Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 22
Kjarasamningar Vert er að kynna sér kjarasamninga hjá því stéttarfélagi sem maður til- heyrir og vera með réttindi sín á hreinu. Samningana er oft hægt að finna á vefsíðum stéttarfélaganna eða hægt að fá eintak á skrifstofu þeirra.[ ] Feðginin Eygló og Gunnlaugur, ásamt tíkunum Týru og Perlu. Nú er sauðburður í hámarki í sveitum landsins og vakað allan sólarhringinn yfir vel- ferð fjárins. Feðginin í Áshildarholti í Skaga- firði, Gunnlaugur Vilhjálmsson og 17 ára dóttir hans, Eygló, eru sammála um að vorið sé skemmtilegasti tími ársins. „Það er svo gaman í sauðburðinum,“ segja þau. „Sumarið er reyndar frábært líka,“ bætir Gunnlaugur við. Hann er nýbúinn að fara með heyrúllu niður á tún til hross- anna og Eygló er að snúast í kringum féð ásamt tíkunum Týru og Perlu. Aðspurð kveðst Eygló kunna vel við sig í bú- skapnum. Í Áshildarholti er búið með 250 ær og tæp 60 hross. Tekjur af búinu duga samt ekki fyrir því sem þarf að borga. „Þetta gengi ekki nema af því að konan starfar á sjúkrahúsinu og ég fer í togaralandanir á Króknum þegar ég get,“ segir Gunnlaugur. ■ Árulestur í atvinnuviðtali Vinnuveitendur í Bretlandi leita óhefðbundinnar aðstoð- ar við mannaráðningar. Allir vita að það er ekkert mál að ljúga í ferilskrá en mun erf- iðara að hrekja slíkar lygar. Af þessum sökum hafa vinnuveit- endur í Bretlandi í æ ríkari mæli leitað sér óhefðbundinnar aðstoðar við mannaráðningar. Um nokkra hríð hefur það tíðkast að atvinnusálfræðingur sitji atvinnuviðtöl og leggi mat á umsækjandann eða að stjörnu- kort viðkomandi sé lesið gaum- gæfilega áður en ákvörðun er tekin um ráðninguna. Nýjasta nýtt er að fá miðil eða einhvern með sterka skyggnigáfu til að sitja úti í horni og skoða áru um- sækjandans á meðan á viðtalinu stendur. Miðlarnir segjast sjá um- svifalaust hvort viðkomandi sé óheiðarlegur en líka hvað búi að baki fáti því og fumi sem hæfur einstaklingur getur lent í þegar hann vill koma vel fyrir. Miðl- arnir segjast geta sagt til um stundvísi, stjórnunarhæfileika, frumleika, fíkn og aðlögunar- hæfni með því að einbeita sér að árulestrinum á meðan vinnu- veitandinn hlustar á það sem viðkomandi hefur að segja. Ferilskráin mun því brátt heyra sögunni til – aðalmálið er að áran sé í lagi. ■ Um tólf milljónir misnotaðar í vinnu ALÞJÓÐAVINNUMÁLASTOFNUNIN BIRTIR SVARTA SKÝRSLU UM ÞRÆLK- UNARVINNU. Alþjóðavinnumálastofnunin áætlar að í það minnsta 12,3 milljónir manna, kvenna og barna séu föst í þrælkun- arvinnu um allan heim. Í nýrri skýrslu sem ber yfirskriftina „Alheimsátak gegn þrælkun“ eru rök leidd að því að af þessum fjölda séu að minnsta kosti 2,4 milljónir seldar mansali. Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður viðamestu könnunar sem alþjóðleg stofnun hefur gert á staðreyndum og mögulegum orsökum fyrir þrælkunar- vinnu í samtímanum. Þar er líka í fyrsta sinn lagt mat á mögulegan gróða af þrælasölu og nemur hann 32 milljörðum Bandaríkjadala árlega. Þrælkunarvinna á sér stað um allan heim, í snauðum löndum og ríkum. Níu og hálf milljón manna er neydd til erfiðisvinnu í Asíu, en reiknað er með að í iðnríkjunum telji fjöldinn um 360 þúsund manns. Þrælarnir vinna ýmis störf, svo sem við landbúnað, í bygg- ingarvinnu og ýmissi verksmiðjuvinnu, og í þessum störfum er hlutfallið milli karla og kvenna nokkuð jafnt. Flestir kynlífsþrælar eru hins vegar stúlkur og konur. Börn yngri en átján ára eru á milli fjörutíu og fimmtíu prósent þræla í heiminum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N Vorið er skemmtilegasti tíminn í sveitinni Milli fjörutíu og fimmtíu prósent þeirra sem eru í þrælkunarvinnu eru undir átján ára aldri. Erfitt væri að láta þennan föngulega miðil framhjá sér fara í atvinnuviðtalinu. Eflaust þætti mörgum vinnuveitendum fengur í því að fá Þórhall miðil til að hjálpa til við ráðningar. Guðjón Jóhannsson bakarameistari í Korninu sýnir réttu handbrögðin. Bakaraiðn er löggilt iðngrein. Bakarar starfa einkum í bakaríum, á hótelum, í kexverksmiðjum og við sælgætisgerð. Algengt er að bakarar starfi sjálfstætt en til þess að geta rekið eigið fyrirtæki, svo sem bakarí, þarf maður að vera bakarameistari. Brauð, kökur og kex er það helsta sem bakari býr til. NÁMIÐ Hægt er að læra til bakara í Mennta- skólanum í Kópavogi / Hótel- og mat- vælaskólanum. Námið er samnings- bundið og tekur fjögur ár. Þar af eru þrjár annir í skóla og 30 mánuðir í starfsþjálfun undir leiðsögn meistara. Námið er alls 60 einingar og lýkur með sveinsprófi. Sá sem stenst sveinsprófið ber eftir það starfsheitið bakarameistari. HELSTU NÁMSGREINAR Meðal námsgreina sem kenndar eru í náminu eru fagfræði bakaraiðnar, bakstur, hráefnisfræði, næringarfræði og iðnreikningur bakara. Auk þess eru kenndar almennar bóklegar greinar, svo sem íslenska, enska, danska, stærð- fræði, tölvufræði og efnafræði. Verkleg þjálfun og tilsögn er í höndum bakara- meistara. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi til að hefja nám í bakaraiðn. FRAMHALDSMENNTUN Hafi nemandi lokið sveinsprófi í bak- araiðn og unnið sem bakari í eitt ár getur hann hafið meistaranám sem veitir meistararéttindi – en það eru rétt- indi til að reka eigið fyrirtæki. Auk þess eru möguleikar á námi í tækniskóla, námi á tæknibraut til stúdentsprófs og svo námi erlendis. Hægt er að kynna sér námið enn frekar á mk.is. STARFIÐ Flestir bakarar sem stunda sjálfstæðan rekstur hafa vinnutíma sem felur í sér að þeir hefja vinnudaginn um klukkan 4 að morgni og vinna síðan fram eftir degi. Bakarar hjá stórfyrirtækjum vinna hins vegar oftast vaktavinnu – þá til skiptis á degi og nóttu. Bakarameistari? Ásgeir Sandholt bakarameistari hefur unnið til fjölda verðlauna heima og erlendis fyrir kökugerð. Hvernig verður maður Útgjöld heimilanna aukast í sumarleyfinu Í næsta mánuði munu flestir frá greidda orlofsuppbót með launum sínum, en upphæðin er mishá eftir því hvað menn hafa starfað lengi og hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra. Í samningum stéttarfélaganna er kveðið á um að atvinnurek- endur greiði starfsfólki sínu or- lofsuppbót, og yfirleitt er hún greidd út í júnímánuði þó að ekki sé kveðið á um að greiða eigi hana í þeim mánuði. „At- vinnurekendur eiga að greiða starfsmanni orlofsuppbót áður en hann fer í sumarfrí en aldrei seinna en 15. ágúst,“ segir Elías Guðmundur Magnússon, for- stöðumaður kjarasviðs hjá VR. „Hjá VR eru tveir kjarasamn- ingar, annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna. Í samningum við SA er orlofs- uppbótin greidd út í júní en hjá FÍS er orlofsuppbótin greidd ásamt desemberuppbótinni. Maður sem er í fullu starfi og vann allt síðasta orlofsár á rétt á fullri orlofsuppbót sem er 16.500 kr. fyrir árið 2005 hjá VR,“ segir Elías. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl en uppbótin er greidd hlutfallslega ef starfsmaður hefur ekki unnið allan þann tíma. „Starfsmaður þarf að hafa unnið mánaðamótin apríl-maí til að fá orlofsuppbót, en hafi starfsmaður hætt starfi fyrir þann tíma fær hann greitt hlut- fallslega miðað við vinnu síðasta árs,“ segir Elías. Hafi starfsmað- ur hætt störfum á árinu þarf hann að hafa unnið 12 vikur af orlofsárinu til að öðlast réttindi til uppbótar, sem hann á að fá greidda út við starfslok. Orlofsuppbótin kom fyrst inn í kjarasamninga við lok áttunda áratugarins og hefur fest sig í sessi síðan. „Menn eru einfald- lega að reyna að hækka launin með þessu, þar sem útgjöld heimilanna eru meiri þegar menn fara í sumarfrí og svo aftur í desember,“ segir Elías. kristineva@frettabladid.is Útgjöld fólks hækka þegar það er í orlofi og því er greidd orlofsuppbót með laununum við upphaf sumars. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.