Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 60
Það getur verið æði
hjákátlegt að taka
út vor- og sum-
artískuna þegar úti
snjóar og landinn er
kominn aftur í dún-
úlpur og föðurland.
Það má þó alltaf
reyna að fá sumar-
stemmningu í hjart-
að með því að skella
á sig bleikum vara-
lit og dusta vel af
sólarpúðri yfir andlitið. Það er ekki ýkja langt síð-
an það var mál málanna að vera í hermannalegum
fötum. Sú tíska náði hámarki fyrir tveimur árum
eða á sama tíma og Íraksstríðið braust út. Óheppi-
leg tilviljun segja sumir en tískudrósir heimsins
létu það ekki stoppa sig og hermannabuxurnar
náðu hámarki um mitt sumar. Nú er aftur farið að
bera á fatnaði í hermannastíl. Tískuspekúlantar
passa sig á að gera ekki sömu mistökin tvisvar og
nú heitir hermannatískan „safarí“. Það er mjög
auðvelt að sjá fyrir sér súkkulaðibrúna Íslendinga
á sólarströnd keyrandi um í opnum slyddujeppum
þegar orðið „safarí“ er nefnt en það er önnur
saga. Við „safaríjakkana“ er smart að vera í
víðum, hnésíðum pilsum og kúrekastíg-
vélin poppa upp á heildarútlitið. Breið,
fléttuð leðurbelti eiga líka heima með
„safarífötunum“. Ferskjulitaður og
ljós túrkísblár eru fallegir með þess-
um hermannagræna lit
og líka með ljósum
jökkum. Nú er málið
að draga fram gömlu
hermannabuxurnar
eða jakkana og
poppa það upp
með sumarlitun-
um í ár. Munið
bara að nota orð-
ið „safarí“ í stað
hermanna.
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Kjólapanik
Vikan var undirlögð af árshátíðarpælingum, því nú í kvöld verður árshátíð
Fréttablaðsins haldin. Hingað til hef ég gert stólpagrín að svona samkomum.
Fundist massa plebbalegt að fara í hár og förðun. Ég skil heldur ekki þessar
massívu áhyggjur yfir því hverju á að klæðast. Konur spá í hverju hinar eru
klæddar yfir fordrykknum en yfirlett eru þær fljótar að gleyma því þegar vín-
andi fer að mælast í blóðinu. Í liðinni viku datt ég hinsvegar í plebbagírinn.
Því miður. Ég varð alveg ráðþrota um það, í hverju ég ætti að vera þetta
blessaða kvöld. Eftir að hafa þrætt allar verslanir á stór Reykja-
víkursvæðinu án árangurs fylltist ég vonleysi. Það var lítið
úrval af kjólum en þeir kjólar sem ég rakst á voru annað-
hvort of stuttir, af síðir, of þröngir, of litlausir, of væmnir, of
kerlingalegir, of gelgjulegir, of pönkaralegir, of hversdagslegir,
of sparilegir, of fegurðardrottningalegir, of viðskiptalegir eða of
ljótir. Það kom mér á óvart hvað var í raun dapurt kjólaúrval
miðað við hvað fæst mikið af öllu á Íslandi. Mér fannst mest
bera á gellulegum kjólum sem voru ýmist opnir niður að
rassaskoru eða með klaufum upp að mjaðmabeini og varð
hissa því ég hélt að tími þeirra væri löngu liðinn. Fyrst þeir
fást ennþá í búðunum hlýtur að vera markaður fyrir þá.
Efnisvalið var líka í daprari kantinum, 100% gerviefni sem
fær hárin til að rísa. Má ég frekar biðja um silki, kasmír og
gimsteina. Ég fór líka að spá af hverju konur væru oft
svona yfirdrifnar þegar kemur að árshátíðum? Þarf að
eyða svona miklum peningum til að hafa gaman? Svarið
er líklega í þá átt af hverju ekki? Konur hljóta að mega
vera eins og þær vilja án þess að þær séu rakkaðar nið-
ur. Svo er það bara í eðli konunnar, sem vill vera falleg
og geislandi, þótt það kosti nokkra þúsundkalla. Þegar
ég hugsaði þetta árshátíðarmál til enda náði ég góðri
lendingu. Ég verð bara í sama kjólnum og í fyrra.
Hann er ágætur og gerir engum mein. Ég bind vonir
við að hann muni ekki hamla gleðinni. Ef þetta klikkar
verð ég bara kosin verst klædda kona fyrirtækisins,
það verður bara að hafa það. Ég mun allavega taka
því mannalega og með reisn.
44 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR
Veiðitímabilið er hafið
Birgitta er ávallt með mörg járn í eldin-
um. Hún leikur í Ávaxtakörfunni um
helgar og tók sig vel út sem gesta-
stjórnandi í þætti Strákanna á Stöð 2
í vikunni. Birgitta stefnir á að fara til
New York í maí og er aldrei að
vita nema hún missi sig í búðun-
um þar.
>>>
Fylgist þú vel með tísk-
unni? Ekki reglulega en ég
hef rosa gaman af því að
kíkja í búðir.
Uppáhaldshönnuðir? Ég
á mér enga uppáhalds
fatahönnuði en D&G og
Chanel eru í uppáhaldi
þegar kemur að sólgler-
augum.
Fallegustu litirnir? Ég er
mikið fyrir jarðliti og gyllta
liti.
Hverju ertu mest svag fyrir?
Ætli ég verði ekki að segja
gallabuxum. Ég hef ákaflega
gaman af því að fá mér nýjar
buxur og svo er ég einstaklega
veik fyrir jökkum.
Hvaða flík keyptir þú þér síð-
ast? Brúnan hlýrabol með háls-
máli sem þarfnast ekki háls-
mens við þar sem hann er eig-
inlega með áföstu hálsmeni. Ég
keypti toppinn í Kiss. Á dögun-
um fékk ég glænýja Henson
peysu sem er nýkomin á
markað. Hún er brún að lit
og mjög falleg.
Hvað finnst þér mest
sjarmerandi í vor-og
sumartískunni?
Peach liturinn er mikið
að koma og aðrir fal-
legir pastellitir sem að
eiga eftir að vera fal-
legir í sólinni í sumar.
Hvað ætlar þú að
kaupa þér fyrir vorið?
Úff, ég veit það ekki alveg. Sennilega
fallega skó og kannski pils. Ég bind
vonir við að sumarið verði hlýtt.
Uppáhaldsverslun? Ég versla
mikið af bolum og skarti í Kiss í
Kringlunni og er sú verslun í
miklu uppáhaldi hjá mér. Ég
er mest hrifin af gallabuxum
frá Diesel og Gas sem fást í
Galleri Sautján og Blend.
Hvað eyðir þú miklum
peningum í föt á mán-
uði? Það er rosalega mis-
jafnt. Stundum eyði ég
engu og stundum allt of
miklu. Það fer alveg eftir
fjárhagnum. Ætli ég versli
ekki mest á sumrin, þá er
svo gaman að kaupa skó,
þunna boli og eitthvað
sumarlegt.
Hvaða flíkur gætir þú
ekki verið án?
Það er engin flík mér
það mikilvæg sem betur
fer og mér finnst að
fólk eigi ekki að taka
ástfóstri við dauða hluti
eins og föt.
Uppáhaldsflík? Ég fór til
London fyrir stuttu og
keypti mér loðjakka sem ég
er mjög ánægð með. Ég
fékk leðurjakka í jólagjöf frá
mömmu og pabba sem mér
finnst æðislegur.
Hvert myndir þú fara í versl-
unarferð? Það var mjög gam-
an að versla í London enda er
borgin mjög heillandi. Ég væri
alveg til í að fara þangað aftur
að versla.
Ljótasta flík sem þú hefur
keypt þér? Flíkurnar mínar eru
allar börn síns tíma og eigin-
lega ekki hægt að dæma þær
svona eftir á. Þegar ég versla
mér eitthvað er ég alltaf
ánægð með hlutina á
þeim tímapunkti.
„SAFARÍJAKKAR“,
Zara Smáralind.
HIPPALEGIR pæjuskór, Zara
í Smáralind.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
O
FL
Bind vonir við hlýtt sumar
> SÖNGKONAN BIRGITTA HAUKDAL ER SÉRLEGA HRIFIN AF
GYLLTUM TÓNUM Í BLAND VIÐ JARÐLITI.
ÆVINTÝRALEGUR
árshátíðarkjóll frá
Spaksmannsspjörum
PILS í hermannastíl.
Zara í Smáralind.
HERMANNAKJÓLL úr Karen Millen.
KÚREKASTÍGVÉL, GS skór.
FLÉTTUBELTI OG SKÓR,
Kultur Kringlunni.
SAFARÍTÍSKA frá Prada.