Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 2

Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 2
2 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Útför páfa: Pólverjar tóku sér frí PÓLVERJAR Gera má ráð fyrir að meginþorri allra Pólverja á Íslandi hafi tekið sér frí frá störfum í gær til að geta fylgst með sjónvarpsút- sendingum frá útför Jóhannesar Páls páfa annars. Alls búa um 1850 Pólverjar á Íslandi og eru þeir dreifðir um allt land. Á Suðureyri við Súgandafjörð búa um 30 Pólverjar og tóku þeir sér allir frí frá vinnu í gær til að fylgjast með útförinni og syrgja páfa. Ekki komu þeir þó saman í kirkju bæjar- ins eins og fréttir hermdu heldur komu menn saman í heimahúsum þar sem hægt var að ná gervihnatta- útsendingum frá Póllandi. Á Stöðvarfirði kom upp smá- misklíð milli stjórnenda hjá fisk- vinnslu Samherja á staðnum og níu Pólverja sem þar vinna, en Pólverj- unum var í fyrstu meinað um frí til að fylgjast með útför páfa. Ástæðan var sú að starfsemi vinnslunnar myndi að mestu lamast við þetta, enda Pólverjarnir ríflega þriðjung- ur starfsmanna. Málið leystist þó í mesta bróðerni með aðstoð góðra manna og fengu Pólverjarnir að horfa á út- sendinguna frá Róm og sneru aftur til vinnu eftir hádegið. - sþs Íbúðalánasjóður: Ráðherrar ósammála um hlutverk Íbúðalánasjóðs ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR „Þegar menn tala um að Íbúðalánasjóður eigi að ein- beita sér að einhvers konar fé- lagslegum lánum þá finnst mér skorta upplýsingar um hvað menn eiga við með þessu“, segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Þetta eru svör Árna við þeim ummælum Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra á ráðstefnu Sam- bands banka og verðbréfafyrir- tækja. Þar sagði Geir að fram- vindan á íbúðalánamarkaðnum vekti upp spurningar um eðlilega verkaskiptingu milli Íbúðalána- sjóðs og bankanna. Eru þessi ummæli í takt við þá þróun sem bankarnir hafa sagt að væri eðlileg. Telur Geir eðlilegt að hlutur sjóðsins beinist í framtíðinni í meira mæli að félagslegum þátt- um og þeim landshlutum sem markaðurinn sýnir minni áhuga. Árni segist alls ekki útiloka það að hlutverk Íbúðalánasjóðs muni breytast í framtíðinni en telur þessa umræðu ekki tímabæra. „Í mínum huga snýst þetta um eitt lykilatriði og um það mun ég standa vörð, að okkur ber skylda til þess, að fólk hvar sem það er, eigi þess kost að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sem hagkvæm- ast verð, segir Árni Magnússon. - sþs Falsaðar happa- þrennur til lögreglu Fölsun á happaþrennum er ein leið sem óprúttnir reyna til að svíkja út fjár- muni. Þrjár slíkar falsanir voru nýlega kærðar til lögreglunnar í Reykjavík. Mest er um að reynt sé að svíkja út fimm þúsund króna vinninga. LÖGREGLUMÁL Fölsun á happa- þrennum hefur verið kærð til lög- reglunnar í Reykjavík, sem er með málið í rannsókn. Eigandi söluturns sem Frétta- blaðið ræddi við sagði að mörgum sinnum hefði verið reynt að fram- vísa fölsuðum happaþrennum í söluturninum hjá sér. Nýverið hefði það tekist og viðkom- andi fengið greiddar út peninga- upphæðir. Afgreiðslustúlkurnar hefðu nýverið hafið störf og ekki verið nógu vel á varðbergi. „Þetta hefur verið gert með því að upphæð hefur verið tekin af einni happaþrennu og límd á aðra til að fá þrjár samsvarandi tölur og þar með vinning. Það er mikið reynt við fimm þúsund krónurnar.“ Hann sagði að í þeim þremur tilvikum sem starfsfólkið hefði greitt út falsaðar happaþrennur hefði verið um fimm þúsund krón- ur að ræða í hvert sinn. Málið hefði farið til lögreglu, en grunur léki á hver hefði verið að verki. Hann kvaðst hafa sett upp viðvör- unarskilti í söluturninum hjá sér, þar sem starfsfólk væri varað við tilraunum til falsana. „Ég hef verið með happaþrenn- urnar til að styðja málefnið, því það er lítið upp úr þeim að hafa,“ sagði eigandinn, sem kvaðst vera farinn að hugsa sig tvisvar um eftir falsanirnar. Hann sagði þó að Happdrætti HÍ hefði tekið á sig skellinn í þetta sinn þótt sölu- turninn væri ábyrgur. Söluaðilar fengju svo lítið fyrir sinn snúð að það hefði tekið tæpt ár að vinna þetta tap upp ef Happdrættið hefði ekki hlaupið undir bagga. Steinunn Björnsdóttir deildar- stjóri í Happdrætti HÍ staðfesti að fölsunin á happaþrennum hefði verið kærð til lögreglu, en hún sagði það sjaldgæft að fólk reyndi þetta og enn fátíðara að það tækist. „Við erum alltaf að ræða þetta við fólk á sölustöðunum,“ sagði hún,“ þannig að það á að vera vak- andi fyrir þessum hlutum. Við höfum ekki orðið mikið vör við tilraunir af þessu tagi í gegnum tíðina. En fólk reynir þetta.“ jss@frettabladid.is ENDANLEGA SKILIN Alexandra og Jóakim fengu skilnaðarvott- orðið í hendur í gær. Jóakim og Alexandra: Lögskilnað- ur staðfestur DANMÖRK, AP Lögskilnaður Jóakims Danaprins og Al- exöndru prinsessu var í gær staðfestur af konunglegum dómstól. Þar með lauk lögform- lega tíu ára hjónabandi þeirra, en þetta er fyrsti skilnaðurinn í dönsku konungsfjölskyldunni í nærri 160 ár. Sá síðasti átti sér stað árið 1846, er Friðrik sjöundi skildi við prinsessuna Karolínu Charlottu Marianne af Mecklenburg-Strelitz. Hjónin skildu að borði og sæng í október en minnst hálft ár þurfti að líða áður en lög- skilnaðurinn gat tekið gildi. Þau deila forræði yfir sonunum tveimur, Nikolai og Felix. ■Davíð Oddsson: Í veikinda- leyfi STJÓRNMÁL Davíð Oddsson lagðist inn á sjúkrahús í gær til eftirmeð- ferðar vegna þeirra sjúkdóma sem voru meðhöndlaðir síðastlið- ið sumar og haust. Hann verður nokkra daga á sjúkrahúsi og mun svo hvílast á heimili sínu. Hann er væntanlegur aftur til starfa eftir níu til tíu daga. ■ SPURNING DAGSINS Maggi, er kílóborgarinn næstur? Já, um leið og það tekst að baka nógu stórt hamborgarabrauð. Magnús Garðarsson veitingamaður, betur þekkt- ur sem Maggi mangó, býður upp á hálfs kílós hamborgara í Mangógrilli í Grafarvoginum, en slíkur borgari inniheldur meira en ráðlagðan dag- skammt hitaeininga fyrir venjulegt fólk. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra eru ekki sammála um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L PÁFI SYRGÐUR Pólverjar um allan heim syrgja fyrsta pólska páfann, þar á meðal þessi sem var við sálumessu í Kraká. FALSANIR Nokkuð hefur verið um að reynt sé að falsa happaþrennur til að svíkja út peninga. Falsar- arnir hafa þó ekki reynt við stórar upphæðir svo vitað sé. Markús Örn Antonsson: Hafnaði samningi RÍKISÚTVARPIÐ Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisút- varpið. Þegar Auðun Georg sagði sig frá starfi fréttastjóra frétta- stofu Útvarpsins hafði hann ekki undirritað ráðningarsamning. Að höfðu samráði við Kristján Þorbergsson, lögmann Ríkisút- varpsins, ákvað Markús Örn að hafna beiðninni. Eyvindur G. Gunnarsson, lög- maður Auðuns Georgs segir að farið hafi verið fram á viðræður um starfslok. Í sínum huga sé það klárt að Auðun eigi rétt á bótum og uppsagnarfresti í vinnuréttu- legum skilningi, en úr því þetta varð niðurstaðan ætli Auðun að láta þetta gott heita. - ss AUÐUN GEORG ÓLAFSSON Formaður Landssam- bands kúabænda: Skilyrðing vaxta KÚABÆNDUR Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda, telur koma til greina að setja skilyrði um að vextir á lánum kúabænda hjá Lánasjóði landbúnað- arins verði ekki hækkaðir upp fyrir ákveðið mark fyrstu árin eftir sölu skuldabréfanna og að skuldararnir geti fært skuldabréfin annað ef þeir telja vextina ekki nógu hagstæða. Fyrirsjáanlegt er að Lánasjóður landbúnaðarins verði lagður niður og kröfur hans á hendur bændum verði seldar. Fyrirhuguð niðurlagn- ing var til umræðu á þingi búnaðar- bænda á Selfossi. - ghs ■ UTANRÍKISÞJÓNUSTA TRÚNAÐARBRÉF AFHENT Tómas Ingi Olrich sendiherra afhenti í gær Dr. Jorge Fernando Branco de Sampaio, forseta Portúgal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í París. Í fréttatilkynningu kemur fram að Tómas Ingi hafi átt fund með Portúgalforseta að afhendingu lokinni og hafi þeir rætt góð samskipti ríkjanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.