Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 30
Skartgripir geymdir Til að forðast það að allir skartgripirnir flækist saman eða týnist í stórri hrúgu er sniðugt að geyma þá í kössum sem er skipt í hólf. Úrval er í byggingavöruverslunum af svona kössum sem ætlaðir eru undir skrúfur og nagla og hægt að fá þá í öllum litum á góðu verði. Hægt er að leggja fallegt og mjúkt efni í botninn á þeim, sem gerir kassann aðeins fínni. [ ] SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Fylgihlutir og hárskraut Mikið úrval af hárskrauti og skartgripum fyrir fermingar Ný sending af beltum, nælum, töskum og klútum Vorlínan frá Pilgrim komin – tilvalin gjöf Sendum í póstkröfu GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Nýjar vörur! Stutt- og langermabolir. Gott verð, góð þjónusta Grímsbæ, Bústaðavegi S: 588 8488 Ármúla 15 S: 588 8050 Fermingardressin komin! Fyrir ömmur, mömmur, frænkur og systur. Ný sending af skóm komin S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Bikiní Ný sending Frábært úrval Þótt Dolce & Gabbana hafi slitið sambandi sínu í einka- lífinu heldur samstarf þeirra áfram. Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönn- uða tískuheimsins. Þetta ítalska par, sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni, byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim inn- blástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáat- riðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þess- ara ólíku póla hefur svo skapað frábæra samsuðu af kynþokka- fullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tón- leikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minogue og kvikmyndastjörnurn- ar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einka- lífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina. Gallabuxnapils koma alltaf aftur og aftur. Nú eiga þau að vera knallstutt. Stutt gallabuxnapils hafa verið vinsæl í vetur og ekkert lát er á þeim vinsældum því gallapils er nánast ómissandi flík fyrir sum- arið. Gallabuxnapils fást í ýmsum útfærslum og kosta á bilinu 3.000- 12.000 kr. en það er einnig til önn- ur og mun ódýrari leið að verða sér úti um flott gallapils. Margir eiga gallabuxur sem dottnar eru út af uppáhaldslistanum og því er tilvalið að nota þær til að búa til nýja og ferska flík. Gallabuxur sem verða gallapils er alls ekki nýtt í tískubransanum og út- færsla hvers og eins á sínu pilsi gefir því per- sónulegan svip. Klippa, tæta, klóra, lita, bæta, bródera. Gefið hugarfluginu lausan tauminn og út- koman verður æðis- leg. Þessi pils eru úr Spútnik og kosta 3.900 kr. Stutt og flott gallabuxnapils Skapandi samstarf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.