Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 24
Hlutfall hagfræðinga og skoðana Þrátt fyrir alvarlegan undirtón á fundi Verslunarráðs um hitann í hagkerfinu slógu menn á létta strengi. Hópur hagfræðinga hittist og bar saman bækur sínar fyrir fundinn og sagði Vil- hjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, að fundarmenn hefðu ekki verið sammála um alla hluti eins og við væri að búast þegar fleiri en einn hagfræðingur koma saman. Þá væru skoðanir gjarnan að minnsta kosti tvöfalt fleiri en hagfræðingarnir. Lítill fugl tísti því í peningaskápinn að hag- fræðingarnir hafi skammast út í ónógt að- hald hins opinbera og hversu þungan bagga Seðlabankinn þyrfti að bera við hag- stjórnina. Vilhjálmi mun hafa runnið blóðið til skyldunnar og varið sína menn meira en hagfræðingun- um fannst fræðin leyfa. Iðkendur hinna döpru Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabank- ans, kallaði einnig fram hlátur fundarmanna þegar hann taldi upp allar góðu fréttirnar í efna- hagslífinu. Síðan bætti hann við: „Samt er það nú svo með okkur iðkendur hinna döpru vísinda, að fátt veldur okkur meiri angist og kvíða en langvarandi og óslitinn straumur góðra frétta.“ Síðan bætti hann við að sá grunur fylgi að í lokin komi slæm frétt. Stjórnmálamenn voru ekki áberandi á fundinum, en sjávarútvegsráðherra var á staðnum. Einnig utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, sem ekki mun algengt að mæti á slíka fundi nema sem fram- sögumað- ur. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.900 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 304 Velta: 3.201 milljónir +0,69% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Velta í sölu dagvöru var sex prósent meiri í febrúar í ár heldur en í sama mánuði árið 2004 samkvæmt smásöluvísitölu sem tekin er saman fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Fjármálaráðuneytið í Noregi hefur samþykkt kaup Íslands- banka á BN bank. Síðustu form- legu kröfu um kaupin er því full- nægt. Flugstöð Leifs Eiríkssonar skilaði 890 milljóna króna í fyrra samanborið við 547 milljóna hagnað árið 2003. Tap á rekstri Austurbakka í fyrra var 27,4 milljónir króna en árið 2003 skilaði reksturinn 54,7 milljóna króna hagnaði. 24 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Þenslueinkenni hagkerfis- ins er víða að finna og hag- fræðingar hafa áhyggjur af því að illa kunni að fara. Seðlabankinn telur stýri- vaxtahækkanir nú heppi- legri en síðar. Það kraumar í kötlum efnahags- lífsins og nokkrir hitamælanna komnir á rautt. Spurningin um of- hitnun Íslandsvélarinnar var um- fjöllunarefni morgunverðarfundar Verslunarráðs í gær. Vilhjálmur Egilsson, ráðuneyt- isstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, taldi Seðlabankann hafa staðið sig vel í peningamálastjórninni, en taldi óþolinmæði hafa gætt við síð- ustu stýrivaxtahækkun bankans. Hann sagði bankann verða að finna hina einu réttu línu með vaxta- hækkunum þar sem fyrirtæki í út- flutnings- og samkeppnisgreinum séu pressuð til að hagræða en nái á sama tíma að halda uppi nægilegri arðsemi og halda tiltrú lánadrottna sinna. Ekki var þó að heyra á aðalhag- fræðingi Seðlabankans, Arnóri Sighvatssyni, að ástæðulaus óþol- inmæði hefði ráðið síðustu stýri- vaxtahækkunum. Arnór sagði Seðlabankann ekki telja raunstýri- vexti sérstaklega háa í sögulegu samhengi. Hann sagði hættu á að án aðhaldssamrar peningamála- stefnu nú myndi raungengi senni- lega á endanum fara í svipað horf og ef henni væri beitt. Hins vegar yrði verðbólga meiri við óhjá- kvæmilega aðlögun gengis í fram- kvæmdalok. Við þær aðstæður þyrfti enn hærri stýrivexti til að halda verðbólgu í skefjum, en ef þeim væri beitt nú. „Af þessum ástæðum hefur Seðlabankinn talið mun ákjósanlegra að glíma við óhjákvæmileg og vissulega óæski- leg hliðaráhrif aðhaldssamrar pen- ingastefnu nú fremur en síðar.“ Seðlabankinn gefur út Peninga- mál í næstu viku og er þá búist við stýrivaxtahækkun. Hagfæðingar sem rætt var við búast við hækkun á bilinu 0,25 til 0,75 prósentu hækk- un stýrivaxta. Sérfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja að túlka megi orð aðalhagfræðings bankans í þá átt að Seðlabankinn muni hugsanlega hækka vexti á árinu meira en menn hafa almennt verið að spá. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,50 +0,25% ... Atorka 6,10 +0,83% ... Bakkavör 31,90 -0,93% ... Burðarás 13,85 – ... Flaga 5,48 +0,55% ... Flugleiðir 14,30 -1,04% ... Íslandsbanki 12,00 +1,27% ... KB banki 534,00 +1,14% ... Kögun 59,00 +1,03% ... Landsbankinn 14,90 – ... Marel 55,80 -1,24% ... Og fjarskipti 4,15 -1,43% ... Samherji 12,10 +5,22% ... Straumur 10,15 +0,50% ... Össur 82,00 - Telja betra að hækka vexti nú en síðar Samherji 5,22% Hampiðjan 3,08% Nýherji 1,30% Og fjarskipti -1,43% Marel -1,24% Flugleiðir -1,04% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is   R Í K I S S K A T T S T J Ó R IRSK                          !" # %  &   # '       (  # #   ( !# Hægt er að sækja um viðbótarfrest á ef talið er fram á netinursk.is VÉLSTJÓRI OG MÆLAR Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, var einn frummælanda á fundi Verslunarráðs og fór meðal annars yfir hitastig nokkurra þátta hagkerfisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.