Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 22. maí 2005 29 Sex leikmenn frá meisturum Chelsea Petr Cech, Chelsea: Hefur borið af öllum markvörðum í deildinni í ár. Ashley Cole, Arsenal: Fljótur og öflugur varn- armaður sem getur nýst vel í sókninni líka. Gerir sjaldan mistök. John Terry, Chelsea: Leikmaður ársins. Skipu- leggur vörnina vel og er mjög hættulegur í föstum leikatriðum í sókninni. William Gallas, Chelsea: Betri sem miðvörð- ur en bakvörður. Fljótur og passar vel við Terry. Gary Neville, Man.Utd: Traustur leikmaður er að bæta sig sóknarlega. Gefur stöðugleika.“ Claude Makelele, Chelsea: Fyrsta nafnið á blaðið í þessu liði, ásamt Cech. Alveg eins maður ársins og Terry að mínu mati. Bindur saman vörn og miðju hjá liðinu. Steven Gerrard, Liverpool: Hefur borið lið Liverpool á herðum sér. Vel spilandi og þyrfti að fá að leika framar en hann gerir. Frank Lampard, Chelsea: Duglegur og fram- sækinn miðjumaður sem skorar eins og bestu framherjar. Alhliðaleikmaður. Damien Duff, Chelsea: Þekki af eigin reynslu hraða hans og leikni. Thierry Henry, Arsenal: Eini maðurinn sem kemur til greina á toppinn. Ber af sem fram- herji og gerir allt vel. Cristiano Ronaldo, Man.Utd: Hefur þroskast mikið. Getur skapað mikinn usla með hraða sínum og leikni. „Ef engar vanefndir yrðu á greiðslum myndi ég treysta mér til að vinna titilinn með þetta lið.“ Cech S. Gerrard 4-3-3 LIÐIÐ MITT > GUÐNI BERGSSON SETUR SAMAN LIÐ ÁRSINS Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI G. Neville Terry Gallas Cole Makelele Lampard C. Ronaldo D. Duff Henry LEIKIR GÆRDAGSINS Enska bikarkeppnin ARSENAL–MANCHESTER UTD. 0–0 Arsenal hafði betur í vítaspyrnukeppni, 5–4. Þýska úrvalsdeildin BIELEFELD–WOLFSBURG 1–2 1–0 Fatmir Vata (35.), 1–1 Martin Petrov, víti (41.), 1–2 Thomas Brdaric (56.). LEVERKUSEN–M´GLADBACH 5–1 0–1 Oliver Neuville (2.), 1–1 Dimitar Berbatov (41.), 1–1 Dimitar Berbatov (41.), 2–1 Dimitar Berbatov (58.), 3–1 Andrej Voronin (59.), 4–1 Dimitar Berbatov (61.), 5–1 Franca (69.). DORTMUND–H. ROSTOCK 2–1 0–1 Marco Vorbeck (14.), 1–1 Marc Kruska (52.), 2–1 Jan Koller (67.). NÜRNBERG–MAINZ 1–2 0–1 Niclas Weiland (14.), 1–1 Marek Mintal (18.), 1–2 Michael Thurk (89.). FREIBURG–SCHALKE 2–3 0–1 Ebbe Sand (6.), 1–1 Alexander Iashvili (11.), 1–2 Marcelo Bordon (56.), 2–2 Roda Antar (78.), 2–3 Marcelo Bordon (89.). HAMBURG–BOCHUM 0–1 0–1 Mamadou-Lamine Diabang (3.). H. BERLIN–HANNOVER 0–0 KAISERSLAUTERN–W. BREMEN 1–2 0–1 Tim Borowski (12.), 0–2 Nelson Valdez (41.), 1–2 Halil Altintop (44.). STUTTGART–B. MÜNCHEN xx–xx 0–1 Michael Ballack (27.), 0–2 Hasan Salihamidzic (30.), 0–3 Roy Makaay (74.), 1–3 Imre Szabics (90.). LOKASTAÐAN: BAYERN M. 34 24 5 5 75–33 77 SCHALKE 34 20 5 11 56–46 63 W.BREMEN 34 18 5 11 68–37 59 H. BERLIN 34 15 13 6 59–31 58 ------------------------------------------------------- GLADBACH 34 8 12 14 35–51 36 BOCHUM 34 9 8 17 47–68 35 H.ROSTOCK 34 7 9 18 31–65 30 FREIBURG 34 3 9 22 30–75 18 Lehmann reyndist hetja Arsenal FÓTBOLTI Liðsmenn Manchester United geta nagað sig í handar- bökin fyrir að hafa ekki náð að gera út um leikinn gegn Arsenal í venjulegum leiktíma í gær. Liðið var mun sterkara stærstan hluta leiksins og þrátt fyrir fjöldamarg- ar sóknir og mörg úrvals mark- tækifæri tókst á einhvern ótrúleg- an hátt ekki að setja knöttinn í mark andstæðingana. Ásamt Cristiano Ronaldo var Wayne Rooney hættulegasti mað- ur liðsins en hann átti meðal annars skot í stöng í seinni hálf- leik. Bestu færi leiksins fékk þó Ruud van Nistelrooy, það allra besta fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma þegar hann átti skalla af markteig sem Freddie Ljungberg bjargaði á línu. Eftir framlengingu var ekkert mark komið og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Arsenal hafði betur eins og áður segir. Yfirburðir Manchester United sjást vel á því að liðið átti níu skot á markið þessar 120 mínútur en Arsenal aðeins eitt. Þýski mark- vörðurinn Jens Lehmann var besti leikmaður Arsenal í leiknum og varði oft á tíðum frábærlega. Hann kórónaði síðan leik sinn með því að verja frá Paul Scholes í vítaspyrnukeppninni, en leik- menn náðu að skora úr öllum hin- um spyrnunum. Fyrirliðinn Pat- rick Vieira tók lokaspyrnuna og tryggði Arsenal enska bikar- meistaratitilinn 2005. „Við vorum búnir að æfa víta- spyrnur sérstaklega fyrir þennan leik en það sem mestu skiptir er að halda ró sinni í svona aðstæð- um og það gerðu leikmenn mínir svo sannarlega.“ sagði Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, fljótlega eftir leik. Komu þessi ummæli ekki á óvart því vítaspyrnur Arsenal voru gríðarlega öruggar og var það aðeins í síðustu spyrunni gegn Viera sem Roy Carroll í marki Man. Utd. var nálægt boltanum. „,Manchester United lék mjög vel í þessum leik og við áttum í miklum erfiðleikum. Við þurftum að vera aftarlega og náðum ekki að skapa okkur mikið af færum. Þegar við lékum gegn þeim á Highbury náðum við ekki að loka nægilega vel á þá og því lagði ég áherslu á að bæta úr því,“ bætti glaðbeittur Wenger við eftir leikinn. elvar@frettabladid.is Arsenal var› í gær enskur bikarmeistari me› flví a› leggja Manchester United a› velli í vítaspyrnukeppni. Li› Manchester United var miklu sterkari a›ilinn í leiknum og fóru fjölmörg dau›afæri í súginn. VÍTASPYRNUKEPPNIN Ruud van Nistelroy (skorar) 1–0 Lauren (skorar) 1–1 Paul Scholes (Lehmann ver) 1–1 Freddie Ljungberg (skorar) 1–2 Cristiano Ronaldo (skorar) 2–2 Robin van Persie (skorar) 2–3 Wayne Rooney (skorar) 3–3 Ashley Cole (skorar) 3–4 Roy Keane (skorar) 4–4 Patrick Viera (skorar) 4–5 FÓTBOLTI Hetjan Jens Lehmann var alveg í skýjunum með bikarsigurinn. ,,Ég kom hingað til þess að vinna til verðlauna og nú er kominn einn bikar.“ Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hrósaði mótherjunum sérstaklega. ,,Þeir voru ansi duglegir að skapa sér færi og margir vilja kannski meina að við höfum ekki átt skilið að sigra. Ég er á öðru máli, það var frábær andi innan liðsins og við náðum að halda þetta út þrátt fyrir að það hafi verið ansi erfitt.“ Rio Ferdinand, varnarmaður United, var skiljanlega ansi svekktur eftir leikinn. ,,Það er leiðinlegt að horfa á eftir bik- arnum þar sem við unnum hann í fyrra. Það var ótrúlegt að við skyldum ekki ná að skora en það er ekki neinum öðrum að kenna en okkur sjálfum, ég heyrði áðan að þetta hefði verið í fyrsta sinn síðan 1985 sem úrslitaleik- ur keppninnar endar með markalausu jafntefli. Það þýðir ekkert að væla, tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir okkur og við erum ákveðnir í því að gera mun betur á því næsta,“ sagði Ferdinand. Gleði og sorg hjá leikmönnum eftir leikinn: Ótrúlegt a› ná ekki a› skora HETJAN LYFTIR BIKARNUM Lehmann hefur átt undir högg að sækja hjá Arsenal stærstan hluta þessa tímabils en í leiknum í gær reyndist hann bjargvættur liðsins. Kvennalandsliðið í handbolta áttiekki í erfiðleikum með að leggja Færeyjar að velli í gær og vann 31- 14. Arna Gunnarsdóttir var marka- hæst í íslenska liðinu með fimm mörk en þá átti Íris Björk Símonar- dóttir góðan dag í markinu og varði yfir 20 skot. Leikurinn var í Færeyj- um en liðin mætast aftur í dag. Hollenski leikmaður Dennis Berg-kamp mun skrifa undir nýjan samning við Arsenal bráðlega en þetta var opinberað eftir sigur liðs- ins á Manchester United í bikarn- um. Bergkamp, sem er orðinn 36 ára en spilar líkt og hann sé tíu árum yngri, mun framlengja samn- ing sinn um eitt ár en hann var keyptur frá Inter Milan árið 1995. Arsene Wenger hefur þó sagt Berg- kamp að hann muni ekki eiga fast sæti í liðinu. Enski landsliðsmaðurinn OwenHargreaves hefur opinberað áhuga sinn á að ganga í raðir Liver- pool. Leeikmaðurinn hefur verið orðaður við liðið en hann er nú í herbúðum þýska liðsins Bayern Munchen. ,,Liverpool er spennandi kostur, liðið er gott og framtíðin virðist vera björt undir stjórn Rafael Benitez. Meira vil ég þó ekki segja fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn gegn Schalke,“ sagði Hargreaves sem einnig hefur verið orðaður við Tottenham og Blackburn en er sagður hafa takmarkaðan áhuga á að fara til þeirra. ÚR SPORTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.