Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 64
Við viljum eigna okkur aðeinhverju leyti kiljubylt-inguna sem orðið hefur hér á landi á síðustu árum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri JPV-útgáfu. Á móti segir Kristinn Arnars- son hjá Eddu: „Það er nú ekki eins og þetta sé neitt nýtt. Við höfum verið að gefa út kiljur í meira en fimmtán ár, þótt sumir láti eins og þeir hafi verið að finna upp kilj- una.“ Kiljum hefur fjölgað jafnt og þétt hér á bókamarkaði, sem er mikil breyting frá því áður þegar ekkert kom út nema innbundið í harðspjöld. Mál og menning byrjaði með Ugluklúbbinn sinn fyrir um það bil tveimur áratugum og sendir reglulega frá sér pakka með þremur kiljum til áskrifenda. Frá upphafi hefur Ugluklúbburinn sent frá sér pakka með þremur bókum á um það bil tveggja mán- aða fresti, sex sinnum á ári, en á seinni árum hafa bæst við tveir pakkar yfir árið, einn á vorin og annar fyrir jól. „Við gefum nú orðið út meira en þrjátíu titla á ári í kilju,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, fram- leiðslustjóri Eddu. Sumar þeirra fara nú orðið beint á kiljumarkað- inn án þess að vera sendar til áskrifenda í Ugluklúbbnum. Kiljur á vorin og strax eftir jólin JPV blandaði sér í leikinn fyrir um það bil fjórum árum með því að gefa út bækur í kiljubroti á vorin. Þetta var nýbreytni sem var stíluð inn á sumarlesninguna. Fólk tekur gjarnan bækur með sér í sumarfrí, og þá er handhæg- ara að grípa kilju úr bókabúðinni. Nú er svo komið að kiljur þykja orðið sjálfsagður hlutur á íslenskum bókamarkaði. Vinsæl- ar bækur koma sífellt fyrr út í kiljubroti, og sumar jólabækurn- ar eru jafnvel farnar að koma út í kilju fljótlega eftir áramótin. „Við mátum það svo núna að best væri að gera þetta strax eftir jól. Við gáfum út fjórar kiljur snemma árs, þar af þrjár sem komu út fyrir síðustu jól,“ segir Egill Örn hjá JPV. Hann segir hugsunina á bak við þessa útgáfu vera þá að fyrir jól er fólk í flestum tilvikum að kaupa bækur fyrir aðra en síður fyrir sjálft sig. „Eftir jól veit fólk hins vegar hvað það fékk ekki í pakkann af því sem það langar þó til að lesa og það er sú eftirspurn sem við erum að mæta.“ Ef þessi þróun heldur áfram gæti verið skammt í að æ fleiri bækur komi eingöngu út í kilju- broti, og þá væntanlega bækur sem fólk kaupir fyrst og fremst handa sjálfum sér en síður til gjafa. Danir vilja ekki kiljur Bókaforlagið Bjartur hefur einnig fikrað sig áfram með kilju- útgáfu og hyggst halda því áfram á þessu ári, en þó ekki í stórum stíl að svo stöddu. „Við erum að moka út Englum og djöflum núna,“ segir Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti, sem nú hefur einnig haslað sér völl í Dan- mörku með útgáfufyrirtækinu Ferdinand. „Í Danmörku þýðir ekkert að gefa út kiljur. Þar er engin hefð fyrir því,“ segir Snæbjörn og hon- um þykir þetta svolítið skrítið. „Danir vilja reyndar fyrst fá bækur í stórri kilju með inná- broti, en síðan kemur næsta út- gáfa í hörðu broti en kostar samt minna. Venjulega kiljubrotið selst hins vegar ekkert hjá þeim.“ Þetta er svolítið merkilegt í ljósi þess að hér á landi hófst kiljubyltingin í kjölfar þess að æ fleiri Íslendingar tóku að lesa kilj- ur á erlendum tungumálum. En Danmörk hefur sem sagt ekki tekið þátt í þeim leik nema að litl- um hluta. gudsteinn@frettabladid.is Hans íslenska hátign The Sunday Times kynnti á dögunum nýja ævisögu Jörundar Hundadagakonungs sem líklega til vin- sælda í hinum enskumlæandi heimi. Bókin heitir The English Dane: The Life of Jorgen Jorgenson og er skráð af Sarah Bakewell, vakti athygli með byrjendaverki sínu The Smart þar sem hún fjallaði um verðbréfasvindl á átjándu öld. Hún þykir fylgja þeirri bók vel eftir með þessari sögu af sjómanninum, landkönnuðinum, hvalveiðimanninum og hinum sjálfskipaða konungi yfir Íslandi. Það sem heillar gagnrýnanda The Sunday Times einna mest við flókna persónu Jörundar er kostuleg tilhneiging hans til að skjóta upp kollinum í miðri atburðarás sögulegra atburða sem gerir það að verkum að hann minnir nokkuð á Zelig, hugarfóstur Woody Allen, og einfeldninginn Forrest Gump. BÓKASKÁPURINN 32 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Ennþá ein Stórleikkonan Laureen Bacall, sem er ekki síst fræg fyrir að vera ekkja ekrkitöffarans Humphrey Bog- art, gaf út sjálfsævisögu sína, By Myself, árið 1979. Hún hefur nú endurskoðað verkið og endurútgef- ið undir nafninu By Myself and Then Some en þar hefur hún einig prjónað aftan við eldri ævisögu sína þannig að nú geta lesendur og aðdáendur hennar fylgt henni allt til 80 ára afmælisdags henn- ar. Áhrifaríkustu kaflar bókarinnar eru sem fyrr þeir sem lýsa veikindum Bogarts en hann tærðist upp af lungnakrabbameini sem lagði hann í gröfina árið 1957. Það skiptast því á skin og skúrir í þessu verki, sem er sérlega skemmtileg lesning enda kann Bacall að segja sögur og er með skopskynið í góðu lagi. Hún segist hafa lifað lengi en ekki nógu lengi fyrir sinn smekk og tórir því enn. Bogart myndi áreiðanlega skála fyrir því. „Hún myndi ekki vilja svona mann, hugsaði hún. Maður þyrfti að eyða öllum sínum tíma á snyrtistofu til að líta út eins og hann vildi. Auðvitað hentaði það sumum konum alveg ágætlega.“ - Hin eitursnjalla og ómót- stæðilega Precious Ramotswe á Kvenspæjarastofu númer eitt veit hvað hún vill og fellur ekki fyrir manni í hvítum skóm í bókinni Siðprýði fallegra stúlkna eftir Alex- ander McCall Smith. baekur@frettabladid.is > Si ðp rý ði Bækur í bókaflokknum Úr Bálki hrakfalla, eða A Series of Un- fortunate Events, eftir höfundinn dularfulla Lemony Snicket, hafa undanfarnar vikur setið í efstu sætum metsölulista víða um heim. Á Bookseller-listanum voru bækur úr bókaflokkn- um í 9 af 10 efstu sætunum og þær eru meðal mest seldu barna- og unglingabóka á Amazon.com og Barnes & Noble.com. Bækurnar hafa nú verið þýddar á 32 tungumál og seldar í yfir 27 milljónum eintaka. Bækurnar, sem eru orðnar ellefu talsins, nutu strax mikilla vinsælda en nú virðist sem nokkurs konar Lemony Snicket-æði hafi brostið á og bækurnar eru étnar upp til agna af krökkum á aldrinum 9-14 ára. Auknar vinsæld- ir má eflaust rekja til nýlegrar kvikmyndar sem gerð var eftir fyrstu þremur bókunum og skartar Jim Carrey í aðalhlutverki. Fyrstu þrjár bækurnar, Illa byrjar það, Skriðdýrastofan og Stóri glugginn, eru komnar út í íslenskri þýðingu hjá Máli og menningu og fjórða bókin, Mæðu- lega myllan, er væntanleg í haust. Lemony Snicket-æði geisar > Bók vikunnar ... STATE OF FEAR eftir Michael Crichton Það fer í það minnsta tvennum sögum af ágæti þessarar spennusögu þar sem umhverf- isverndarsinnar leggjast í hryðjuverk vegna þess að gróður- húsaáhrifin láta á sér standa. Egill Helgason segir á heimasíðu sinni á Vísi.is að bókin telji 600 blaðsíður sem séu „óbærilega leiðinlegar aflestrar“ en þar sem hægri- menn eru farnir að nota hana í málflutningi sínum til að grafa undan umhverfisverndarsinn- um hlýtur það að vera þess virði að puðast í gegnum þetta umdeilda verk. Ótrúlegt verð Kr. 45.595 á mann M.v. Hjón með 2 börn á California íbúðahóteli. 20. maí, 5 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Kr. 55.190 á mann M.v. tvíbýli á California Garden m/hálfu fæði 27. maí, 5 dagar (fös-mið). Netverð með 10.000 kr. afslætti. 10.000 kr. afsláttur ef þú bókar strax. Tryggðu þér lægsta verðið. Salou Nú bókar þú beintá netinu á www.ter ranova.is NÝTT – sólarperlan suður af Barcelona Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Bærinn skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari. Ströndin er breið og aðgrunn með fínum gylltum sandi og því tilvalin fyrir barna- fjölskyldur. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum líkur. Salou er sérstaklega skemmtilegur sumarleyfisstaður fyrir fjölskyldur. Löng helgi eða fullvaxið frí 5 dagar – notaleg endurhleðsla í sólinni 12 dagar - fullvaxið frí ... og lengur ef þú vilt Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri Sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Stórar og rúmgóðar íbúðir í boði fyrir barnafjölskyldur E N N E M M / S IA / N M 15 3 62 Kiljubyltingin lifir ÍSLENSKAR KILJUR Tugir íslenskra bóka koma út í kiljubroti á þessu ári. Ekkert lát er greinilega á kiljubylting- unni hér á landi. BÓKAMARKAÐURINN: NÆSTA BYLGJA AF KILJUM SKELLUR Á Í VOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.