Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 28
Veðurfar
Veðurfar er mismunandi eftir árstíma, og er þess vegna mikilvægt að
kynna sér það áður en ferðalagið er skipulagt. Fátt getur verið leiðinlegra
en að lenda í rigningartímabili á sólarströnd eða í of miklum hita.[ ]
hertzerlendis@hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
2
72
20
02
/2
00
5
18.450
Vika í Hahn/Frankfurt
*
Ford KA eða sambærilegur
50 50 600
1000 Vildarpunktar til 12. mars
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Spennandi ævint‡rafer›ir til allra heimsálfa me› Encounter,
Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl.
Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is.
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
410 4000 | landsbanki.is
Ferðalán
Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi.
Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni
á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um
að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí.
• Þú færð lán fyrir ferðinni
• Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum
• Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán
Besti tíminn til að fara í frí
er þegar þú þarft á því að halda!
Maraþonblús í
tvo sólarhringa
Gummi í Kentár blúsaði matseðilinn á pizzastaðnum.
Guðmundur Gunnlaugsson er enn að blúsa.
Guðmundur Gunnlaugsson, tón-
listarmaður og Kentár með
meiru, er blúsmaður af lífi og sál.
Hann spilaði einu sinni blús um
heila helgi – án þess að stoppa.
„Það var um vorið 1987 að okkur
boðið að taka þátt í maraþonblús-
veislu á Akureyri. Það var á Upp-
anum, sem var bæði pizzería og
knæpa í þá daga. Þarna voru sam-
ankomnir tónlistarmenn að norð-
an og austan. Við vorum með blús-
prógramm tilbúið og héldum tón-
leika inni í maraþoninu auk þess
að taka þátt í þessu klassíska
blúsdjammi sem felst í því að all-
ir spinna saman lög og texta, sem
er hin besta skemmtun. Mér er
sérstaklega minnisstætt að Ingi-
mar Eydal kom og djammaði með
okkur, það er gaman að hafa feng-
ið að spila með honum og mikill
heiður. Þetta endaði svo í mara-
þonblússpilamennsku nánast
samfleytt í tvo sólarhringa án
þess að stoppa. Á sunnudags-
kvöldinu voru menn farnir að
blúsa pizzumatseðilinn enda þá
búið að þurrausa aðra brunna.
Þessi maraþonblús var mjög
skemmtilegt framtak, ekki síður
en Blúshátíð í Reykjavík er núna í
dag. Í framhaldi af þessu gáfum
við út blúsdjammplötu og ferðuð-
umst um allt land og spiluðum í
öllum framhaldsskólnum og það
var frábært hvað krakkarnir
kveiktu vel á þessari tónlist.“
Kentárar eru enn að nú átján
árum síðar og má heyra í þeim á
Blúshátíð í Reykjavík á þriðju-
dagskvöldið. ■
Notalegt í heitu pottunum.
Hollt fæði,
fræðsla og nudd
HEILSUDAGAR VERÐA Á HÓTEL
GEYSI NÚ UM HELGINA. ÞAR ER
BOÐIÐ UPP Á HEILSUFÆÐI, NUDD
OG HEITA POTTA.
Heilsudagarnir hefjast á lithimnu-
lestri. Þar er farið yfir heilsufarið og
leiðbeint um úrbætur ef með þarf.
Auk þess fær hver og einn nudd
daglega. Á kvöldin verður fjallað um
ýmislegt sem tengist heilsu og
mannlegum samskiptum, til dæmis
áhrif hugarfars og karma á heilsuna.
Gönguferðir og heitir pottar eru inni
í dagskránni og að sjálfsögðu er gist
í vel búnum herbergjum.
Umsjón með heilsudögum hefur
Heiðar Ragnarsson. Verð fyrir þrjá
daga er 36.000 krónur og fimm daga
52.000 krónur. Nokkur stéttarfélög
taka þátt í kosnaði félagsmanna
sinna á heilsudögunum. Bókanir eru
í síma 480 6800.
Telja sig geta lækkað
verðið enn frekar
Kaup Iceland Express á Sterling tryggja ódýrt
tengiflug víða um heim.
Kaup Iceland Ex-
press á Sterling,
stærsta lággjalda-
flugfélagi Norður-
landa, munu væntan-
lega verða Íslending-
um góð kjarabót á
ferðalögum til fjar-
lægari landa, að sögn
Almars Hilmarsson-
ar, framkvæmda-
stjóra Iceland Ex-
press.
„Það eru ýmsar
hugmyndir í gangi
en þær eru allar á
frumstigi, enda
kaupin nýafstaðin,“ segir Almar.
„Tilgangurinn er þó meðal annars
að tengja flug frá Íslandi vélum
frá Sterling þannig að ferðalagið
áfram geti gengið sem greiðast
fyrir sig. Sömuleiðis
að greiða götu er-
lendra ferðamanna
hingað til lands. Við
teljum okkur geta
lækkað verð enn
frekar, enda er það
markmið í sjálfu sér
– að bjóða upp á
ódýrar ferðir víða
um heim,“ segir
Almar.
Almar segir jafn-
framt að allt of mik-
ið hafi verið gert úr
töfum flugvéla
Iceland Express, taf-
ir hjá félaginu séu ekki meiri en
hjá öðrum flugfélögum. „Það
stendur ekki til að nota Sterling-
vélarnar til að hlaupa í skarðið,
enda engin ástæða til.“ ■
Farþegar Iceland Express munu njóta góðs af kaupum félagsins á flugfélaginu Sterling.
Almar segir að tengiflug á
framandi slóðir verði auð-
veldur ferðamáti farþega
Iceland Express.
Síðustu sætin
í páskaferð
Plúsferðir bjóða nú tilboðs-
verð á síðustu flugsætunum
til Spánar og Portúgal.
Páskaferðin til Benidorm, sem er
frá 19.-31. mars, er á verði frá
25.630 kr. ef tveir fullorðnir og
tvö börn 2-11 ára ferðast saman.
Innifalið er flug, flugvallarskatt-
ar, gisting á Halley í íbúð með
einu svefnherbergi og íslensk
fararstjórn. Verðið á ferð til
Portúgal 17.-29. mars er frá
30.550 kr. ef tveir fullorðnir og
tvö börn 2-11 ára ferðast saman.
Innifalið er flug, flugvallarskatt-
ar, gisting á Elimar í íbúð með
einu svefnherbergi og íslensk
fararstjórn. Verðið miðast við að
bókað sé á netinu. ■
Tólf dagar
á Kanarí
Heimsferðir eru með netilboð
á ferð til Kanaríeyja.
Heimsferðir bjóða nú síðustu
sætin í tólf daga ferð til Kanarí-
eyja 29. mars
á tilboðsverði.
Fjórum dög-
um fyrir
brottför fá
farþegar að
vita um gisti-
stað. Gisti-
staðir Heimsferða eru á Ensku
ströndinni og Maspalomas en
þetta eru vinsælustu ferða-
mannastaðirnir á þessum slóðum.
Verðið er kr. 29.990 á mann
miðað við tvo fullorðna og tvö
börn, 2-11 ára, í íbúð og kr. 39.990
á mann miðað við tvo í íbúð/stúd-
íó. Innifalið er flug, skattar og
gisting. Miðað er við að bókað sé
á netinu www.heimsferdir. ■