Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 63

Fréttablaðið - 09.04.2005, Side 63
LAUGARDAGUR 9. apríl 2005 47 GUÐRÚN OG FÉLAGAR Þau opna sýn- ingu í Kling og Bang í dag. Opnun í Kling og Bang Listamennirnir Guðrún Benónýsdóttir, Lars Laumann and Benjamin Alexander Huseby opna í dag sýningu í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Sýningin er sú fyrsta í röð sýninga unn- inna út frá samstarfsverkefni Guðrúnar og Lars er ber heitið „Atlantic Inclusions“, þar sem unnið er með inn- setningar, skúlptúra, ljósmyndir, video og fundna hluti. Þótt listamennirnir þrír hafi ólíkan bak- grunn og vinni í hina ýmsu miðla sam- einast þeir engu að síður í nálgun sinni og aðferðum. Á opnuninni á laugardaginn mun sænski tónlistarmaðurinn Dan Persson, öðru nafni Chisel, flytja tónlist. Chisel er einn af höfuðpaurum Death-Metal sen- unnar á Norðurlöndunum. Sýningin stendur til 1.maí og er Kling & Bang gallerí opið fimmtudaga til sunnu- daga klukkan 14-18. EYJÓLFUR TENÓR Syngur með KaSa- hópnum lög eftir Schubert. Schubert í Salnum Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur á tón- leikum með KaSa-hópnum í Salnum í dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 og verða helgaðir meistaraverkum eftir Franz Schubert. Úrval sönglaga tónskáldsins verða flutt, meðal annars hið vel þekkta lag Silung- urinn. Einnig verða flutt tvö sjaldheyrð tríó Schuberts, Notturno í Es dúr óp. 148 / D. 897 fyrir fiðlu, selló og píanó og Strengjatríó í B dúr D. 581 fyrir fiðlu, víólu og selló. KaSa hópinn skipa að þessu sinni Sif M. Tulinius, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.