Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 51

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 51
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 35 Úrslitakvöld Músíktilrauna ÍTR fer fram í Austurbæ annað kvöld. Ellefu hljóm- sveitir hafa tryggt sér þátttökurétt í úrslitunum. Úrslitakvöld hinna árlegu Mús- íktilrauna fer fram í Austurbæ annað kvöld. Ellefu hljómsveitir hafa fengið það hlutskipti að bítast um sigur í keppninni en fimm und- anúrslitakvöld voru háð í síðustu viku í Tjarnabíói. Sigursveit Til- raunanna frá því á síðasta ári, Mammút, verður sérstakur gestur á úrslitakvöldinu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi Músíktil- rauna því keppnin, sem hefur ver- ið árlegur viðburður síðan 1982 (ef undanskilið er 1983 þegar keppnin féll niður vegna kennaraverk- falls), hefur reynst mörgum ung- um hljómsveitum öflugur stökk- pallur inn í íslenskt tónlistarlíf. Því til stuðnings nægir að nefna hljómsveitir á borð við Maus, Mín- us og Botnleðju sem allar hafa átt góðu gengi að fagna síðan þær báru sigur úr býtum í Músíktil- raunum. Hljómsveitirnar sem eru komnar áfram eru: Jakobínarína, Hello Norbert, The Dyers, Motyl, Gay Parade, Koda, Mjólk, 6 & Fúnk, We Painted the Walls, Myst- ical Fist, Elysium og Jamie’s Star. Hljómsveitirnar eru flestar í rokkaðri kantinum en þó er boðið upp á ágætis blöndu af tónlistar- stefnum. Þar sem undanúrslita- kvöldin voru öll í jafnari kantinum og munurinn lítill eiga allar hljóm- sveitirnar góða möguleika á að landa sigri í keppninni. Hljómsveitin Jamie’s Star lék eigin útgáfu af bandarísku há- skólarokki og vakti trymbill sveit- arinnar verðskuldaða athygli á undanúrslitakvöldinu. Elysium frá Egilsstöðum þótti einnig með öfl- ugra móti en sveitin lék vel út- færða samsuðu af svartmálms- og harðkjarna-þungarokki. Mystical Fist lék einhvers kon- ar tímaskekkjurokk og hefði tekið sig ágætlega út sem tvífarasveit Mötley Crüe. Glys, hár og gítar- sóló féllu vel í kramið hjá við- stöddum og vann Mystical Fist sér inn þátttökurétt á úrslitakvöldinu. Dúettinn We Painted the Walls braut keppnina skemmtilega upp með rólegheitatónlist og frum- legri textasmíði. Þó að söng- frammistaða tvímenninganna hafi verið vafasöm sá dómnefndin ástæðu til þess að hleypa hljóm- sveitinni áfram, þótti mikið til lag- anna koma. Fönksveitin Mjólk, 6 & Fúnk bryddaði upp á djasskenndri fönk- tónlist. Sveitin var vel spilandi og betur undirbúin en margir af keppinautunum. Sama má segja um hljómsveitina Koda sem stát- aði af vel samanstilltum einstak- lingum. Þrátt fyrir að vera aðeins árs gömul var Gay Parade einbeitt í sínum aðgerðum og komst áfram í úrslitahrinuna. Sömu sögu er að segja af The Dyers en líftími þeirrar sveitar er aðeins tveir mánuðir og verður fróðlegt að sjá framgöngu The Dyers í framtíð- inni. Motyl var einnig gríðarleg vel samanstillt og vakti bassaleikar- inn sérstaka athygli fyrir þétta spilamennsku og öfluga sviðs- framkomu. Jakobínarína var ekki bara mjög vel spilandi sveit heldur með tvö af bestu lögum keppninn- ar. Ekki skemmdi heldur fyrir að bassaleikari sveitarinnar setti skemmtilegan svip á frammistöðu hennar. Hello Norbert vakti mikla at- hygli fyrir skemmtilega lagasmíði og vann sér þátttökurétt í úrslita- kvöldinu. Fjórmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru tæplega 16 ára gamlir og eiga bjarta framtíð fyrir höndum ef marka má vaska framgöngu þeirra í Tjarnarbíói. smari@frettabladid.is Tónlistarveisla í Austurbæ MAMMÚT Sigursveit Músíktilrauna frá því í fyrra. Sveitin verður sérstakur gestur á úrslitakvöldi tilraunanna í ár í Austurbæ. Mercury Rev: The Secret Migration „The Mercury Rev hefur aldrei hljómað svona óáhugaverð og á þessari nýju plötu. Það er eins og liðsmenn hafi verið knúnir áfram af einhverju allt öðru en sköpunargleði við að gera þessa plötu.“ BÖS Kanye West: The College Dropout „Frumraun Kanye West er frábær hiphop-plata. Hér er eitthvað fyrir alla. Plata sem á eftir að standast tímanns tönn.“ BÖS LCD Soundsystem: LCD Soundsystem „Frumraun LCD Soundsystem er um margt áhuga- verð plata. Hún á þó líklegast ekki eftir að standast það hæp sem hún er með frá erlendu pressunni. Sæmilegasta plata, ekki mikið meira en það.“ BÖS Gwen Stefani: Love Angel Music Baby „Fyrsta sólóplata Gwen Stefani veldur vonbrigðum. Það er eins og þessi hæfileikaríka og sjarmerandi stúlka hafi ekki vitað í hvorn fótinn hún átti að stíga, og því hafi hún stólað á aðra til þess að leiða sig áfram. Því miður virðast þeir hafa verið með bundið fyrir augun.“ BÖS Low: The Great Destroyer „Að hlusta á nýju Low plötuna er eins og að fá gamlan vin í heimsókn. Hann er kannski ögn pirraðri en áður, en jafnar sig svo um leið og hann fær tebollann sinn. Mér mun alltaf þykja vænt um Low, sama í hvernig skapi hann er í.“ BÖS Emiliana Torrini: Fisherman's Woman „Þetta er ekta inniplata sem maður hlustar á heima, liggjandi undir teppi með lokuð augun á meðan rigningin dynur á rúðunni. „ FB The Game: The Documentary „Nýjasta undrabarn Dr. Dre gefur út frumraun sína. Sæmilegasta plata og ágætis rappari, en glæparím- urnar virka þreyttar. Sama tuggan, aftur og aftur.“ BÖS Tori Amos: The Beekeeper „Þrátt fyrir að þetta sé áttunda plata Amos virkar hún síður en svo þreytt í sínu fagi. Hún getur enn samið falleg lög sem hreyfa við manni.“ FB Smile á DVD Þeir sem eru varla byrjaðir að trúa því að Brian Wilson hafi virkilega klárað meistaraverk sitt Smile í fyrra eftir að platan hafði verið rúm 30 ár á hillunni ættu að búa sig undir enn önnur góð tíðindi. Nú hefur Brian til- kynnt að 24. maí næst- k o m a n d i ætli hann sér að gefa út tvöfalt DVD-diska- safn sem s k r á s e t u r gerð plöt- unnar frá upphafi til e n d a . Einnig verð- ur að finna á disknum tónleikaupptaka af verkinu frá því í fyrra. Á fyrri disknum verður heimildarmyndin Beautiful Dreamer sem er í fullri lengd. Þar er farið yfir alla söguna um gerð plötunnar, bæði með við- tölum við alla sem komu við sögu, og myndefni frá því að Brian byrjaði upphaflega að vinna plötuna með The Beach Boys. Á seinni disknum eru tónleik- ar sem voru teknir upp í Los Angeles í fyrra. Þeir eru hljóð- blandaðir í 5.1 kerfinu fyrir þá sem kjósa það frekar. Báðir diskar eru svo hlaðnir aukaefni. Þar verður hægt að sjá The Beach Boys flytja nokkur lögin í hljóðverinu, bæði sem hljóm- sveit og einstaklinga.Hörðustu aðdáendur Wilson geta svo séð hann flytja Smile á Hróars- kelduhátíðinni í byrjun júlí. ■ BRIAN WILSON Ætlar að gefa út DVD-disk af meistaraverkinu Smile sem kom út í fyrra eftir að hafa legið þrjátíu ár á hillunni. [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.