Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 52
36 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR
Frábær fyrir fólk á hraðferð
VEITINGASTAÐURINN NINGS
Björn Ingi Hilmarsson leikari er
þessa dagana að leika í Híbýli
vindanna ásamt því að taka þátt í
sýningunni Draumaleikur eftir
Strindberg sem er samvinnuverk-
efni Nemendaleikhússins og Leik-
félags Reykjavíkur. Hann er mikill
matmaður og finnst skemmtilegt
að stússast í eldhúsinu. „Ég er svo-
lítið duglegur að prófa mig áfram í
eldhúsinu. Ætli villibráð sé ekki í
mestu uppáhaldi hjá mér en mér
finnst hrár fiskur líka mjög góð-
ur,“ segir Björn Ingi og nefnir
Klausturbleikju með sojasósu og
vasapi. Björn Ingi lærði að vera
bakari áður en leiklistin heltók
hann. Hann segir mataráhugann
líklega vera sprottinn út frá bak-
araferlinum sem hafi þó ekki stað-
ið sérlega lengi yfir. Það sem spili
þó stærsta hlutverkið sé hvað hon-
um finnist matur góður. Björn Ingi
býr með Hlín Helgu Guðlaugsdótt-
ur og segir hann þau vera mjög
samstiga í eldhúsinu og skipta eld-
hússtörfunum bróðurlega á milli
sín. Uppskriftin sem Björn Ingi
vildi deila með lesendum Frétta-
blaðsins er sannkallaður tilrauna-
réttur sem varð til fyrir nokkrum
árum.
„Vinur minn Peter Engkvist,
leikstjóri frá Svíþjóð, var í heim-
sókn hjá mér og okkur langaði til
að elda góðan mat. Við byrjuðum á
því að fara í fiskbúðina og Peter
vildi ólmur kaupa ljótasta fiskinn í
búðinni sem kom í ljós að var
skötuselur. Því næst skelltum við
okkur í matvörubúðina og keypt-
um alls kyns grænmeti. Þegar
heim var komið byrjuðum við á því
að skera skötuselinn í meðalstóra
bita. Settum matarolíu í skál ásamt
hvítlauk og chilli og blönduðum
því saman. Svo létum við skötusel-
inn marínerast í nokkra klukkku-
tíma,“ segir Björn Ingi. Þegar
skötuselurinn var búinn að marín-
erast skar hann sveppina og púrru-
laukinn í temmilega stóra bita.
Hann byrjaði á því að skera ysta
lag púrrulauksins af og skar það
niður í strimla og steikti á fun-
heitri wok-pönnunni. Þegar þeir
voru orðnir stökkir tók hann þá af
og stráði sjávarsalti yfir. Svo
steikti hann restina af púrrulaukn-
um. Þegar hann var orðinn linur
bætti hann sveppunum út í. Þegar
sveppirnir og púrrulaukurinn voru
tilbúnir tók hann þá af pönnunni og
setti skötuselinn á wok pönnuna og
snöggsteikti. Björn Ingi segir að
það sé ákaflega mikilvægt að
steikja skötuselinn ekki of mikið
svo hann verði ekki seigur. Meðan
skötuselurinn var að steikjast á
pönnunni kryddaði Björn Ingi yfir
með salti og pipar. Síðan var
púrrulauknum og sveppunum bætt
út í og kaffirjóma hellt yfir. Hann
segir jafnframt að það sé gott að
bæta ferskri, niðurskorinni basil-
íku út á. Þegar rétturinn er búinn
að vera smá stund á pönnunni er
hann borinn fram með fersku
salati eftir smekk, til dæmis með
fetaosti og Björn Ingi er einnig
hrifinn af því að hafa heitt brauð
með.
„Þegar búið er að marínera
fiskinn er þessi réttur mjög
fljóteldaður og því mæli ég ein-
dregið með honum. Ekki er verra
að drekka gott Alsace-hvítvín með
en það er ekki nauðsynlegt,“ segir
Björn Ingi Hilmarsson.
400 gr af ferskum skötusel
6-8 hvítlauksrif, skorin niður
Örlítið af ferskum chilli
Smá matarolía
Meðalstór púrrulaukur
Sirka eitt box af ferskum sveppum
Peli af kaffirjóma
Basilíka
Sjávarsalt
-MMJ
Hvaða matar gætir þú síst verið
án?
Kálfakjöts því það er svo yndislega
gott, létt í maga og auðvelt að mat-
reiða það á marga vegu. Það er ekki
ósvipað kjúklingi hvað léttleikann
varðar.
Er einhver matur sem þér finnst
vondur?
Mér finnst íslenskur þorramatur
vondur í heild sinni, það er ekkert
eitt sem er verra en annað því mér
finnst allt jafn vont.
Fyrsta minningin um mat?
Mamma eldaði alltaf voðalega gott
spagettí þegar ég var lítil. Einu sinni
bauð pabbi Ítala í mat án þess að
láta mömmu vita fyrir fram. Þegar
Ítalinn mætti varð mamma alveg
miður sín. Ítalinn var hins vegar al-
sæll með spagettíið hennar mömmu.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Ég hef borðað svo mikið af gourmet-
mat í gegnum tíðina. Ætli máltíðin
sem ég fékk á Óperukjallaranum í
Stokkhólmi sé ekki í flokki yfir bestu
máltíðir. Þar fékk ég dádýrakjöt
sem var alveg hrikalega lekk-
ert, gott og elegant.
Leyndarmál úr eldhús-
skápnum?
Ég geymi leyndarmálin ekki
í eldhússkápunum heldur úti í
glugga. Ferskar kryddjurtir eru lykil-
atriði þegar búin er til góð máltíð og
hvítlaukur er líka ómissandi.
Hvað borðar þú þegar þú þarft að
láta þér líða betur?
Þá borða ég eitthvað létt eins og
kjúkling og salat.
Hvað áttu alltaf í ísskápn-
um?
Ég á alltaf hvítlauk,
grænmeti og
gæsalifrapaté.
Ef þú yrðir föst á
eyðieyju, hvaða rétt myndir þú
taka með þér?
Íslenskt lambalæri.
Hvað er það skrítnasta sem þú
hefur borðað?
Steiktar froskalappir sem ég fékk í
París. Mér fannst þær mjög góðar.
Ferskar kryddjurtir og hvítlaukur ómissandi
MATGÆÐINGURINN SIGRÚN BERGSTEINSDÓTTIR KAUPMAÐUR Í LINSUNNI
Hver og hvar: Nings, Suðurlandsbraut 6.
Hvernig er stemmningin? Það er alltaf
jafn þægilegt og gott að koma við á
Nings, en þetta er svona staður sem fólk
stoppar ekki lengi á. Gestir staðarins eru
mjög fjölbreyttir og á öllum aldursskeið-
um, allt frá unglingum upp í gamalt fólk.
Þar sem staðurinn er miðsvæðis er
mikið um að fólk komi þangað eftir að
það er búið að sprikla í heilsuræktar-
stöðvunum í nágrenninu. Staðurinn er
snyrtilega innréttaður án þess að vera
mjög smart eða framúrstefnulegur. Það
er heldur ekki vegna innréttinganna sem
staðurinn er vinsæll heldur vegna matar-
ins.
Matseðillinn: Matseðillinner fjölbreyttur.
Boðið er upp á sérstakan heilsumatseðil
sem inniheldur mikið af kjúklingi, tófú
og grænmeti. Hinn venjulegi Nings-mat-
seðill er með austurlensku yfirbragði. Þar
er hægt að fá margar tegundir af vorrúll-
um, svínakjöts-, kjúklinga-, lambakjöts-
og nautakjötsréttum. Andstætt við marga
austurlenska staði er Nings algerlega
laus við þriðja kryddið eða MSG eins og
það er kallað. Nings er líka með gott úr-
val af sushi og þar má fá alls kyns salöt
sem handhægt er að taka með sér
heim.
Vinsælast: Réttur dagsins er vinsælastur
á matseðlinum og þá sérstaklega
kjúklingur í drekasósu sem er afar ljúf-
fengur réttur.
Réttur dagsins: Réttir dagsins eru mis-
jafnir frá degi til dags. Í hitaborðinu er
alltaf einn fiskréttur ásamt mismunandi
kjötréttum. Lítill réttur kostar 795 krónur
en stór réttur kostar 1.195 krónur.
Mikið fyrir tilraunamennsku í eldhúsinu:
Bakari á leiksviði
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Kynnum vertarl ínuna fr á OROBLU
Lyf&heilsu Kringlunni fr á kl. 14-18
Lyf&heilsu Austurstr æti fr á kl. 13-17
Egils maltbjór, sem kom í Vínbúðirnar fyrir
skemmstu, er eini íslenski dökki bjórinn á mark-
aðnum. Egils maltbjór er 5,6%, með mikilli fyll-
ingu, mildum biturleika og góðu eftirbragði. Það
sem helst greinir Egils maltbjórinn frá erlendum
dökkum bjórum er áberandi keimur af Egils malti
sem bruggað hefur verið hjá Ölgerðinni síðan
1913. Hér mætast aldagamlar evrópskar hefðir og
séríslensk einkenni í maltbruggun. Bragðið minn-
ir einnig á árstíðabundna páska- og jólamaltbjór-
inn en við bruggun nýja maltbjórsins er sætleik-
anum sem einkennir þá stillt í hóf. Maltbjórinn er
að sjálfsögðu fáanlegur allt árið um kring og fæst
í Vínbúðunum í hálfs lítra dósum.
Verð í Vínbúðum 0,5 l dós á 215 kr.
EGILS MALTBJÓR:
Dökkur íslenskur bjór
BJÖRN INGI HILMARSSON KANN VEL VIÐ SIG Í ELDHÚSINU