Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 62
20. mars 2005 SUNNUDAGUR Íslenskir fjölmiðlar hafa ár hvert keppt sín á milli í því að láta fólk hlaupa 1. apríl. Það er eini dagur ársins þar sem fjölmiðlarnir mega og leyfa sér að búa til eina frétt sem er skáldskapur að einu eða öllu leyti. Slíkur skáld- skapur hefur tíðkast um árabil hér á landi og á við um flestalla fjöl- miðla landsins; Fréttablaðið, Morg- unblaðið, DV, fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem og fréttastofur Ríkisútvarpsins og Sjónvarps. Allir hafa fjölmiðlarnir lagt sitt á vogar- skálar grínsins. Platfréttirnar eru misgóðar eins og gefur að skilja enda mis- jafnar hugmyndir sem liggja að baki. Í gegnum árin hafa þó nokkr- ar góðar og eftirminnilegar fréttir litið dagsins ljós. Má þar meðal annars nefna afruglarargleraugu sem fólk átti að geta keypt í versl- unum til að horfa á Stöð 2, rúss- neskan kafbát við Íslandsstrendur og samstarf McDonald’s og Kópa- vogskirkju. Margar af þessum fréttum vöktu mikil viðbrögð, sumar kátínu en aðrar óhug. Nú er fólk farið að bíða í ofvæni eftir platfréttum ársins enda rétt tæpur hálfur mánuður til stefnu. Það upplýsist hins vegar hér með að platfrétt ársins verður sú stærsta í manna minnum enda hafa allir fjölmiðlar og stjórnmálamenn landsins tekið höndum saman um að láta almenning hlaupa og það svo um munar. Þann 1. apríl næst- komandi er nefnilega gert ráð fyrir að nýráðinn fréttastjóri útvarps komi til starfa. Almenningur hefur þegar kokgleypt við fréttinni og er löngu byrjaður að hlaupa. Þann 2. apríl munu fjölmiðlar hins vegar upplýsa að ráðning fréttastjórans hafi verið stærsta aprílgabb sögunnar ásamt öðrum umdeildum ráðningum. Má þar meðal annars nefna ráðningar í Hæstarétt og hjá Umboðsmanni barna. En ef fjölmiðlarnir hafa ekki verið að skálda fréttirnar hlýtur að vera um annars konar grín að ræða. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON LÆTUR EKKI PLATA SIG 1. apríl M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.