Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 70
38 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
Íslenski Eurovision-hópurinn ervæntanlegur heim frá Kænugarði í
dag. Athygli vekur hversu stór og
fjölmennur hópurinn er því auk
keppenda,
dansara og
bakradda má
finna þó
nokkra fjöl-
miðlamenn af
RÚV, Stöð 2 og
fleiri miðlum.
Mesta athygli
vekur þó
hversu fjöl-
mennur hópurinn frá RÚV er því
auk fararstjórans Jónatans Garðars-
sonar hafa þeir Gísli Marteinn
Baldursson, Logi Bergmann Eiðs-
son og Guðrún Gunnarsdóttir fylgt
keppendum eftir eins og skugginn.
Tríóið hefur skipt hlutverk-
um bróðurlega á milli
sín, það er Gísli Mart-
einn séð um beinu út-
sendinguna, Logi Berg-
mann gert pistla fyrir
sjónvarpið en Guð-
rún fyrir útvarpið.
Vilja sumir meina
að þarna sé sam-
an kominn ferða-
hópur RÚV sem
hittist einu sinni
á ári í útlöndum
– í boði stofn-
unarinnar.
Bíómiðar!
vMedion tölva
með flatskjá!
Tölvuleikir!
Haugur af
græjum frá BT
í vinning!
Viltu
1/2 milljón?
Sendu SMS skeytið
JA BNF á númerið 1900!
Við sendum þér
3 spurningar sem þú
svarar með því að
senda SMS skeytið
JA A, B eða C á númerið
1900.
• •Sá sem svarar hraðast 3 spurningum fær 500.000kr*!
• • Allir sem svara 2 rétt gætu fengið aukavinning!
• • 10. hver vinnur aukavinning!
*Sá sem vinnur 500.000 kr fær einn dag til að kaupa sér vörur í verslunum BT og Iceland Express að andvirði 500.000 kr.
Leik lýkur 3. júní 2005 24:00 Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið. Ef það tekur þig lengur en 5 mín. að svara spurningu þarftu að byrja leikinn aftur.
Fartölvur • Flugmiðar með Iceland Express • Heimabíó • Sjónvörp • PS2 tölvur
• Samsung GSM símar • MPp3 spilarar • DVD spilarar • DVD myndir • Tölvuleikir
• Kippur af Coca Cola og margt fleira.
D3
Samsung Símar!Flugmiðar!
Hafðu hraðann á! BTnet gefur 500.000 kr.*!
rir flesta er
ðvelt að
reppa til
nnlæknis ef
nnpína gerir
rt við sig. Má
ækist hins veg
kkuð þegar
0 kílógramm
jörn á í hlut
Coca Cola!
Margir krakkar hafa heyrt rödd
Ólafar Kristínar Þorsteinsdótt-
ur án þess að þekkja andlit
hennar. Þessi unga stúlka hefur
ljáð allnokkrum teiknimyndum
rödd sína og má meðal annars
telja upp Lilo og Stitch og bíó-
myndina Álfur. Núna vinnur hún
hins vegar í góðra manna hópi
að talsetningu þáttaraðarinnar
um Latabæ og Ólöf talar að
sjálfsögðu fyrir hina krúttlegu
Sollu stirðu.
„Þetta er öðruvísi verkefni en
allt annað sem ég hef gert og
meiri vinna. Þetta virðist vera
svolítið vandaðra og vegna þess
að það er alvöru stelpa sem leik-
ur Sollu þá er erfiðara að láta
raddirnar passa saman. Ég les
af blaði og stundum þarf ég að
æfa mig áður en ég byrja,“ segir
Ólöf með svo glaðlegri röddu að
það er vel skiljanlegt að hún sé
fengin í talsetningu. Hún segist
sjálf hafa gaman af Latabæ. „Ég
sá leikritið þegar ég var yngri
og hafði gaman af þessu, Siggi
sæti er uppáhaldspersónan mín,
hann er svo fyndinn.
Aðspurð hvernig það vildi til
að Ólöf færi í þennan bransa svo
ung, en hún er tólf ára gömul,
segir hún: „Frændi minn er að
vinna eitthvað í sambandi við
svona talsetningu og pabbi
spurði hann hvort ég gæti ekki
fengið að prófa. Svo fannst mér
þetta bara gaman.“ Ólöf er þó
alls ekki stirð eins og Solla því
hún er ekta handboltastelpa sem
æfir með Fylki. Auk þess æfir
hún á klarínett af fullum krafti
og var að ljúka við annað stig.
Það er greinilega kraftur í þess-
ari ungu stúlku. „Það getur
verið svolítið erfitt að finna
tíma fyrir annað en þetta er þó
allt í lagi.“
Öll dagskrá Ólafar er þó ekki
alveg upptalin því hún hefur
einnig tekið að sér hlutverk í
söngleiknum Annie. „Ég leik
munaðarleysingja og við byrj-
um að æfa á fullu í næstu viku.
Mér finnst rosalega gaman að
leika og syngja,“ segir Ólöf og
viðurkennir að hana langi nú ör-
lítið að verða leikkona þegar
hún verður stór.
hilda@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær gleðivaldurinn og popp-
stjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson
fyrir að missa ekki dampinn þótt
Íslendingar dyttu úr undan-
keppni og halda sínu striki í ár-
legu Júróvisjónpartíi sínu með ís-
lenskum Júróvisjónstjörnum á
Nasa. Einnig fyrir að vera af er-
lendum fagaðilum talinn með eitt
besta Júróvisjónlag allra tíma:
Minn hinsta dans frá 1997.
HRÓSIÐ
KRAFTDREKAR Þessi nýja íþrótt verður kynnt í Laugardalnum á sunnudaginn klukkan eitt. Kraftdrekarnir eru frekar litlir og nettir og
kostnaðurinn er minniháttar. Fleiri upplýsingar um íþróttina er að finna á heimasíðunni www.vindsport.is.
ÓLÖF KRISTÍN ÞORSTEINS-
DÓTTIR Þessi unga stúlka ljáir
Latabæjarbúanum Sollu stirðu
rödd sína í þáttaröðinni sem er
væntanleg í íslenskt sjónvarp.
ÓLÖF KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR: TALAR FYRIR SOLLU STIRÐU
Hörkudugleg og ekkert stirð
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á BRYNJU ÞORGEIRSDÓTTUR, DAGSKRÁRGERÐARMANNI Á STÖÐ 2.
Hvernig ertu núna? Syfjuð.
Augnlitur: Blár.
Starf: Dagskrárgerðarmaður.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Hjúskaparstaða: Einstök.
Hvaðan ertu? Ég ólst upp á Álftanesi og bý þar núna.
Helsta afrek: Sonur minn.
Helstu veikleikar: Óþolinmæði.
Helstu kostir: Jákvæðni.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Ég missi aldrei af The Practice.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Óskalagaþáttur Gerðar G. Bjarklind.
Uppáhaldsmatur: Ég elska sushi.
Uppáhaldsveitingastaður: Apótekið klikkar aldrei.
Uppáhaldsborg: Lissabon.
Mestu vonbrigði lífsins: Að geta ekki orðið ballerína. Ég er nefnilega svo
rosalega stirð og gjörsneydd öllum danshæfileikum.
Áhugamál: Hestamennska númer eitt, tvö og þrjú.
Viltu vinna milljón? Já, heldur betur.
Jeppi eða sportbíll? Jeppi, það er ekki hægt að draga hesta-
kerru á sportbíl.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Bryndís Ásmundsdóttir.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Ég er voða hrifin af Bruce Willis.
Trúir þú á drauga? Já, nei, já. Ég veit það ekki.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Það væri örugglega mjög
gaman að vera hraðsyndur fiskur.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Það væri mjög leiðinlegt að
vera ánamaðkur.
Áttu gæludýr? Nei, ekki nema hesta bara. Þeir eru kannski
ekki gæludýr.
Besta kvikmynd í heimi: Ég er ennþá að hugsa um
Underground sem ég sá fyrir nokkrum árum.
Besta bók í heimi: Meistarinn og margaríta.
Næst á dagskrá: Að horfa á frumsýninguna á Kóngi um stund.
14.11.1974
Ekki hægt a› draga hestakerru á sportbíl
Áhugamenn um kraftdreka halda
kynningu á þessu nýjasta sporti í
Laugardalnum á sunnudaginn
klukkan eitt. Þetta tæki hefur ver-
ið að gera það gott meðal jaðar-
íþróttagreina og segir Friðrik
Kingo, einn aðstandenda kynning-
arinnar, þetta vera vinsæla sumar-
og vetraríþrótt. „Á sumrin geta
menn verið með þetta úti á túni, á
línuskautum á stórum sléttum tún-
um og sérstökum þríhjólum á
söndum, „ segir hann og bætir við
að á veturna geti menn notað þetta
á brettunum og skíðunum. „Þeir
sjást þá gjarnan uppi á Rauða-
vatni, Bláfjöllum og víðar.“
Kraftdrekarnir eru frekar litl-
ir og nettir auk þess sem kostnað-
ur við að koma sér upp góðum
búnaði er ekki mikill. „Það er
hægt að fá þetta í mismunandi
stærðum og gerðum. Drekinn sem
ég er með er frekar lítill, fjórir og
hálfur fermetri sem rúmast í litl-
um bakpoka. Það er hins vegar
alveg hægt að fá dreka sem eru
tólf fermetrar,“ segir Friðrik.
Hann segir þetta vera mjög
góða hreyfingu, menn séu að berj-
ast við vindinn og kraftana í nátt-
úrunni. „Þetta getur tekið þig á loft
og látið þig svífa nokkra metra,“
segir hann og bætir við að hægt sé
að nota þetta bæði á landi sem og á
sjó. freyrgigja@frettabladid.is
Í lausu lofti me› kraftdreka