Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 6

Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 6
6 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Langri sögu girðingar á Sjónarhóli að ljúka: Miltisbrandur girtur af HEILBRIGÐISMÁL Verið er að leggja síðustu hönd á miltisbrands- girðinguna á Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd. Þar með er búið að girða af svæðið sem hrossin, er drápust úr miltisbrandi í lok síð- asta árs, gengu á. Saga þessarar girðingar er orð- in löng og ströng. Upphaflega átti að reisa hana fyrir jól, samkvæmt stjórnsýsluskipun landbúnaðar- ráðuneytisins, sem lagði til efni og mannafla. Landeigendur voru óánægðir með fyrirhugaða legu hennar og leituðu til lögfræðinga. Miklar og langvarandi umræður fóru fram á milli þeirra og Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis sem hafði málið á sínum höndum. Vegna þessa varð að stöðva vinnu við girðinguna hvað eftir annað. Að síðustu þraut þolinmæðina í land- búnaðarráðuneytinu, þegar samn- ingaleiðin þótti fullreynd, og það- an kom tilskipun um að nú skyldi girt. Verktakar gengu þá í verkið og sér nú loksins fyrir endann á því, tæpum þremur mánuðum eftir að því átti að vera lokið. - jss Sveitarstjórnarkosningar á Grænlandi: Sviptingar á hægri vængnum GRÆNLAND Í sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram fóru á Græn- landi í vikunni breyttist skipting atkvæða milli vinstri- og hægri- flokka sáralítið, en miklar svipt- ingar urðu á hægri vængnum. Demókratarnir, borgaralegur flokkur sem bauð fram í fyrsta sinn, hlaut 13 prósent atkvæða, en fylgið tók hann að mestu frá öðrum flokkum á hægri vængn- um. Atassut, sem lengi hefur ver- ið stærsti borgaralegi flokkurinn á Grænlandi, fékk alls um 19 pró- sent atkvæða, en það er 5 prósent- um minna en í síðustu kosningum. Frambjóðendabandalagið (Kandi- datforbundet) missti helming fylgis síns, svo það fór úr 8 pró- sentum í fjögur. Frá þessu er greint á fréttavef grænlenska útvarpsins, KNR. Demókratarnir fengu sex menn kjörna í bæjarstjórn Nuuk og er þar nú næststærsti flokkur- inn. Á vinstri vængnum urðu ekki miklar breytingar. Jafnaðar- mannaflokkurinn Siumut hélt stöðu sinni sem stærsti flokkur- inn, með alls um 41 prósent at- kvæða. Það er 3,5 prósentum minna en síðast. Inuit Atagatigiit fékk 23 prósent atkvæða, sem þýðir 2,3 prósentustiga fylgistap. - aa Tugþúsundir skammta bóluefnis þarf til forvarna Ríkisstjórnin tekur fljótlega ákvörðun um hversu miklar lyfjabirgðir verða keyptar til forvarna og meðferðar við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu eða fuglaflensunnar. Búast má við að varabirgðir verði auknar svo að dugi fyrir allt að 30 prósent Íslendinga. HEIMSFARALDUR Ríkisstjórnin tekur síðar í mánuðinum ákvörðun um hversu miklar lyfjabirgðir verða keyptar til landsins til forvarna og meðferðar við væntanlegum heimsfaraldri inflúensu eða fuglaflensunnar. Búast má við að varabirgðir verði auknar veru- lega, jafnvel svo að dugi fyrir allt að 25-30 prósent Íslendinga en nú eru til um tíu þúsund skammtar. Norðmenn og Finnar hafa tekið ákvörðun um að vera með lyfja- birgðahald fyrir 25-30 prósent þjóðarinnar en Danir og Svíar hafa ekki enn tekið endanlega af- stöðu. Bretar hafa ákveðið að vera með lyfjabirgðir fyrir 30 prósent þjóðarinnar. Ef Íslendingar ákveða að taka svipaða stefnu þá er ljóst að fjölga þarf lyfja- skömmtunum úr tíu þúsund upp í allt að 100 þúsund. „Menn ætla að auka viðbúnað- arstigið,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Ég get ekki sagt hér og nú hvernig því verður hátt- að því að það er ekki búið að ákveða það en það er verið að hugsa mikið um það þessa dag- ana.“ Keyptir voru sjö þúsund með- ferðarskammtar í varabirgðahald Íslendinga í fyrra. Fyrir voru þrjú þúsund meðferðarskammtar til taks þannig að heilbrigðisyfirvöld eiga nú skammta fyrir tíu þúsund manns. Þetta hrekkur þó skammt ef faraldur breiðist út. „Það hefur verið inni í mynd- inni að auka þetta magn. Við erum einkum með hugann við sjálfan heimsfaraldur inflúensu sem get- ur komið hvenær sem er og með hvaða hætti sem er. Við getum líka átt von á fuglaflensu og þá þarf að verja þá sem starfa í kjúklingabúunum og lóga og farga kjúklingunum“ segir Har- aldur. Sóttvarnalæknir mun leggja fyrir tillögu um lyfjakaupin fyrir heilbrigðisráðherra sem síðan mun fá umsögn sóttvarnaráðs. Ríkisstjórnin tekur endanlega ákvörðun um magn og fjármögn- un. Haraldur segir matsatriði hvað menn telji brýnt að hafa miklar birgðir. Hann kveðst ekki geta gefið upp hver kostnaðurinn verði. En þetta sé ekki ódýrt. ghs@frettabladid.is Reykjavíkurhöfn: Tónlistarhús undirbúið FRAMKVÆMDIR Verið er að byggja nýjan hafnarbakka við Sunda- höfn. Vignir Albertsson, skipulags- fulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, segir að lokið sé við byggingu fyrsta áfanga hafnarbakka við frystihús Granda: „Síðan er verið að gera landfyllingu á bak við fyrstihúsið til stækkunar á athafnarsvæði Granda.“ Vignir segir unnið eftir skipulagi: „Gert er ráð fyrir að í samræmi við byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar í austurhöfninni þurfi að flytja fisklöndun og annað slíkt í vest- urhöfnina.“ - gag Á Auðun Georg að fá starfs- lokasamning? ? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlarðu að fylgjast með brúð- kaupi Karls Bretaprins og Kamillu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 72,17% 27,83% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LANDFYLLING VIÐ SUNDAHÖFN Verið er að byggja aðstöðu fyrir Granda til að landa við frystihúsið. Fiskmarkaður- inn flytur einnig úr austurhöfninni á vesturhöfnina. SÓL Portúgal 8.000 kr. aukaafsláttur á mann. 38.190 kr. * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 45 39 04 /2 00 4 31. maí, 21. júní, 18. júlí og 15. ágúst á Brisa Sol eða Club Albufeira. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherb. á Club Albufeira í 7 nætur 31. maí Takmarkað framboð bókaðu stra x *Innifalið: Flug gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Bókaðu á netinu, það borgar sig. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér frábær tilboð til Krítar, Costa del Sol eða Mallorca á www.urvalutsyn.is Verð frá: BÓLUSETT VIÐ FLENSU Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að lyfjabirgðir til forvarna og meðferðar við hugsanleg- um heimsfaraldri verði líklega auknar en ekki hefur verið ákveðið hversu mikið það verður. Ferðaþjónustan: Minni áhugi á Íslandi FERÐAMÁL Samtök ferðaþjónust- unnar lýstu á aðalfundi áhyggj- um af því að tregðu væri farið að gæta í eftirspurn eftir ferð- um til Íslands. Var talað um að hátt gengi krónunnar drægi úr áhuga erlendra ferðamanna til að ferðast til landsins. Jafnfram var bent á að þrátt fyrir að rúmlega 362 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á síðasta ári, 13 pró- sentum fleiri en árinu á undan, hafi gjaldeyristekjurnar aðeins vaxið um fimm prósent. Samtökin lýstu yfir vonbrigð- um sínum með að á sama tíma og gengi krónunnar drægi úr eftirpurn eftir ferðum til Ís- lands skuli draga úr opinberum framlögum til markaðsmála í ferðaþjónustu. - gag FRÁ NUUK Nýi Demókrataflokkurinn fékk sex menn kjörna í bæjarstjórn höfuðstaðar Grænlands. LÖGREGLUFRÉTTIR BIFREIÐ Á GARÐVEGG Sendiferðabíll hafnaði á garðvegg í mikilli hálku laust fyrir sjö í gærmorgun á Sauðárkróki. Ökumaður var einn í bílnum og varð ekki meint af. Eignartjónið er hins vegar mikið og varð dráttarbíll að fjarlægja sendiferðabílinn burt af staðnum. Ökumaðurinn hæfði ljósastaur áður en hann endaði á garðveggn- um. Litlu munaði að hann lenti á öðrum bíl. MILTISBRANDSGIRÐING Verktakar voru að leggja síðustu hönd á vinnuna við miltisbrandsgirðinguna á Sjón- arhóli á Vatnsleysuströnd þegar þessi mynd var tekin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.