Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 9. apríl, 99. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.17 13.29 20.44 AKUREYRI 7.54 13.23 18.54 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Jón Stefánsson organleikari segir lífstíl sinn kalla á stóran torfærubíl sem kemur honum auðveldlega hvert á land sem er. „Ég ek um á Nissan Double Cab sem hentar mér afskaplega vel þar sem ég er í hestum og veiðiskap,“ segir Jón Stefánsson, organ- leikari í Langholtskirkju. Hann segist ekki vera neinn sérstakur jeppakarl en hafi gerst einn slíkur af stakri nauðsyn. „Minn lífstíll kallar á svona bíl,“ segir Jón og telur upp helstu kosti bílsins. „Mér þykir mjög gott að vera með aðskilið geymslupláss á pallinum, þannig að það berst til dæmis engin lykt inn í sjálfan bílinn. Og svo bilar hann nánast aldrei og eyðir heldur ekki miklu, „ segir Jón og telur það ótvíræðan kost. „Hann kemur manni þangað sem förinni er heitið, hvort sem er í veiðiskap eða eitt- hvað annað,“ segir Jón. Hann segist aldrei hafa lent í ógöngum sem hann hafi ekki geta klórað sig út úr sjálfur. „Ég hef aldrei þurft að láta sækja mig, hef alltaf bjargað mér úr þeim vand- ræðum sem ég hef lent í,“ segir Jón og kannski það sé vegna þess að hann segist ekki vera neinn torfærukarl og tekur því enga óþarfa áhættu. Bílinn hefur hann átt lengi og gekk hann í gegnum númerbreytingar á sínum tíma. „Ég fékk númerið LK 211 og las Séra Kristján Valur Ingason strax úr því ritninguna Lúkas 2:11. Yður er í dag frelsari fæddur,“ segir Jón og hlær. En bíllinn er honum sannarlega kær og segir Jón hann vera draumabílinn. „Ef ég þyrfti að endurnýja myndi ég sennilega fá mér eins bíl,“ segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Lífsstíllinn kallar á jeppa bilar@frettabladid.is Bílaframleiðandinn General Motors tilkynnti á fimmtudag að hann myndi hætta að auglýsa í blaðinu Los Angeles Times. Fyrir- tækið hefur áhyggjur af villum og misskilningi í greinum blaðsins. Talsmaður blaðsins, David Garcia, mun fara yfir greinarnar sem General Motors, stærsti bíla- framleiðandi í heimi, er óánægður með. Talsmaður General Motors tók ekki fram hvaða greinar voru vitlausar. Ítalski bílaframleiðandinn Fiat ætlar að fjárfesta fyrir rúmlega 380 milljón evra í Brasilíu frá þessu ári til ársins 2007 – til að auka hlutdeild sína á suður-am- eríska bílamarkaðinum. Verk- smiðjur Fiat í Brasilíu eru stað- settar í Minas Gerais en þar verða bílar framleiddir með nýrri tækni. Brasilía er annar stærsti markaðurinn fyrir Fiat á eftir Ítalíu og fyrirtæk- ið selur meira þar en General Motors og Volkswagen. Forbes hefur gefið út lista yfir stærstu fyrirtæki heims. Toyota Motor í Japan er í 10. sæti, DaimlerChrysler í Þýska- landi er í 33. sæti, Mitsubishi í Tokyo er í 52. sæti og Honda Motor í Japan í því 55. svo dæmi séu tekin. Listann er á for- bes.com. Jón Stefánsson organleikari segist aka um á draumabílnum sínum alsæll. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Stafrófið er ekkert svo flókið! Ef maður lærir einn staf á dag þá er maður enga stund að ná því! Nýr Passat reynsluekinn BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.