Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 14
Júlíus Júlíusson, einn af stofnend- um leigubílastöðvarinnar Hreyf- ils, er 85 ára gamall í dag. Hann stofnaði Hreyfil ásamt öðrum leigubílstjórum árið 1943 og ók þar leigubíl allar götur síðan þar til hann settist í helgan stein fyrir áratug síðan. „Ég held að það hafi verið um tíu leigubílastöðvar í Reykjavík áður en við stofnuðum Hreyfil, allt einhverjar smákompur,“ rifj- ar Júlíus upp. „Flestir leigubíl- stjórarnir gengu í Hreyfil og það breyttist margt. Fyrir það voru allir bílarnir í einni kássu niðri í Kvos og stöðvunum var lokað á miðnætti. Hreyfill var hins vegar með opið allan sólarhringinn.“ Bandarískir hermenn voru helstu viðskiptavinir leigubíl- stjóranna fyrstu starfsár Hreyfils og Júlíus segir að stundum hafi komið til ryskinga á milli þeirra og bílstjóranna. „Það voru engir gjaldmælar á þessum tíma. Það kostaði fimmtán krónur að aka til Hafnarfjarðar frá Reykjavík og innanbæjarakstur kostaði yfir- leitt á bilinu eina til fjórar krónur. Sumir bílstjóranna smurðu meira á gjaldið en góðu hófi gegndi. Það líkaði dátunum auðvitað illa og það gat komið til stympinga milli þeirra og bílstjóranna. En þeir drápu nú engan sem betur fer.“ Á þessum árum ók Júlíus á átta strokka Ford frá árinu 1937. „Það var ágætur bíll fyrir utan brems- urnar, sem voru frekar slappar. Ég slapp þó sem betur fer með skrekkinn. Á þessum tíma var náttúrlega innflutningsbann á bíla og það var erfitt að verða sér úti um vara- hluti.“ Í dag ekur Júlíus um á fjór- hjóladrifnum Subaru sem hann segir vera besta bíl sem hann hafi átt. „Þetta er algjör draumabíll miðað við það sem maður ók um á áður fyrr, maður hreinlega líður áfram.“ ■ 14 20. mars 2005 SUNNUDAGUR HENRIK IBSEN (1828 – 1906) fæddist þennan dag. Slógumst oft við dátana TÍMAMÓT: JÚLÍUS JÚLÍUSSON LEIGUBÍLSTJÓRI 85 ÁRA Í DAG „Það getur verið þægilegt að leita sér skjóls í skýjaborgum. Auk þess eru þær auðreistar.“ Norska leikritaskáldið Henrik Ibsen er talinn einn af upphafsmönnum nútíma leikritaritunar. Meðal þekktustu verka hans eru Brúðuheimilið, Máttarstólpar samfélagsins og Villiöndin. timamot@frettabladid.is JÚLÍUS JÚLÍUSSON Á fimmta áratugnum ók hann bremsulausum Ford en líður um á fjórhjóladrifnum Subaru í dag. Taugagasárás var gerð á lestarstöð í Tókíó þennan dag árið 1995. Tíu manns úr hryðjuverkahópnum Aum Shinrikyo, sem ferðuðust hver með sinni lest- inni, dreifðu öllum að óvörum saríngasi á lestar- stöðinni í Kasumigaseki á háannatíma. Hryðju- verkamennirnir tóku því næst mótefni gegn sar- íngasinu og flúðu af vettvangi á meðan aðrir far- þegar leituðu í ofboði að næstu útgönguleið. Tólf létust og rúmlega fimm þúsund manns voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Flestir náðu að jafna sig að fullu en einhverjir hlutu varanlegan skaða á augum og lungum. Bandarísk rannsóknarnefnd lýsti því seinna yfir að ef gasinu hefði verið sleppt út á annan hátt hefðu tugir þúsunda getað látist. Rannsókn málsins leiddi lögregluna á slóð sértrú- arsafnaðarins Aum Shinrikyo og handtók þar yfir hundrað manns, þar á meðal höfuðpaurs safnaðar- ins, hinn blinda Shoko Asahara. Söfn- uðurinn iðkaði búdd- isma og jóga. Hann hafði verið undir rannsókn lögreglunn- ar árið áður fyrir saríngasárás þar sem sjö manns létust. Á níunda áratugnum stofnaði Asahara söfnuðinn en hann var sjálfmenntaður í búddafræðunum. Hann hét meðlimum safnaðarins að þeir myndu öðlast ofurkraft. Helstu meðlimir safnaðarins voru ungir og óharðnaðir drengir sem höfðu lent upp á kant við lögin. 20. MARS 1995 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1852 „Kofi Tómasar frænda“ eftir Harriet Beecher Stowe kemur út í Bandaríkjunum. 1919 Fossafélagið Títan sækir um sérleyfi til virkjunar allr- ar Þjórsár, en dregur um- sóknirnar síðar til baka. 1939 Þýsk sendinefnd kemur til Reykjavíkur, tæpu hálfu ári áður en síðari heimsstyrj- öldin hófst. Ósk Þjóðverja um flugbækistöð á Íslandi var hafnað. 1980 Verkfall sjómanna á Ísafirði hefst og stendur til 25. apríl. 1982 Fokker-flugvél nauðlendir í Keflavík með 25 innan- borðs eftir að sprenging hafði orðið í vinstri hreyfli eftir flugtak frá Ísafirði. Ekki urðu slys á fólki. Saríngas í lestakerfi Tókýó Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Haraldur Gíslason Gullsmára 10, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landakots laugardaginn 12. mars verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 15. Valgerður Einarsdóttir Gylfi Norðdahl Guðbjörg Haraldsdóttir Thorbjörn Nilson Pálína Ósk Haraldsdóttir Þórarinn Ó. Þórarinsson Helga Haraldsdóttir Kristján Björnsson Sigríður Haraldsdóttir Óskar J. Björnsson Anna María Haraldsdóttir Auður Haraldsdóttir Rúnar B. Sigurðsson afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Helgason áður til heimilis að Hraunteigi 5 í Reykjavík, lést á Vífilsstöðum aðfaranótt fimmtudagsins 17. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna S. Helgadóttir Árni H. Helgason Gylfi Þ. Helgason Pálína Brynjólfsdóttir Jóna H. Helgadóttir Pálmi Þ. Vilbergs barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför Ingveldar Gísladóttur frá Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Afkomendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Þórðarson frá Stóru–Vatnsleysu andaðist á heimili sínu Lækjarhvammi 20 að morgni föstudagsins 17. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Baldursdóttir Sigríður Auðbjörg Jónasdóttir Magnús Arthúrsson Þórunn Margrét Jónasdóttir Óli Vignir Jónsson Sólveig Jóna Jónasdóttir Jón Ingvar Haraldsson Þórður Kristinn Jónasson Hjördís Pálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegrar eig- inkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Soffíu Einarsdóttur Furugrund 54, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Karitasar fyrir um- önnun og vináttu. Björn Helgason Helgi Björnsson Einar Björnsson Alda Ásgeirsdóttir Björn Ragnar Björnsson Gréta Mjöll Bjarnadóttir Soffía Björnsdóttir Herbert Eiríksson Arndís Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Magda Agnethe (Jensen) Vigfússon sem lést 11. mars á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingey- inga, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Bergþóra Guðjónsdóttir Höskuldur Sigurjónsson Helga Sigríður Þórarinsdóttir Ólafur Karlsson og fjölskyldur. AFMÆLI Valgarður Egilsson læknir er 65 ára í dag. Pétur Kr. Hafstein, sagn- fræðinemi og fyrrum hæstaréttardómari, er 56 ára í dag. Gísli Rúnar Jónsson leikari er 52 ára í dag. ANDLÁT Helgi Helgason, Vífilsstöðum, áður Hraunteigi 5, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 17. mars. Jónas Þórðarson, frá Stóru-Vatnsleysu, Lækjarhvammi 20, lést fimmtudaginn 17. mars. Þorgerður E. Sæmundsen, Aðalgötu 2, Blönduósi, lést laugardaginn 12. mars. Útförin hefur farið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.