Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.04.2005, Qupperneq 18
Ingibjörg ekki einn af samherjum Össurar Þó svo að keppinautarnir og svilfólkið, Ingibjörg Sólrún og Össur, leggi sig í líma við að láta líta sem svo að kosningabarátta þeirra sé háð í mikilli sátt og samlyndi þarf ekki að rýna mjög grannt í spilin til þess að sjá að baráttan er ekki öll jafn slétt og felld og þau vilja vera að láta. Ekki þarf annað en að opna heimasíðu Össurar. Þar er sérstakur dálkur með á annan tug hlekkja yfir í heimasíður „samherja“ Össurar, eins og hann nefnir þá sjálfur – en nota bene – hin nýopnaða heimasíða Ingibjargar Sólrúnar er ekki þar á meðal. Hver lak Símanum? Sjálfstæðismenn eru síður en svo ánægðir með það hve þeir litu illa út í skúbbi Agn- esar Bragadóttur um samkomulag stjórnar- flokkanna um hvernig hátta skyldi sölu- ferlinu á Símanum sem birtist í Morgun- blaðinu. Sjálfstæðismenn segja sjálfir að í fréttinni hafi litið svo út að þeir væru að láta undan kröfum Framsóknarflokksins um söluna enda kom þar fram að sjálfstæð- ismenn væru „ósáttir“ við sam- komulag flokksformannanna og töldu það vera „ótrúlegt klúður“. Sjálfstæðismenn segja að í frétt- inni sé látið líta svo út að lekinn hafi komið frá Sjálfstæðisflokknum. Það sé fjarri sannleikanum – þeir hefðu einfaldlega aldrei gert þau mistök að láta sjálfa sig líta illa út. Þeir fullyrða að samstarfsflokkurinn hafi lekið upplýsingum í blaðamanninn – einmitt til þess að senda út þau skila- boð að þeir væru með yfirhöndina í ríkisstjórnar- samstarfinu. 18 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Menntamálaráðherra tekur hatt sinn ofan fyrir nefndarmönnum fyrir að ná sátt í jafnerfiðu máli og eignarhaldi á fjölmiðl- um. Hún treystir þeim hins vegar ekki til að takast á um málefni Ríkisútvarpsins. Um það gegni öðru máli. FJÖLMIÐLANEFND Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntmálaráð- herra segir tillögur fjölmiðla- nefndarinnar skynsamlegar og horfa til framtíðar. „Þær tryggja fyrst og fremst val neytenda á fjölbreyttri fjölmiðlun. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum nefnd- armönnum að hafa lagt þetta mikið á sig til að ná þessari sátt. Það er eitt að ná sátt og annað að ná málamiðlun. Þetta er mála- miðlun sem er mjög skynsam- leg,“ segir Þorgerður. Hún segir að með skýrslu nefndarinnar hafi verið viður- kennt að sérstakar reglur eigi að gilda um fjölmiðla. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir hún. Aðspurð segir hún að með nið- urstöðunum séu fulltrúar ríkis- stjórnarinnar síður en svo að við- urkenna mistök síðasta árs. „Það er alltaf hollt fyrir alla að læra af reynslunni. Ég held að það hafi verið allir flokkar sem hafi verið með mjög digrar yfirlýsingar, hvort sem þeir voru á hægri eða vinstri kantinum. Sumir sögðu að það ætti aldrei að setja takmark á eignarhald á fyrirtækjum á meðan aðrir voru með hug- myndir um markaðsráðandi fyr- irtæki,“ segir Þorgerður. Spurð hvort nú ekki sé lag, í ljósi þess að nefndin náði sögu- legum sáttum um tillögur að fjöl- miðlalögum, að nýta vinnukraft nefndarinnar áfram og freista þess að ná pólitískri sátt um end- urskipulagningu Ríkisútvarpsins segir hún það auðvitað freist- andi. „En ef ég verð að segja alveg eins og er þá gegnir öðru máli um Ríkisútvarpið og hefur alltaf gert. Ríkisútvarpið gegnir mjög sérstöku hlutverki í ís- lensku samfélagi og ég held að menn geti fundið mismunandi skoðanir gagnvart RÚV innan hvers einasta flokks. Ég er ekki farin að sjá neina flokkspólitíska samstöðu um hvaða leið er best fyrir RÚV. Við erum kannski öll sammála um þau meginmarkmið sem koma fram í skýrslunni um það að styðja við menningarhlut- verk Ríkisútvarpsins, efla inn- lenda dagskrárgerð, passa upp á dreifinguna,“ segir Þorgerður. En bætir því við að hverfandi lík- ur séu á því að flokkarnir næðu saman um hvaða leiðir væru best til þess fallnar til þess að ná þeim markmiðum. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í nefndinni lögðu fram bókun með fjölmiðlaskýrslunni þar sem menntamálaráðherra er gagn- rýnd fyrir að fela nefndinni ekki það hlutverk að fjalla um mál- efni Ríkisútvarpsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kolbrún Hall- dórsdóttir og Magnús Þór Haf- steinsson segjast öll sannfærð um að nefndinni hefði einnig tek- ist að komast að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð RÚV. Þorgerður Katrín hefur hins vegar enga trú á því. „Bara bók- unin ein og sér sýnir að það hefði verið mjög erfitt að ná samstöðu um Ríkisútvarpið. Ég veit að nefndarmenn hafa þurft að miðla mjög málum, bara vegna texta sem tengdur er RÚV í skýrslunni,“ segir Þorgerður. Spurð hvers vegna ekki sé hægt að gera kröfur á það að pólitísk sátt náist um Ríkisút- varpið segist hún telja að póli- tísk sátt geti náðst um það frum- varp sem hún hafi þegar lagt fram. „Ég treysti því að frum- varpið komi til með að styrkja og efla hlutverk RÚV innan þess fjölmiðlamarkaðs sem það gegnir í dag,“ segir Þorgerður. Þegar hún er spurð hvers vegna sé þá ekki meiri sátt um frumvarpið en virðist vera, mið- að við gagnrýni stjórnarand- stöðuflokkanna, svarar hún: „Eigum við ekki að bíða og sjá hvernig þetta verður?“ sda@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Öðru máli gegnir um RÚV nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Hafi þingmönnum tekist að tala virðingu alþingis niður meðal þjóðarinnar er ekki nokkur vafi á því, að starfsmenn RÚV hafa lagt sig alla fram um að gera slíkt hið sama um eigin stofnun undanfarna daga og vikur.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni 2. apríl. „Til hamingju með afmælið ef þú lest þetta félagi Steinunn!“ Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, á heimasíðu sinni 7. apríl. Það er merkilegt hve viðhorf stjórnmálamanna til skoðanakann- ana geta breyst eftir vindum. Nú eru til að mynda tvö mál í um- ræðunni þar sem skoðanakannanir hafa verið gerðar til að mæla viðhorf almennings til tiltekinna mála. Annað er sala Símans og hitt er álver á Norðurlandi. Svipuð útkoma var úr báðum könnunum – helmingur aðspurðra var fylgjandi og hinn á móti. Þó svo að niðurstöður sem þessar bjóði upp á að þrætt sé um það hvort glasið sé háffullt eða hálftómt er enn athyglisverðara að skoða hvernig stjórnmálamennirnir sjálfir kjósa að túlka þessar kannanir. Í umræðunni um sölu Símans á Alþingi síðastliðinn mánudag gagnrýndu þingmenn Framsóknarmanna harkalega málflutning Vinstri grænna, sem héldu því fram að samkvæmt skoðanakönnunum væri hálf þjóðin andsnúin því að selja Símann. Þar kom fram að niðurstöður í skoðanakönnunum væru nú fremur haldlaus rök fyrir því hvort framkvæma ætti fyrirætlanir stjórnvalda eða ekki. Sami flokkur – Framsóknarflokkurinn – beitti hins vegar niðurstöðum í skoðanakönnun um álver á Norðurlandi sem meginrökum í málflutningi sínum á fundum víðs vegar um Norðurland á dögunum. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra lagði höfuðáherslu á að samkvæmt skoðanakönnun- um væri meirihlutavilji íbúa landshlutans fyrir því að reisa það álver. Það hlýtur að vera ný stefna – að Framsóknarflokkurinn lúti vilja þjóðar- innar sem fram kemur í skoðanakönnunum. Ekki fór ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks að vilja þjóðarinnar í fjölmiðlamálinu svokallaða. Ekki heldur var farið að vilja þjóðarinnar varðandi Kárahnjúkavirkjun. Fleira mætti eflaust tína til. Svo ekki sé talað um viðbrögð stjórnmálamanna við niðurstöðum í skoð- anakönnunum um þá sjálfa og ósjaldan birtast í fjölmiðlum. Ef útkoman er þeim í óhag hika stjórnmálamenn ekki við að gagnrýna þetta mælitæki skoðana og finna því jafnvel allt til foráttu. Annað hljóð er þó í strokknum ef útkoman er góð. Það mætti gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir gerðu upp hug sinn til skoðanakannana. Annað hvort viðurkenna þeir þær sem nothæft mælitæki – eða ekki. Og verða þá að haga sér í samræmi við það. Í anda þeirra nýyrðasmíða sem viðhafðar eru á hinu háa Alþingi mætti því ef til vill nefna Framsóknarflokkinn skoðanakannanahentistefnuflokk – eða hvað? Skoðanakannanahentistefnuflokkur VIKA Í PÓLITÍK SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR VIÐ KYNNINGU FJÖLMIÐLASKÝRSLU Menntamálaráðherra segir að þótt fjölmiðlanefndinni hafi tekist hið nær ómögulega, að ná sátt um tillögur að lagasetningu um fjölmiðla, gildi öðru máli um Ríkisútvarpið. Hverf- andi líkur séu á því að flokkarnir geti náð sátt um stefnu til framtíðar fyrir stofnunina. FJÖLMIÐLANEFNDIN Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í fjöl- miðlanefndinni lét færa í skýrlu nefndarinnar bókun með athuga- semdum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að fela nefndinni ekki að fjalla um mál- efni Ríkisútvarpsins. „Við erum þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að ná sátt um samræmda heildarsýn fyrir ís- lenska fjölmiðla sem taki bæði til Ríkiútvarspins og einkarekinna fjölmiðla. Slíkt er einungis mögu- legt ef vinnan við lagasetningu um Ríkisútvarpið fer fram sam- hliða vinnunni við hina almennu löggjöf. Sjálfstætt almannaútvarp stuðlar að pólitískri og menning- arlegri fjölbreytni og er forsenda þess að fjölmiðlar geti gegnt að- haldshlutverki og verið útverðir lýðræðis í samfélaginu. Það er mat okkar að eigi að nást víðtæk sátt í samfélaginu um almenna rammalöggjöf um fjölmiðla, eignarhald og starfsumhverfi verði að tryggja faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði Ríkisút- varpsins gagnvart stjórnvöldum og varðveita það traust sem ríkir til stofnunarinnar og eigenda hennar, það er þjóðarinnar. Nú hefur það gerst að fram er komið stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið, um það leyti sem fjölmiðlanefndin er að ljúka störfum, án þess að nefndinni hafi nokkurn tíma verið gerð grein fyri því hvers mætti vænta í slíku frumvarpi. Frumvarpið vekur upp margar spurningar um raunveruleg markmið ríkis- stjórnarinnar.“ ■ Stjórnarandstaðan í fjölmiðlanefnd: Vildu fá að fjalla um málefni RíkisútvarpsinsHAFNARFJÖRÐUR [ AUKABLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU FIMMTUDAGINN 14. APRÍL ] Auglýsendur snúi sér til Ámunda Ámundasonar sölufulltrúa í símum 515-7580 / 821-7514 amundi@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.