Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 33
5LAUGARDAGUR 9. apríl 2005
Síðasti stóri bílaframleiðandi
Bretlands, MG Rover, hrundi
síðasta fimmtudag þegar
framleiðandinn gat ekki
tryggt samning við kínversk-
an meðeiganda.
Þessi hundrað ára bílaframleiðandi
er nú í skiptameðferð sem er eitt
form gjaldþrots, þar sem þriðji að-
ili, sem skipaður er af dómstólum,
stjórnar fyrirtækinu, eins og Pat-
ricia Hewitt, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra Bretlands, greindi frá á
blaðamannafundi á fimmtudaginn.
„MG Rover hefur tilkynnt að
stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að
kalla inn skiptastjóra. Þetta er
hrikalegt áfall fyrir alla sem tengj-
ast fyrirtækinu – starfsmenn og
fjölskyldur þeirra, birgja fyrirtæk-
isins og samfélagið í heild,“ sagði
Hewitt á fundinum.
Til skiptameðferðar kom þegar
ljóst varð að bílafyrirtæki í Shang-
hæ í Kína, SAIC, vildi ekki fjárfesta
í fyrirtækinu. „Ríkisstjórnin gat
ekki lánað MG Rover hundrað
milljónir punda því samningar tók-
ust ekki við SAIC,“ sagði Hewitt.
MG Rover þurfti að stöðva
framleiðslu á fimmtudaginn því
birgjar stöðvuðu sendingar sínar til
fyrirtæksins, því þeir óttuðust að fá
ekkert borgað. Hrun framleiðand-
ans gæti haft áhrif á atvinnu sex
þúsund starfsmanna og þúsundir
fleiri birgjastarfa, sem skapar
væntanlega pólitískan höfuðverk
fyrir bresku ríkisstjórnina dagana
fyrir kosningarnar 5. maí.
MG Rover var stofnað árið 1905
og selt til BMW í Þýskalandi um
1990 áður en það var keypt aftur til
Bretlands af Phoenix Venture Hold-
ings fyrir fjórum árum.
lilja@frettabladid.is
Rover-veldið rústir einar
Patricia Hewitt brúnaþung á blaðamannafundi sem haldinn var á fimmtudag þar sem
hún tilkynnti um örlög MG Rover.