Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 6
6 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ: Allir stríða við sama vanda VINNUMARKAÐURINN Öll lönd Norð- ur-Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða á vinnu- markaði og Ísland hvað varðar flæði á ódýru erlendu vinnuafli framhjá lögum og reglum. Sumar þjóðirnar hafa gefist upp við að stemma stigu við þessu, til dæm- is Belgar. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins. Á Norðurlöndunum og í Þýska- landi er hávær umræða um vinnu- afl frá nýjum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins sem streymir inn á vinnumarkaði og kröfur eru um að stjórnvöld setji skýrar reglur og reyni að stemma stigu við undirboð- um, ólöglegu vinnuafli og auknu at- vinnuleysi. Halldór nefnir dæmi um landamærahéruð Þýskalands og Austurríkis og nýju aðildarríkj- anna. Þar eykst stöðugt að starfs- mönnum á innlendum vinnumark- aði er sagt upp, fyrirtækið jafnvel flutt til annars lands og fengið fólk frá nýju aðildarríkjum ESB sem kemur yfir landamærin til starfa á morgnana og fer til baka á kvöldin. Atvinnuleysi og flæði á vinnuafli milli landa fylgir þjóðernishyggja og útlendingahatur. - ghs EGILSSTAÐIR Þingfesting var í máli tveggja Letta, GT verktaka og forsvarsmanns fyrirtækisins í Héraðsdómi Austurlands í gær. Málinu gegn verktakanum var frestað meðan verjandi aflar gagna eða til 20. apríl. Aðalmeð- ferð í málinu gegn Lettunum mun eiga sér stað 4. maí. Óskað var eftir framlengingu á farbanni á hendur Lettunum og var það framlengt þar til dómur gengur eða ekki lengur en til 13. maí. Lettarnir höfðu áður verið úrskurðaðir í farbann til 29. apríl. Lettarnir tveir eru ákærðir fyrir að aka hópferðabifreiðum fyrir GT verktaka á Kárahnjúk- um og sinna viðhaldi þeirra án þess að hafa atvinnuleyfi. GT verktakar og forsvarsmaður fyrirtækisins eru ákærðir fyrir að hafa ráðið útlendinga án atvinnu- leyfis. Lettarnir tveir og fulltrúi lög- manns þeirra mættu fyrir dóminn en forsvarsmaður GT verktaka og lögmaður þeirra voru í símasam- bandi við dóminn. Lettarnir og GT verktakar neita sök. Lettarnir mega ekki vinna hér fyrr en dómur er fallinn. - ghs Undirboð skekkja samkeppnina Verkalýðshreyfingin krefst þess að erlendar starfsmannaleigur verði viðurkennd- ar hér og settar verði skýrar reglur um þær. Bæði til þess að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja skekkist ekki og til að ekki sé grafið undan kjarasamningum. VINNUMARKAÐURINN Átak verka- lýðshreyfingarinnar gegn ráðn- ingu íslenskra fyrirtækja á er- lendum starfsmönnum án at- vinnuleyfis og innflutningur á þeim á grundvelli þjónustu- samninga snýst um það að leik- reglur á íslenskum vinnumark- aði séu virtar. Þetta segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Skúli segir að starfsumhverfi sé að breytast í íslensku atvinnu- lífi með tilkomu EES-samnings- ins og stækkun Evrópusam- bandsins. Framboð á vinnuafli sé miklu meira en áður og fari ekki minnkandi, frekar þvert á móti enda opn- ist vinnumark- aðurinn upp á gátt eftir eitt ár. „Íslenskir at- vinnurekendur og verktakar geta flutt inn vinnuafl í gegn- um starfs- m a n n a l e i g u r. Portúgalskar starfsmannaleigur heyra undir opinbert eftirlit í Portúgal. Starfsmannaleigur í baltnesku löndunum eru ekki undir neinu opinberu eftirliti, svo að við vitum til. Við höfum ekki hugmynd um á hvaða kjör- um þetta fólk sem er að koma frá þeim löndum til Íslands. Þetta felur í sér undirboð á ís- lenskum vinnumarkaði og skekkir samkeppnisstöðu fyrir- tækjanna. Það er alveg ljóst,“ segir hann. Verkalýðshreyfingin er ósátt við að atvinnurekendur ráði er- lent starfsfólk án atvinnuleyfis og í gegnum þjónustusamninga framhjá kjarasamningum. Milli- liður er þá kominn milli fyrir- tækisins og starfsmannsins og starfsöryggi starfsmannsins verður ótryggt og ógegnsætt. „Við höfum verið að krefjast þess af stjórnvöldum að settar séu reglur um þessar starfs- mannaleigur þannig að þær verði viðurkenndar hér á landi. Við erum ekki að tala um að banna útlendingum að vinna á Íslandi, alls ekki. Í ljósi breyttra aðstæðna þurfum við að fá skýr- ar leikreglur til þess að sam- keppnisstaða íslensku fyrirtækj- anna skekkist ekki.“ ghs@frettabladid.is Samtök atvinnulífsins: Neikvæð umræða VINNUMARKAÐURINN Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, telur að umræðan um erlent vinnuafl sé „ótrúlega nei- kvæð“ miðað við þær ofþensluað- stæður sem Íslendingar búi við. Er- lenda vinnuaflið sé algjör forsenda þess að „Íslendingar eigi ekki eftir að upplifa ofþenslukollhnís með til- heyrandi kjarahruni“. Ari segir að svört atvinnustarf- semi stafi ekki af ókunnugleika um lög og reglur í landinu. Gegn slíkri neðanjarðarstarfsemi sé eðlilegt að grípa til lögregluaðgerða og það sé nokkuð sem öllum ábyrgum aðilum finnist sjálfsagt. HALLDÓR GRÖNVOLD Eiga Íslendingar að biðjast afsökunar á framkomu stjórnvalda í garð gyðinga fyrir stríð? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt hjá Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, að víta Lúðvík Bergvinsson þingmann? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 69% 31% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN icelandair.is/vildarklubbur Toyota Corolla 9.900 kr. Innifalið: 3 dagar, 500 km akstur og kaskótrygging. Tilboðið gildir til 30. apríl 2005 Taktu helgina með Hertz tilboði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 79 25 04 /2 00 5 Láttu ekki áætlanir helgarinnar stranda á bílnum. Við höfum bílinn sem hentar þínum þörfum á lægra verði en þig grunar. Tilboðs- verð miðast við að þú sækir bílinn á föstudegi og skilir honum á mánudagsmorgni. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Hafðu samband, Hertz hjálpar þér áfram. 50 50 600 • hertz@hertz.is Legódagar til 20. apríl 25% afsláttur Skattrannsóknarstjóri: Skoða öll brot á skattalögum VINNUMARKAÐURINN Jens Valsson, forstöðumaður hjá Skattrann- sóknarstjóra, segir að embættið fari ekki í manngreinarálit í rannsóknum sínum og skoði ekk- ert frekar svarta atvinnustarf- semi útlendinga eða Íslendinga. Oft fari saman að vinnuafl sé ólöglegt og hafi hvorki atvinnu- leyfi né dvalarleyfi. „Auðvitað koma mál erlendra starfsmanna inn til okkar og við skoðum þá brot á skattalögunum,“ segir hann. Von er á úrskurði yfirskatta- nefndar um skattskyldu launa- greiðanda vegna starfsmanna frá starfsmannaleigum. - ghs FARA DAGLEGA Á MILLI Danskt matvælafyrirtæki sagði upp öllu sínu danska starfsfólki og flutti starfsemi sína í landamærahéruð Þýskalands. Fyrirtækið fékk síðan starfsmenn frá Póllandi til Þýska- lands. Starfsmennirnir komu með rútum á morgnana og fóru til baka á kvöldin. LENGDU VINNUTÍMANN Verkamenn í þýskum bílaverksmiðj- um samþykktu ekki alls fyrir löngu að lengja vinnutíma sinn um klukkustund á viku til að halda vinnunni og koma í veg fyrir það að verksmiðjurnar væru fluttar austur fyrir. HÉRAÐSDÓMUR AUSTURLANDS Lettarnir tveir mættu fyrir Héraðsdóm Austurlands í gær en fulltrúar GT verk- taka og lögmanns þeirra voru í síma- sambandi við dóminn. GT verktakar og Lettarnir neita sök. GT verktakar og Lettarnir: Neita alfarið sök SKÚLI THORODDSEN. VERKAMAÐUR AÐ STÖRFUM Verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld setji skýrar reglur um starfsmannaleigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.