Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 60
28 22. maí 2005 SUNNUDAGUR Ný vídd í samlesnum auglýsingum Við höfum endurskilgreint samlesnar auglýsingar: Aldrei fyrr á Íslandi hafa samlesnar auglýsingar birst á sama tímabili í dagblaði, á netinu og á þremur útvarpsstöðvum. Þessi nýi möguleiki gerir auglýsendum kleift að ná til fleira fólks á einfaldan og ódýran hátt. Mun fleiri en áður lesa og heyra auglýsinguna þína sama daginn. Þetta er einfalt. Þú hringir inn auglýsinguna og borgar eitt fast verð á orðið. Auglýsingin er síðan samlesin á Bylgjunni, Talstöðinni og Létt 96,7 og birt í smáauglýsingum í Fréttablaðinu og á Vísi. Hringdu núna í 550 5000 eitt símtal fimm sterkir auglýsingamiðlar allir landsmenn - margföld áhrif! - meiri tíðni - meiri útbreiðsla - lægra verð ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 01 7 0 4/ 20 05 BYLGJANFRÉTTABLAÐIÐ VÍSIR FM96,7 TALSTÖÐIN A I K I D O w w w . a i k i d o . i s Námskeið allt árið í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8. Skoðið heimasíðuna www.aikido.is Verið velkomin í frían prufutíma (það eina sem þú þarft að gera er að mæta) Byrjendapakki: Sumarnámskeið hefst 23. maí og því lýkur með gráðuprófi í ágúst. Æfingar eru allt að sex á viku. Verð 11.000 kr. námskeiðið (para- og systkinaafsláttur). Ókeypis aikido galli fylgir með byrjendanámskeiði! Hringið í eftirfarandi símanúmer til að fá nánari upplýsingar: 822-1824 & 897-4675 eða kíkið á heimasíðuna: FORMÚLA Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á McLaren náði besta tímanum í gær í fyrri tímatök- unni fyrir kappaksturinn í Mónakó í dag. Fernando Alonso, sá sem er efstur í heildarstiga- keppni ökumanna, varð annar og Íslandsvinurinn Mark Webber varð þriðji. Räikkönen stendur því óneit- anlega vel að vígi því lítið má út af bera í kappakstrinum í Mónakó þar sem vegrið og vegg- ir afmarka brautina á alla kanta. Mjög erfitt eða ómögulegt er að komast fram úr á brautinni og góður árangur í tímatökum er lykillinn að sigri. Seinni tíma- takan fer fram eldsnemma í dag en kappaksturinn sjálfur hefst rétt fyrir hádegi. „Bíllinn hefur verið í topp- standi á öllum æfingum í Mónakó og það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart að ná besta tímanum í dag,“ sagði Raikkönen eftir tímatökuna í gær. „Það er mjög mikilvægt að vera á ráspól en nú er að halda fengnum hlut,“ bætti hann við. Ökumenn Ferrari, heims- meistarinn Michael Scumacher og Rubens Barichello, biðu af- hroð í gær og náðu aðeins 10. og 11. sætinu. „Ég er mjög svekkt- ur. Brautin var mjög hál þegar við þurftum að keyra upp hrað- ann og ég býst við því að hið sama verði upp á teningnum í síðari tímatökunni,“ sagði Schu- macher og gerði sér fyllilega grein fyrir vondri stöðu sinni. „Við þurfum á göldrum að halda í þjónustuhléum á morgun,“ sagði Schumacher, sem var heil- um 2,5 sekúndum á eftir Räik- könen. -vig Mónakó-kappaksturinn fer fram í dag: Räikkönen ók best allra í fyrri tímatökunni Mark Stallard, fyrrum leikmaður Barnsley en núverandi leikmaður Notts County: Gu›jón fer sínar eigin lei›ir FÓTBOLTI Mark Stallard, leikmaður Notts County, sem var lánaður til Barnsley á þeim tíma sem Guð- jóns Þórðarsonar var við stjórn- völinn hjá félaginu, hefur varað samherja sína við starfsaðferðum Guðjóns. Stallard segir Guðjón vera sannkallaðan harðstjóra en að hann sé jafnframt sanngjarn. „Hjá honum snýst allt um aga. Hann er með fullkomnunaráráttu og er ólíkur öllum þjálfurum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Hjá honum er ekki frí eftir leiki. Þess í stað hittumst við daginn eftir og skokkum saman til að ná mjólkursýrunni úr líkamanum. Hjá Barnsley voru alltaf tvöfald- ar æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum og við unnum eftir nákvæmu skipulagi sem var byggt til að líkaminn yrði ávallt í sem bestu standi,“ segir Stallard. Skemmst er að minnast langra laugardaga sem Guðjón hafði í há- vegum á tíma sínum hjá Keflavík, þar sem hann var með leikmenn sína á æfingum fyrstu sex klukku- stundir dagsins. „Hann er svo sannarlega stjóri sem trúir á eigin leiðir, og notast við þær – oftast með mjög góðum árangri,“ segir Stallard og bendir á frábæran árangur Guðjóns á Íslandi máli sínu til stuðnings sem og á árin hans þrjú hjá Stoke. -vig GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Koma hans til Notts County hefur þegar skapað ótta innan leikmannahóps liðsins. MICHAEL SCHUMACHER Var með böggum hildar eftir tímatökuna í gær- morgun. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta á sigurbraut: 19 stiga stórsigur á Englandi KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta vann glæsilegan 19 stiga sigur á Englandi, 78-59, í öðrum vináttulandsleik þjóðanna af þremur í Smáranum í gær en liðin mætast í þriðja sinn í Njarð- vík í hádeginu í dag. Íslensku stelpurnar unnu átta stiga sigur í fyrsta leiknum, 71-63, og fylgdu þeim sigri eftir með mjög góðum leik. Íslenska liðið stakk það enska af eftir jafnan fyrsta leikhluta, allir tólf leik- menn liðsins voru að spila vel og gera fína hluti og ellefu stelpur komust á blað. Birna Valgars- dóttir (20 stig) og Helena Sverrisdóttir (19 stig) voru að skora mest en íslenska liðið fékk 41 stig af bekknum í gær. -óój BIRNA JAFNAR LEIKJAMETIÐ Í DAG Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í sínum 59. landsleik en hún jafnar leikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í þriðja leiknum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.