Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 18
18 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi Boðið verður upp á svo- kallaða sveigjanlega áfengismeðferð á Teigi sem nú hefur verið flutt í nýtt húsnæði. Um er að ræða hugræna atferlis- meðferð sem byggð er á sálfræðilegum grunni. Hún er ný af nálinni hér á landi. HEILBRIGÐISMÁL Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjan- lega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. „Meðan deildin var rekin á Teigi var boðið upp á fastan með- ferðarpakka,“ sagði hann. „Nú er fyrirhugað að hafa meiri sveigj- anleika í meðferðinni og sníða hana betur að þörfum hvers sjúk- lings. Fólk getur komið mislengi inn í meðferðina og nýtt sér mis- mikið af úrræðum. Þeim sem það hentar geta notað öll úrræðin og er þá heildarmeðferðartíminn frá morgni til klukkan tvö á daginn í sex vikur. Aðrir geta verið skemur á daginn og þurfa ekki endilega að taka sex vikna með- ferð. Öllum er svo boðið upp á vikulegan stuðningshóp í tólf vik- ur eftir dagmeðferð. Þetta fer allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.“ Bjarni sagði að þá hefði með- ferðaráherslum verið breytt, meðferðin væri nú byggð meira á sálfræðilegum grunni, því sem kallað væri hugræn atferlismeð- ferð. Sú nálgun hefur ekki verið notuð hér á landi áður við með- höndlun fíknivandamála og mætti nefna að sálfræðingar sæju nú um hópmeðferðarúrræði á hinum nýja Teigi. Góður árangur Spurður um hvort 12 spora með- ferðin væri ekki lengur notuð, sagði Bjarni að slík vinna væri ekki lengur inni á Teigi. Hins vegar væri lögð áhersla á að hvetja fólk til að ganga í AA-sam- tökin, þar sem unnið væri í anda 12 spora kerfisins. „Það hefur sýnt sig í rannsókn- um að þær aðferðir sem við notum nú á Teigi hafa borið góðan árangur. Þá hafa þær virkað vel hjá fólki sem er með aðrar geð- raskanir, en það er sá hópur sem við höfum mestar skyldur gagn- vart. Loks er rekin öflug hópmeð- ferð við öðrum geðröskunum svo sem kvíða, félagsfælni og þung- lyndi hér á spítalanum og það er viss kostur að geta notað sama meðferðarmódel gegn áfengis- sýki og öðrum sjúkdómum.“ Bjarni sagði að 30 manns gætu nú verið í fullri meðferð á Teigi á hverjum tíma. Nýir sjúklingar væru teknir inn hálfsmánaðar- lega, tíu í senn. Síðan væri fyrir- séð að mun fleiri gætu komið inn í einstök úrræði. Þau væru til að mynda fólgin í þematengdri hóp- vinnu, svo sem sjálfstyrkingu, fræðslu og fyrirlestrum. Einnig eru kynjaskiptir hópar svo sem al- mennt tíðkast í fíknimeðferð í heiminum. Allir sem eru í með- ferð hafa sinn eigin ráðgjafa sem heldur utan um mál þeirra. Á gömlum grunni Meðferðardeildin Teigur stendur á gömlum grunni. Hún var upp- haflega opnuð á Vífilsstöðum sem legudeild fyrir áfengissjúka árið 1976. Síðan var hún flutt á Flóka- götuna árið1995 og eftir það starf- rækt sem dagdeild sem bauð upp á fastan meðferðarpakka. Sjúk- lingar komu að morgni en fóru heim til sín síðdegis. Hugsunin á bak við það var sú að endurhæfa fólk í sínu eiginlega umhverfi. Talið var mikilvægt að bjóða fólki upp á þann kost, þar sem það gæti jafnframt meðferðinni fengist við allar kveikjurnar að áfengisneysl- unni og áreitið úti í samfélaginu. Í nýju húsnæði, sem tekið var í notkun nú í vikunni, er boðið upp á dagdeildarþjónustuna, en með breyttum áherslum. Fjölmennasti hópurinn er á bilinu 30-40 ára, að sögn Bjarna, en annars eru sjúk- lingarnir á öllum aldri frá 18 ára. „Við sjáum fyrir okkur að allur samrekstur verði auðveldari nú eftir að Teigur er kominn undir sama þak í spítalabyggingunni,“ sagði Bjarni. „Við erum með þrjár einingar, göngudeild, innlagnar- deild og dagdeild. Þetta býður upp á mun meiri teymisvinnu, samnýtingu á úrræðum og starfs- fólki, þannig að þetta gerir ein- staklingsmiðaða meðferð á Teigi mögulega. jss@frettabladid.is Stjórnlagaþing Íraka kom saman í fyrsta sinn í gær þrátt fyrir að sigurvegarar kosninganna væru enn að koma sér saman um myndun ríkisstjórnar. Það sem í upphafi virtist létt verk hefur reynst þrautinni þyngri. Á hverju strandar? Þegar atkvæðin höfðu verið talin upp úr kjörkössunum eftir kosningarnar í janú- ar var álitið að kosningabandalag sjía og sameiginlegt framboð Kúrda myndu líklegast mynda stjórnarmeirihluta á þinginu þar sem þau fengu meira en 2/3 hluta atkvæðanna. Fljótlega settust fylkingarnar að samningaborðinu og gekk nokkuð greiðlega að ákveða skipan nýrrar ríkisstjórnar: Sjíar fá for- sætisráðherraembættið, forsetinn verð- ur Kúrdi en forseti þingsins verður að öllum líkindum súnníi. Allnokkur ágreiningur hefur hins vegar verið um tvö veigamikil málefni: stöðu Kúrdistans og hlutverk íslams. Kúrdistan Bráðabirgðastjórnarskráin sem Írak er stjórnað eftir í dag veitir Kúrdum tals- verð réttindi enda er það í samræmi við það sjálfstæði sem héraðið hefur notið undanfarin ár. Þeir hafa til dæmis neit- unarvald á stjórnlagaþinginu og er heimilt að halda úti sínum eigin pesh- merga-hersveitum. Við þetta bætast svo kröfur þeirra um borgina Kirkuk en Kúrdar líta á hana sem höfuðstað sinn. Sjíum finnst hins vegar skjóta skökku við að eitt þjóðarbrot fái slík völd og óttast að með þeim sé grafið undan lýðræðinu. Kúrdarnir eru hins vegar að vonum tregir til að gefa upp þau rétt- indi sem þeir hafa þegar áunnið sér. Íslam Þorri Íraka aðhyllist íslam og ríflega 60 prósent íbúanna eru sjíar. Þótt Kúrdar séu einnig múslimar eru þeir almennt hlynntari aðgreiningu trúar og stjórn- mála. Þegar bráðabirgðastjórnarskráin var samin deildu Kúrdarnir hart við sjía um hlutverk íslams í Írak. Sjíar vildu að kveðið yrði á um að löggjöfin yrði alger- lega á grunni íslamskra kennisetninga en á endanum fengu Kúrdar því fram- gengt að íslam verður ein af mörgum uppsprettum löggjafarinnar. Um þetta ríkir ennþá ágreiningur. Þar með sannast hið fornkveðna: Ef ósamið er um eitthvað þá hefur ekki verið samið um neitt. Ágreiningur um Kúrdistan og íslam FBL. GREINING: ERFIÐ STJÓRNARMYNDUN Í ÍRAK Mýrarljós Sýning laugardagskvöld! „Mýrarljós hefur allt til brunns að bera: Drama, svartan húmor og lýtalausan leik.“ Grapevine, mars 2005 JALAL TALABANI Hann verður að líkind- um næsti forseti Íraks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P YFIRLÆKNIR Bjarni Össurarson, yfirlækn- ir á vímuefnadeild, og Katrín Guðjónsdótt- ir, deildarstjóri vímuefnadeildar LSH, í hinu nýja húsnæði Teigs þar sem ný meðferðar- úrræði fyrir áfengissjúka verða í boði. NÝTT HÚSNÆÐI Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir göngudeildar geðsviðs LSH, við opnun Teigs í nýju húsnæði fyrr í vikunni. HÁRSBREIDD FRÁ BOLA Ródeókappinn Wesley Silcox rétt náði að mjaka sér und- an nautinu sem hann keppti á í ródeókeppni í Houston, Texas í fyrradag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.