Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 Þýskir knattspyrnuáhugamenngera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að brúin að nýja Wembley-leikvanginum verði nefnd eftir Þjóðverjanum Dietmar Ham- ann, sem leikur með Liverpool, en hann skoraði síð- asta markið á leik- vanginum í lands- leik Englendinga og Þjóðverja haustið 2000. Ken Livingstone, borg- arstjóri Lundúna, hefur hrundið af stað samkeppni um nafnið á brúnni á heimasíðu vallarins og hafa þýskir fjölmiðlar hvatt lesendur sína til að taka þátt í samkeppninni og kjósa Hamann. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er gríð- arlega ósáttur við árásir þær sem dómarar hafa þurft að þola að und- anförnu. „Þessar árásir með orðum sem dómarar hafa orðið fyrir eru óþol- andi. Við verðum að muna að þeir sem ráðast á dóm- arana ráðast einnig á knattspyrnusam- félagið sem þeir búa í. Þetta er upp- skriftin að hegðuninni sem leiðir til vandræða á meðal stuðningsmanna og ég ráðlegg öllum að bera virð- ingu fyrir dómurum og hugsa um að haga sér prúðmannlega,“ sagði Blatter. Jón Arnór Stefánsson átti sann-kallaðan stórleik með liði sínu, Dynamo St. Pétursborg, þegar það bar sigurorð af úkraínska liðinu Azovmash, 88-77, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í körfubolta í fyrra- kvöld. Jón Arnór skoraði 22 stig og gaf níu stoðsend- ingar og var besti leikmaður Dynamo í leiknum. Hann hitti frábærlega, úr níu af þrettán skotum sínum, og var hjartað í sóknarleik liðsins eftir því sem kem- ur fram á vefsvæði fibaeurope.com. Þróttur Reykjavík varð Íslands-meistari í blaki kvenna í fyrra- kvöld þegar liðið bar sigurorð af KA, 3-1, í öðrum leik liðanna í úrslita- einvígi Íslandsmótsins. Þetta er ann- að árið í röð sem Þróttarastúlkur vinna Íslandsmótið. Þær unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25-17 og 25-20, en KA-stúlkur náðu að vinna þriðju hrinuna, 25-20. Þróttarastúlkur tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna fjórðu hrinuna, 25-18. Stjórn Frjálsíþróttasambands Ís-lands hefur náð samkomulagi við Sigurbjörn Árna Arngrímsson um að hann hafi yfirumsjón með lands- liðsmálum hjá sambandinu en hann mun aukinheldur gegna for- mennsku í Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ. Staða Sigurbjörns Árna er ekki eiginleg landsliðs- þjálfarastaða en honum er ætlað að hafa yfirum- sjón með verkefnum landsliðsins og stýra undirbúningi stærri móta. Hann tekur við af Guðmundi Karlssyni, sem verið hefur landsliðsþjálfari undanfarin ár. Sigurbjörn Árni hefur verið einn fremsti millivegalengdahlaupari landsins undanfarin ár og er með doktorsgráðu í lífeðlisfræði frá Georgíuháskóla í Bandaríkjunum. Fyrsta verkefni hans með landsliðið er Smáþjóðaleikarnir en þeir fara fram í Andorra í lok maí. Keflvíkingar hafa fengið til sínmarkvarðarþjálfarann Stefano Marsella en hann kemur hingað fyrir tilstuðlan Guðjóns Þórðarson- ar, þjálfara Keflvíkinga. Marsella mun ekki flytjast hingað heldur mun hann koma hingað í heim- sóknir, stjórna æfingum og leggja upp æf- ingaáætlanir fyrir markverði Kefla- víkur í karla- og kvennaflokkum eftir því fram kemur á vefsvæði félagsins, keflavik.is. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir aðalþjálfara fyrir 7. fl. drengja. Hjá félaginu er unnið metnaðarfullt starf við þjálfun yngri flokka í samræmi við knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals. Leitað er að þjálfara með menntun KSÍ, I. og II. stig. Nánari upplýsingar veita formaður unglingaráðs knd. í s. 893-7020 eða íþróttafulltrúi Vals í s. 562-3730. Knattspyrnufélagið Valur – Unglingaráð Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods: Mun ekki spila til eilífðar GOLF „Ég mun pottþétt hætta í golfi fyrr en fólk heldur,“ segir Tiger Woods, besti kylfingur heims. Hann segist ákveðinn í að leggja kylfurnar á hilluna um leið og hans besta er ekki nægilega gott. „Ég veit ekki hvenær það verður en ég veit alveg hvenær ég spila vel og hvenær illa. Ef ég geri mitt besta og það dugir ekki til að vera einn af þeim bestu þá sé ég enga ástæðu til að reyna,“ segir Tiger og útilokar þar með að hann verði atvinnumaður til elífðarnóns. Eftir stendur að Tiger er enn staðráðinn í að slá tvö met áður en ferillinn tekur enda. Metin eru 18 sigrar Jack Nicklaus á stórmótum og 82 sigrar Sams Snead á banda- rísku mótaröðinni. Tiger hefur hingað til unnið átta stórmót og 42 almenn mót og vantar því rúm- lega annað eins til að ná markmiði sínu. ■ TIGER WOODS Ætlar ekki að spila til dauðadags.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.