Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 48

Fréttablaðið - 17.03.2005, Page 48
32 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Fyrir einhverjum vikum auglýsti ég eftir ábyrgu fressi í Vestur- bænum. Tilefnið var að læðan mín varð kettlinga- full og ég hafði ekki hugmynd um hver bæri ábyrgð á ástandinu. Auglýsing mín hér á þessum stað bar ekki tilætlaðan árangur. Ekkert fress gaf sig fram. Enginn högni bar næga ábyrgðartilfinn- ingu til að vilja skipta sér af upp- eldi unga sinna. Né heldur að borga meðlag. Auðvitað getur verið að eigandi högnans sem ber ábyrgð á þessu öllu saman hafi einfaldlega ekki lesið Fréttablaðið, né heldur kennt honum að lesa svo ekki gat hann lesið þetta sjálfur. Svo kemur auð- vitað til greina að þetta sé eitthvað útigangsfress, nóg er af þeim í Vesturbænum. Þrátt fyrir að Fréttablaðið dreifist víða, er ekki hægt að gera kröfu um svo mikla útbreiðslu. Nú hef ég önnur meðöl til að finna fressið. Læðan gaut um helg- ina og fimm krúttlegir kettlingar litu dagsins ljós. Eftir að hafa verið neitað um að fá að gjóta í nærfataskúffum heimilisins lét hún sér duga handklæðahrúgu í einu rúminu. Það kom sér mæta vel, þar sem gotið var um miðja nótt. Svo kom í ljós að einhverjir kettlinganna vildu öfugir út og þurfti hin nýbakaða móðir á aðstoð að halda. Tók ég því að mér ljós- móðurstörf í fyrsta sinn á ævinni. Kettlingarnir eru ekki farnir að sjá enn, en við höfum séð þá og það dugar. Þrír kettlinganna líkjast móðurinni mjög og get ég ekkert ályktað um það hver faðirinn sé út frá þeim. En ég var heppin og þeir eru ekki allir eins. Tveir kettling- anna eru nefnilega gráleitir. Því get ég farið í njósnaferðir um hverfið til að athuga hvort ég finni ekki eitthvert grátt fress, sem lík- legt er að sé faðirinn. Einhvers staðar í vesturhluta hundrað og eins flakkar hann um í mesta sak- leysi og veit ekkert um þessi fimm grey sem tilheyra honum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR HELDUR LEITINNI AF ÁBYRGU FRESSI ÁFRAM Kettlingar komnir M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Guð minn góður! Nasahár á miðsnesinu! Það er jú heill frumskógur í nef- inu á henni svo það er ekki nema von að hún hrjóti. Hvernig fjarlægir maður eiginlega nasahár á auð- veldan hátt? Það er pottþétt ekki með töng. Mamma, má ég mála her- bergið mitt? Já...það máttu alveg. Má ég gera það um helgina? Af hverju ekki? Það er bara frábært. Ég get hjálp- að þér að velja litina. Það er bara til eitt litbrigði af svörtum, mamma. Merkilegt hvað lítill hráki getur gert mikið. Önd! Kvak! Kvak! Belja! Muuuuu! Svín! Oink! Oink! Ég held að Hannesi sé illa við dýrahljóð. Vrúúúúúúúúmmmm! Vrúúúúúúúúmmmm! Það fer eftir því hvaða dýr það er.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.