Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 48

Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 48
32 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Í pottþéttu sambandi við náttúruna Annað efni: » 16 síðna sérblað um tísku » Íslenskir skuldafíklar » Persónuleikapróf og stjörnuspá » Öflugasta sjónvarpsdagskrá landsins Birta er komin út! Einkaviðtal við Svövu Johansen MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 27 92 0 0 4/ 20 05 Kristbjörg Kristmundsdóttirgeislar af heilbrigði ogþokka. Hún er jógakennari að mennt en síðustu 20 ár hafa blómadropar skipað stórt pláss í hjarta hennar. Í dag býr hún til og framleiðir íslenska blómadropa, sem eru að sögn sérfræðinga, bestu blómadropar í heimi. Þeir hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tínd- ar fjarri mannabyggð og allri um- ferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Á sumrin dvelur Kristbjörg aðallega uppi um fjöll og firnindi með tjald, prímus og bakpoka að vopni þar sem hún nýtur þess að tína jurtir og njóta samvista við náttúruna. Fyrir þrem árum kom út blóm- dropasettið Vitund 1. Það inniheld- ur níu flöskur af blómadropum sem losa m.a. um ótta, kvíða, óör- yggi og aðra spennu. Einnig geta þeir stutt við þá þroskaleið sem hver og einn er á. „Það er hægt að umbreyta veikleikum í persónunni með blómadropum og til þess er Vit- und 1 eiginlega hönnuð. Makinda- löngun er t.d. eitt sem fer illa með okkur ásamt eigingirni, með- virkni og fíkn. Allt þetta tilheyrir persónunni og hinu veraldlega lífi á jörðinni. Vitund 1 hjálpar til við að losa um áföll og spennu sem situr í líkama og tilfinningum. Þeir gefa orkuna sem þarf til að koma eðlilegu flæði á aftur og hjálpa fólki að finna jafnvægi, sátt og frið. Þegar við byrjum að taka inn blómadropana hefst ákveðin umbreyting sem styður þroskaferli okkar og við verðum mun meðvitaðri um okkur og líð- an okkar,“ segir Kristbjörg og bætir við að ekki sé ósennilegt að það vakni spurningar hjá fólki þegar það byrjar að taka blóma- dropana eins og hver er tilgangur- inn með lífi mínu og á hvaða grunni byggi ég líf mitt. „Gleðin og umbreytingin hefst þegar við byrjum að taka inn blómadropa. Svörin við lífsgátunni liggja hið innra en til að finna þau þurfum við oft að greiða úr kaos tilfinn- inga og hugsana til að heyra svör- in. Það er svo merkilegt að lífið skaffar svo alltaf þær aðstæður sem þarf til að vaxa og blómstra.“ Himnasending Kristbjörg var rúmlega tvítug þegar hún kynntist blómadropun- um. Á þeim tímapunkti voru erfið- leikar í lífi hennar. Hún var ung bóndakona með tvö lítil börn og undir miklu vinnuálagi. „Þegar við fluttum í sveitina vantaði nán- ast allt. Þar voru ekki girðingar, nánast engin tún, húsið lak og var óíbúðarhæft og útihús nánast ónothæf. Það þurfti að gera ALLT. Ég var orðin mjög þreytt og eigin- lega þunglynd af vinnuálagi þegar systir mín benti mér á að leita til konu sem vissi allt um blóma- dropa,“ segir hún og rifjar upp hvernig henni leið meðan blóma- dropakonan, Helga Mogensen, var að blanda dropa handa henni. „Ég hugsaði með mér að hún væri ekki með öllum mjalla að halda að þetta „sull“ myndi hjálpa mér. Um leið og ég var búin að taka inn fyrstu blómadropana fann ég strax hvað þetta gerði mér gott. Ég hélt því áfram að taka drop- ana. Þetta var að vori til en um sumarið kom Helga til mín í sveit- ina ásamt Lindu Konráðsdóttur og við lögðumst yfir blómadropapæl- ingar. Ég var staðráðin í að læra að búa þá til því á þessum tíma var ekki hlaupið að því að flytja inn blómadropa. Þeir voru bann- aðir með lögum, því ríkið hafði einkaleyfi á að flytja inn áfengi, það var of mikið áfengi í þeim til að hægt væri að flytja þá inn,“ segir Kristbjörg og brosir út í annað. Þetta sumar byrjuðu þær stöllur að búa til blómadropa úr lerki og álmi sem þær fundu á Hallormsstað. „Þessir dropar voru svo magnaðir og við vorum ekki lengi að finna út úr því að þeir voru miklu betri en þeir bresku sem stelpurnar höfðu ver- ið að nota.“ Þetta gerði það að verkum að Kristbjörg og vinkon- ur hennar fóru að prófa sig áfram. „Ég endaði þó alltaf á því að búa til mest af dropunum því Helga og Linda stoppuðu kannski bara í viku í sveitinni hjá mér. Stundum kom það fyrir að það rigndi allan tímann og þá var ekkert hægt að tína. Svo þarf að tína hverja jurt á réttum tíma líka.“ Síðan fjaraði samstarf þeirra út en Kristbjörg hélt áfram að þróa dropana. Unnið með æðri huga Um þessar mundir er Kristbjörg að undirbúa sölu nýrra blóma- dropa, bæði úr einstökum jurtum og Vitund 2. Í þeim er unnið með æðri huga, tilfinningar og sálar- tenginguna til eflingar á sálarljós- inu. Þá opnast fyrir óhindrað flæði frá sálinni ofan í eða í gegn- um persónuna og sálarljósið nær að skína skært í gegnum okkur. „Það er svo merkilegt við dropana að ég hef verið leidd áfram með þá. Þegar ég tíni jurtirnar næ ég svo góðu sambandi við þær að við nánast tölum saman. Ég nota skynjunina og finn út hvað hver jurt gerir. Yfirleitt er ég með blað og penna með mér þegar ég tíni jurtir og skrifa þessar upplýsing- ar niður. Í dag á ég fullt af upplýs- ingum um íslenskar jurtir sem ég hef safnað saman. Landið okkar er svo lifandi og því miður er það bara brotabrot af þjóðinni sem tengist því og sér það. Um leið og ég fer út í náttúruna fer allt að klikka inn,“ segir Kristbjörg sem er sannfærð um að hún hafi átt að feta þessa braut. „Mér var gefið það að vera í sambandi við náttúruna. Ég á að vinna með þetta, en ég er bara ný- búin að samþykkja það. Nú er ég búin að átta mig á því að blóma- droparnir eiga að fara út í heim, því íslensk náttúra er kraftmeiri en allt annað,“ segir hún. Aðspurð um það hvort fólk sé almennt að taka þessum pælingum vel segir hún svo vera og fólk sé mun opn- ara núna en fyrir 20 árum. „Í dag er mun auðveldara að útskýra blómadropana fyrir fólki, en það er kannski líka vegna þess að ég skil þá betur sjálf,“ segir hún og hlær. En betur má ef duga skal og draumur Kristbjargar er að kynna blómadropana betur með skrifum í eitthvert vel valið blað. Boðskapurinn er einnig fljótur að berast út á námskeiðum hennar sem hún heldur bæði fyrir „venju- legt“ fólk og fyrir þá sem vilja nota blómadropa í þerapíum sín- um. Hún er t.d. að hefja blóma- dropaþerapistanám næstu helgi. Í dag standa yfir viðræður um að flytja blómadropana út til Banda- ríkjanna og til Evrópu. Blóma- dropaævintýrið er því bara rétt að byrja. ■ KRISTBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR Jógakennari og blómadropakona. Lesa má nánar um dropana á heimasíðu Kristbjargar www.kristbjorg.is. Kristbjörg Kristmundsdóttir komst í kynni við blómadropa fyrir 20 árum. Hún fann strax hvað þeir gerðu mikið kraftaverk og var staðráðin í að læra að búa þá til. Í dag er hún með blómadropaframleiðslu í Vesturbæ Reykjavíkur en innan tíðar munu droparnir hennar koma á markað erlendis. Marta María Jón- asdóttir hitti hana í góðu tómi í vikunni. Pólski prófessorinn Marek Kostrzewski hafði mikil áhrif á mig og afstöðu mína til leikara og textahöfunda. Mar- ek er mikill mentor og kynnti mig fyrir öðrum áhrifa- valdi, leikskáldinu Strindberg. Hann leikstýrði okkur krökkunum í Nemendaleikhúsinu á sínum tíma, þar sem við sýndum gríska harmleiki í fjóra tíma í ellefu stiga kulda í Héðinshúsinu. Gamlar konur sem sátu undir þessum harmleikjum á general-prufunni urðu svo veikar að sitja í köldu og óeinangruðu húsinu að þær dóu skömmu seinna. Við kynntumst því snemma að leiklistin kostar fórnir. Seinna varð ég samkennari Mareks í leiklistarskólanum í Málmey. Hann er menntaður kvikmyndagerðarmaður úr sama skóla og Roman Polanski, Krzysztof Kieslowski, Þrándur Thoroddsen og Árni Páll Jóhannsson. Var póli- tískur flóttamaður áður en páfinn bjargaði Pólverjum. Hann er svolítið brjálaður maður. Eitt sinn vildi hann sanna fyrir okkur að einræða væri mannskepnunni eðli- leg hegðun. Til að sanna það fékk hann lánað úr meðan hann sendi eigandann út úr herberginu. Þá henti hann úrinu út um glugga á sjöttu hæð og kallaði því næst eigandann aftur inn til að leita úrsins í herberginu. Eftir tuttugu mínútna leit var sá far- inn að tala við sjálfan sig í bull- andi einræðu, eða þegar heilinn skildi ekki veruleikann. Þetta lýsir Marek vel. Hann gerir aðstæður einfaldar og tekur burt alla dulúð, kryfur hluti og vinnur þannig að maður skilur og skilur í sundur. Maður sat undir Habsborgarmenningu hjá Marek og fann vel djúsinn sem bjó á bak við. Hann hefur óskaplega auðmjúka afstöðu í samskiptum en maður skilur fljótt virði hans og stöðu sem vex án þess að hann geri nokkuð til þess. Í bréfi til dóttur sinnar sagði hann tvær tegundir fólks í heiminum: neytendur og framleiðendur. Bað hana af fremsta megni að vera framleiðandi, gefandi en ekki bara þiggjandi. Sú áskorun höfðar til mín og Marek lifir í henni sjálfur, er ekki bara orðin tóm. Hann er í raun Tolstoj-fígúra. Yfir honum er lítill Kristur. thordis@frettabladid.is ÁHRIFAVALDUR Í LÍFI MÍNU BENEDIKT ERLINGSSON LEIKSTJÓRI OG LEIKARI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Yfir prófessornum er lítill Kristur PRÓFESSORINN MAREK KOSTRZEWSKI Hefur lag á að afhjúpa leyndardóma og skýra afstöðu hlutanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.