Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 6
6 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ: Allir stríða við sama vanda VINNUMARKAÐURINN Öll lönd Norð- ur-Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða á vinnu- markaði og Ísland hvað varðar flæði á ódýru erlendu vinnuafli framhjá lögum og reglum. Sumar þjóðirnar hafa gefist upp við að stemma stigu við þessu, til dæm- is Belgar. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins. Á Norðurlöndunum og í Þýska- landi er hávær umræða um vinnu- afl frá nýjum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins sem streymir inn á vinnumarkaði og kröfur eru um að stjórnvöld setji skýrar reglur og reyni að stemma stigu við undirboð- um, ólöglegu vinnuafli og auknu at- vinnuleysi. Halldór nefnir dæmi um landamærahéruð Þýskalands og Austurríkis og nýju aðildarríkj- anna. Þar eykst stöðugt að starfs- mönnum á innlendum vinnumark- aði er sagt upp, fyrirtækið jafnvel flutt til annars lands og fengið fólk frá nýju aðildarríkjum ESB sem kemur yfir landamærin til starfa á morgnana og fer til baka á kvöldin. Atvinnuleysi og flæði á vinnuafli milli landa fylgir þjóðernishyggja og útlendingahatur. - ghs EGILSSTAÐIR Þingfesting var í máli tveggja Letta, GT verktaka og forsvarsmanns fyrirtækisins í Héraðsdómi Austurlands í gær. Málinu gegn verktakanum var frestað meðan verjandi aflar gagna eða til 20. apríl. Aðalmeð- ferð í málinu gegn Lettunum mun eiga sér stað 4. maí. Óskað var eftir framlengingu á farbanni á hendur Lettunum og var það framlengt þar til dómur gengur eða ekki lengur en til 13. maí. Lettarnir höfðu áður verið úrskurðaðir í farbann til 29. apríl. Lettarnir tveir eru ákærðir fyrir að aka hópferðabifreiðum fyrir GT verktaka á Kárahnjúk- um og sinna viðhaldi þeirra án þess að hafa atvinnuleyfi. GT verktakar og forsvarsmaður fyrirtækisins eru ákærðir fyrir að hafa ráðið útlendinga án atvinnu- leyfis. Lettarnir tveir og fulltrúi lög- manns þeirra mættu fyrir dóminn en forsvarsmaður GT verktaka og lögmaður þeirra voru í símasam- bandi við dóminn. Lettarnir og GT verktakar neita sök. Lettarnir mega ekki vinna hér fyrr en dómur er fallinn. - ghs Undirboð skekkja samkeppnina Verkalýðshreyfingin krefst þess að erlendar starfsmannaleigur verði viðurkennd- ar hér og settar verði skýrar reglur um þær. Bæði til þess að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja skekkist ekki og til að ekki sé grafið undan kjarasamningum. VINNUMARKAÐURINN Átak verka- lýðshreyfingarinnar gegn ráðn- ingu íslenskra fyrirtækja á er- lendum starfsmönnum án at- vinnuleyfis og innflutningur á þeim á grundvelli þjónustu- samninga snýst um það að leik- reglur á íslenskum vinnumark- aði séu virtar. Þetta segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Skúli segir að starfsumhverfi sé að breytast í íslensku atvinnu- lífi með tilkomu EES-samnings- ins og stækkun Evrópusam- bandsins. Framboð á vinnuafli sé miklu meira en áður og fari ekki minnkandi, frekar þvert á móti enda opn- ist vinnumark- aðurinn upp á gátt eftir eitt ár. „Íslenskir at- vinnurekendur og verktakar geta flutt inn vinnuafl í gegn- um starfs- m a n n a l e i g u r. Portúgalskar starfsmannaleigur heyra undir opinbert eftirlit í Portúgal. Starfsmannaleigur í baltnesku löndunum eru ekki undir neinu opinberu eftirliti, svo að við vitum til. Við höfum ekki hugmynd um á hvaða kjör- um þetta fólk sem er að koma frá þeim löndum til Íslands. Þetta felur í sér undirboð á ís- lenskum vinnumarkaði og skekkir samkeppnisstöðu fyrir- tækjanna. Það er alveg ljóst,“ segir hann. Verkalýðshreyfingin er ósátt við að atvinnurekendur ráði er- lent starfsfólk án atvinnuleyfis og í gegnum þjónustusamninga framhjá kjarasamningum. Milli- liður er þá kominn milli fyrir- tækisins og starfsmannsins og starfsöryggi starfsmannsins verður ótryggt og ógegnsætt. „Við höfum verið að krefjast þess af stjórnvöldum að settar séu reglur um þessar starfs- mannaleigur þannig að þær verði viðurkenndar hér á landi. Við erum ekki að tala um að banna útlendingum að vinna á Íslandi, alls ekki. Í ljósi breyttra aðstæðna þurfum við að fá skýr- ar leikreglur til þess að sam- keppnisstaða íslensku fyrirtækj- anna skekkist ekki.“ ghs@frettabladid.is Samtök atvinnulífsins: Neikvæð umræða VINNUMARKAÐURINN Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, telur að umræðan um erlent vinnuafl sé „ótrúlega nei- kvæð“ miðað við þær ofþensluað- stæður sem Íslendingar búi við. Er- lenda vinnuaflið sé algjör forsenda þess að „Íslendingar eigi ekki eftir að upplifa ofþenslukollhnís með til- heyrandi kjarahruni“. Ari segir að svört atvinnustarf- semi stafi ekki af ókunnugleika um lög og reglur í landinu. Gegn slíkri neðanjarðarstarfsemi sé eðlilegt að grípa til lögregluaðgerða og það sé nokkuð sem öllum ábyrgum aðilum finnist sjálfsagt. HALLDÓR GRÖNVOLD Eiga Íslendingar að biðjast afsökunar á framkomu stjórnvalda í garð gyðinga fyrir stríð? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt hjá Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, að víta Lúðvík Bergvinsson þingmann? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 69% 31% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN icelandair.is/vildarklubbur Toyota Corolla 9.900 kr. Innifalið: 3 dagar, 500 km akstur og kaskótrygging. Tilboðið gildir til 30. apríl 2005 Taktu helgina með Hertz tilboði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 79 25 04 /2 00 5 Láttu ekki áætlanir helgarinnar stranda á bílnum. Við höfum bílinn sem hentar þínum þörfum á lægra verði en þig grunar. Tilboðs- verð miðast við að þú sækir bílinn á föstudegi og skilir honum á mánudagsmorgni. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Hafðu samband, Hertz hjálpar þér áfram. 50 50 600 • hertz@hertz.is Legódagar til 20. apríl 25% afsláttur Skattrannsóknarstjóri: Skoða öll brot á skattalögum VINNUMARKAÐURINN Jens Valsson, forstöðumaður hjá Skattrann- sóknarstjóra, segir að embættið fari ekki í manngreinarálit í rannsóknum sínum og skoði ekk- ert frekar svarta atvinnustarf- semi útlendinga eða Íslendinga. Oft fari saman að vinnuafl sé ólöglegt og hafi hvorki atvinnu- leyfi né dvalarleyfi. „Auðvitað koma mál erlendra starfsmanna inn til okkar og við skoðum þá brot á skattalögunum,“ segir hann. Von er á úrskurði yfirskatta- nefndar um skattskyldu launa- greiðanda vegna starfsmanna frá starfsmannaleigum. - ghs FARA DAGLEGA Á MILLI Danskt matvælafyrirtæki sagði upp öllu sínu danska starfsfólki og flutti starfsemi sína í landamærahéruð Þýskalands. Fyrirtækið fékk síðan starfsmenn frá Póllandi til Þýska- lands. Starfsmennirnir komu með rútum á morgnana og fóru til baka á kvöldin. LENGDU VINNUTÍMANN Verkamenn í þýskum bílaverksmiðj- um samþykktu ekki alls fyrir löngu að lengja vinnutíma sinn um klukkustund á viku til að halda vinnunni og koma í veg fyrir það að verksmiðjurnar væru fluttar austur fyrir. HÉRAÐSDÓMUR AUSTURLANDS Lettarnir tveir mættu fyrir Héraðsdóm Austurlands í gær en fulltrúar GT verk- taka og lögmanns þeirra voru í síma- sambandi við dóminn. GT verktakar og Lettarnir neita sök. GT verktakar og Lettarnir: Neita alfarið sök SKÚLI THORODDSEN. VERKAMAÐUR AÐ STÖRFUM Verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld setji skýrar reglur um starfsmannaleigur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.