Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 58

Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 58
T roma Entertainment erkynlegur kvistur í banda-rískri kvikmyndaflóru en fyrirtækið hefur í þrjátíu ár fram- leitt ódýrar þjóðfélagsádeilur stútfullar af nekt, kynlífi og hryll- ingi. Félagarnir Micael Herz og Lloyd Kaufman stofnuðu kvik- myndaverið á síðari hluta sjöunda áratugarins með það að markmiði að koma á heimsfriði í gegnum appelsínuhúð. The Toxic Avenger er eitt frægasta sköpunarverk Troma en hann er óhefðbundin ofurhetja sem verður til þegar nördið Melvin dettur í potta fullan af eit- urefnaúrgangi og snýr vörn í sókn og berst gegn glæpum og eineltis- púkum. „Það var miklu meira sjálf- stæði í kvikmyndagerð fyrir þrjátíu árum en nú,“ segir þessi galsafengi spaugari sem minnir svolítið á George W. Bush í góðu skapi í gallabuxunum sínum með skræpótta bindið. Að öðru leyti eiga þessir landar fátt sameigin- legt enda er Kaufman frekar vinstrisinnaður og enn hálfgerð- ur hippi. „Troma er á svörtum listum í Bandaríkjunum og á í vök að verjast í Bandaríkjunum. Hér áður fyrr voru lög sem hindruðu hringamyndanir í viðskiptalíf- inu en þau eru öll horfin. Það voru einnig til lög sem ýttu undir sjálfstæða listsköpun en þau eru líka gufuð upp. Það sem eftir stendur eru risavaxnar, djöfladýrkandi samsteypur eins og Sony og Fox. Þær eiga kvik- myndahúsin, myndbandaleig- urnar og sjónvarpsstöðvarnar og stjórna markaðnum úti um allan heim. Þær eru jafnvel voldugri en Jóhannes Páll páfi annar eða þriðji eða hvað sem hann heitir,“ segir Kaufman sem er kominn í ham og myndast við að hengja sig í hálsbindinu sínu fyrir ljósmyndarann. „Ítök stór- fyrirtækjanna eru slík að al- menningur í Bandaríkjunum sér ekki óháðar myndir nema þær sleppi einhvern veginn fram hjá samsteypunum.“ Kaufman er þó síður en svo á þeim buxunum að leggja árar í bát og á enn margt eftir ósagt í myndum sínum. „Við erum eins og herpes. Við hverfum aldrei.“ Ætlaði að bjarga heiminum En upp úr hverju spratt Troma? Þið hljótið að hafa risið upp eins og pönkarar í andófi gegn tíðarandan- um? „Ég elska bíómyndir. Það er ekkert flóknara en það. Ég gerði þau mistök að fara í Yale háskólann sem er sá besti í Bandaríkjunum. Ég ætlaði að verða kennari eða fé- lagsráðgjafi. Þetta var sjöundi ára- tugurinn og ég ætlaði að bæta heiminn. Ég fékk svo bíóbrjálæð- ing fyrir herbergisfélaga á heima- vistinni. Herbergið var lítið og rúmin okkar lágu þétt saman þannig að á næturnar andaði ég Goddard táfýlunni af fótunum á honum að mér og Troma varð til. Hann lét mig horfa á allar þessar frábæru myndir eftir John Ford, Renoir, Fritz Lang, Andy Warhol og Leni Riefenstahl og ég smitaðist.“ Kaufman segir að það hafi enginn kært sig um að sýna Toxic Avenger þegar hún var tilbúin þar sem fólk áttaði sig ekki á því að um satíru væri að ræða. Satíran er okkar fag og við erum alltaf að fást við félagsleg ágreiningsefni. Við byrjuðum á því að blanda saman gríni og kynlífi í nokkrum myndum en það tíðkaðist ekki þá. Við gerðum það og það gekk vel þannig að Hollywodd hermdi eftir okkur með Animal House, Porky’s og fleiru í þeim dúr. Þeir brutu bara reglurnar með því að nota góða leikara og góð handrit. Við ákváðum því að hætta þessu og leita nýrra viðfangs- efna.“ Og þá kom hryllingurinn og Toxic Avenger. „Við lásum í Hollywood Reporter eða ein- hverju álíka blaði að hryllings- myndin væri ekki gjaldgeng lengur og sögðum við sjálfa okkur: „A-ha!, ef þetta er satt þá förum við út í hrylling,“ einfald- lega vegna þess að okkur hafði gengið vel að fara gegn sérfræði- áliti. Ég get talað endalaust um Toxic Avenger; þetta er mjög flókið og djúpt verkefni en líka mjög skemmtilegt og sló í gegn.“ Getum búið til sprengjur en skiljum ekki einfalda hluti Þú vilt sem sagt ná til fjöldans, vera séður. En ekki falla fjöld- anum í geð? „Frumkvöðlaverk okkar hafa að einhverju leyti runnið saman við það sem er al- mennt samþykkt en við megum aldrei fylgja straumnum. Við erum á svörtum listum og úti- lokaðir frá markaðnum. Þetta er efnahagsleg útilokun og þó að við höfum aldrei verið vinsælli og frægari höfum við aldrei átt jafn erfitt uppdráttar. Okkur er ekki hleypt á myndbandaleigur eða í bíó. Fyrir fimm árum fengust myndirnar okkar sýndar í banda- rísku sjónvarpi en ekki lengur. Við erum í sjónvarpi í Frakk- landi, á Ítalíu, í Bretlandi og Japan en ekki í Bandaríkjunum. Það verður samt alltaf pláss fyrir Troma vegna þess að við trúum á það sem við erum að gera og tök- umst á við samtímann. Í Ameríku erum við enn að deila um fóstur- eyðingar og hvort kona megi hafa stjórn yfir líkama sínum eða ekki og hvort samkynhneigðir eigi að fá að giftast. Við erum flinkir að búa til sprengjur en getum ekki skilið að konur eigi að fá að ráða yfir líkama sínum.“ ■ 42 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR Í dag, eftir þrjátíu og fjögur löng ár, í sundur og saman, fá hjörtu Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles loks að sameinast. Í samanburði við íburðarmikið brúðkaup breska krónprinsins þegar hann gekk að eiga fóstruna Díönu Spencer árið 1981, þegar 750 milljónir manna af heims- byggðinni fylgdust með og 3500 manns voru meðal brúðkaups- gesta, verður brúðkaup Karls og Camillu með látlausasta sniði. Frá því brúðkaupið var til- kynnt í byrjun febrúar hefur gengið á ýmsu við undirbúning. Elísabet Englandsdrottning til- kynnti að hún ætlaði ekki að vera viðstödd borgarlega hjónavígslu sonar síns og í vikunni smyglaði blaðamaður gervisprengju inn á landareign Windsor-kastala, þar sem brúðhjónin munu gleðjast í dag. Á fyrirhugaðan brúðkaups- daginn í gær varð óvænt jarðar- för Jóhannesar Páls páfa á dag- skrá, svo þau Karl og Camilla þurftu að fresta giftingardegi sínum um einn dag, en samt lendir brúðkaupið milli tveggja jarðarfara þar sem Rainer fursti af Mónakó verður jarðsettur í næstu viku. Hraklegur undirbúningur hefur þó síður en svo dregið úr einlægum ásetningi ástarfugl- anna að eigast. Bæði þurfa að játa syndir sínar og misgjörðir í hjóna- vígslunni, enda bæði lífsreyndar manneskjur; miðaldra, fráskildir foreldrar sem verið hafa í leyni- legu ástarsambandi áratugum saman. Þeir Vilhjálmur prins og Tom Parker Bowles, sonur Camillu, verða hjúskaparvottar. Breta- drottning mun vera viðstödd at- höfn þar sem hjónaband Karls og Camillu fær kirkjulega blessun í kapellu Windsor kastala, og alls er 800 gestum boðið til veislu í kastalanum að athöfn lokinni. Gestalistinn er stjörnum prýddur þótt hann þyki litlaus miðað við brúðkaup Karls og Díönu heit- innar. Meðal gesta verða með- limir úr konungsfjölskyldum Noregs, Grikklands, Hollands, Sádi-Arabíu, Júgóslavíu og Bahrain, ásamt Tony Blair for- sætisráherra Bretlands og leið- togum breskra stjórnmálaflokka. Þá streymdu stjörnur á sviði leik- listar, bókmennta og fjölmiðla til Windsor í gær. Meðal annarra leikararnir Joan Rivers, Kenneth Branagh, Richard E. Grant, Rowan Atkinson og Stephen Fry, sjónvarpsmaðurinn Sir David Frost og rithöfundurinn Jonathan Dimbleby, sem skrifaði æviminn- ingar Karls árið 1994, þar sem prinsinn viðurkenndi samband sitt við Camillu. Fábrotnum gestum er einnig boðið til veisl- unnar; Barböru Fell, eiganda upp- áhaldskráar Karls prins, og þeim Joe og Hazel Relph, eigendum gistihússins Yew Tree Farm, þar sem Karli hefur líkað að gista við hin ýmsu tilefni. ■ Andaði að sér Goddard táfýlunni Kvikmyndagerðarmaðurinn sérlundaði Lloyd Kaufman stofnaði Troma kvikmyndaverið fyrir 30 árum. Hann er staddur á landinu í tilefni af IIFF 2005 kvikmyndahátíðinni sem sýnir sex mynda hans. Kaufman verður viðstaddur sýningar helg- arinnar og mun svara spurningum bíógesta. Þórarinn Þórarinson hitti Kaufman að máli og komst að því að hann er engum líkur. LLOYD KAUFMAN Toxic Avenger er suðupottur allra kvikmyndagreina. Ég held að framlag Troma til kvikmyndanna sé þessi blöndun. Þú sérð alveg hvað það er við Troma sem til dæmis Quentin Tarantino og Peter Jackson finnst skemmtilegt. Þeir hafa tekið þetta upp sjálfir. Sjáðu bara til dæmis Kill Bill hjá Tarantino. Hann er á svipuðu og róli og við til að mynda hvað aflimanir varðar. Brúðkaup nýrrar aldar. Forboðin hjörtu fá loks að eigast TURTILDÚFUR FÁ GUÐLEGA BLESSUN Í dag er hamingjudagur í lífi Karls Breta- prins og Camillu Parker Bowles þegar þau loksins fá að eigast eftir áratugalangt ástar- samband. TROMA MYNDIR Á IIFF 2005 Citizen Toxie – The Toxic Avenger IV Terror Firmer Tromeo&Juliet Cannibal! The Musical The Toxic Avenger FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.