloka- samning STJÓRN SJÓÐSINS VISSI EKKI AF SAMNINGNUM fermingargjöf Flott hugmynd að Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 74 76 12 /2 00 5 Jamis Ranger SX Frábært fjallahjól. 6061 álstell. SR M300 framdempari. Shimano Tourney TX30 afturskiptir. Til í rauðu og svörtu. 25.990 kr. Einnig til án dempara (stálstell) 19.990 kr. HRINGBRAUT OG VATNSMÝRI Umferðin við Hringbrautina getur oft verið þung, en bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að hún verði enn þyngri ef Háskólinn í Reykjavík flyst þangað. SKÍÐAVIKA Ýmsar uppákomur verða á skíðasvæðum landsins um páskahelgina. Á Ísafirði verður meðal annars keppt í aldagamalli tví- keppni. Góður afgangur af rekstri Akureyrarbæjar: Hreinar eignir skipta milljörðum króna ÁRSREIKNINGUR Tæplega 240 millj- óna króna afgangur varð af rekstri Akureyrarbæjar og und- irfyrirtækja á síðasta ári en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rúmlega 146 milljóna króna rekstrarafgangi. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar sveitar- félagsins jukust verulega á ár- inu og voru 439 milljónir króna en aukning þeirra kom í veg fyrir enn betri afkomu. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri segir reksturinn hafa gengið mjög vel á síðasta ári og fjárhagur sveitarfélagsins sé afar traustur. „Ég þakka þennan góða árangur hæfu starfsfólki. Bæjarfélagið veitir mikla þjón- ustu en við sýnum aðhald í rekstrinum og spilum vel úr þeim fjármunum sem okkur er trúað fyrir,“ segir Kristján. Bókfærðar eignir sveitarfé- lagsins eru rúmir 20,7 milljarð- ar króna en skuldir og skuld- bindingar rúmir 13,3 milljarðar króna. Þar af eru skammtíma- skuldir rúmir tveir milljarðar króna. Launagreiðslur bæjarsjóðs og undirfyrirtækja námu rúm- um fjórum milljörðum króna í fyrra og stöðugildi voru að með- altali 1420 talsins. - kk BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI Kristján Þór hefur ástæðu til að kætast enda afkoma Akureyrarbæjar betri í fyrra en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.