Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 23
3 ATVINNA Starf sérfræðings í klínískum rannsóknum á þróunarsviði Starfsmenn í klínískum rannsóknum hafa umsjón með framkvæmd frásogsrannsókna og klínískra rannsókna fyrir Actavis Group. Rannsóknir eru framkvæmdar bæði fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað. Deildin er í samstarfi við erlend rannsóknarfyrirtæki í Kanada, Suður-Afríku og Tékklandi. Starfið krefst umtalsverðra samskipta við erlenda verkefnastjóra rannsóknarfyrirtækja, sérfræðinga, starfsmenn fyrirtækisins og skráningaryfirvalda. Helstu verkefni: • Samantekt á upplýsingum um eiginleika lyfja • Eftirlit með hönnun rannsóknaráætlana og rannsóknarskýrslna • Umsjón með utanumhaldi á rannsóknargögnum • Eftirfylgni með gildandi lögum, reglum og reglugerðum um klínískar rannsóknir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum • Heimildaleit, pöntun og lestur tímaritsgreina • Samvinna við erlend fyrirtæki Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Þekking á GCP er kostur sem og reynsla af klínískum rannsóknum • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings á lyfjaefnadeild á þróunarsviði Val á viðeigandi lyfjaefnum (API) er lykilatriði fyrir velgengni samheitalyfja, allt frá þróun til framleiðslu og sölu. Starfið krefst umtalsverðra samskipta við lyfjaefnaframleiðendur, útvegun og utanumhald á gögnum auk innsýnar í efnafræðilega og skráningarlega þætti. Helstu verkefni: • Útvegun og mat á lyfjaefnum út frá gögnum og sýnum frá hráefnabirgjum • Ákvarðanataka um val á birgja og gerð lyfjaefnis • Tæknileg samskipti við hráefnabirgja og utanumhald á viðeigandi upplýsingum • Leggja mat á skráningarskjöl (s.s. DMF og tæknipakka) frá hráefnabirgjum • Umsjón með því að sýni af lyfjaefnum séu mæld/metin á viðeigandi hátt og mat á þeim niðurstöðum • Aðstoða skráningardeild við að svara athugasemdabréfum tengdum lyfjaefnum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í efnafræði, lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Þekking og reynsla af lyfjaskráningum og leiðbeiningum yfirvalda (e. guidelines) er kostur • Þekking og reynsla af efnafræði, efnagreiningum, gildingum, geymsluþoli eða öðrum sviðum lyfjaefna og lyfjaframleiðslu er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings geymsluþolsdeildar á þróunarsviði Geymsluþolsdeild sér um mælingar og utanumhald á geymsluþolssýnum á rannsóknarstofum Actavis Group. Starfið krefst nákvæmra og agaðra vinnubragða. Helstu verkefni: • Mælingar á geymsluþolssýnum (aðallega HPLC mælingar) • Yfirferð á niðurstöðum mælinga • Umsjón með tækjum á rannsóknarstofu • Umsjón/yfirferð geymsluþolsáætlana • Þátttaka í uppbyggingu deildarinnar ásamt ýmsum öðrum verkefnum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Reynsla af rannsóknarstörfum og HPLC er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings við hráefnamælingar á mælideild gæðasviðs Mælideild sér um gæðaeftirlitsmælingar á hráefnum og framleiðsluvörum fyrirtækisins. Starfið krefst nákvæmra og agaðra vinnubragða. Helstu verkefni: • Hráefnamælingar s.s. títranir, TLC, sannkennslispróf, HPLC mælingar, ljósmælingar og önnur próf • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð • Uppbygging gæðakerfis á rannsóknarstofu • Umsjón og eftirlit með ýmsum tækjum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í efnafræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Reynsla af rannsóknarstörfum er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is undir; Störf í boði fyrir 29. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lind Halldórsdóttir, ghalldorsdottir@actavis.is Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem: er metnaðarfullt hefur þjónustulund er sveigjanlegt vinnur vel í hópi sýnir frumkvæði hefur hagkvæmni að leiðarljósi Starfsfólk Actavis er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Því er markmið Actavis að ráða, halda í og efla hæft og traust starfsfólk sem valið er til starfa vegna hæfileika sinna sem grundvallast af reynslu, menntun og persónueinkennum. Tækifæri hjá Actavis Yfirmenn í eldhúsi Hjá Leikskólum Reykjavíkur er lög› áhersla á a› starfsfólk njóti sín í starfi, geti n‡tt flá menntun og hæfni sem fla› b‡r yfir og auki› flekkingu sína. Li›ur í flví er me›al annars öflug símenntun og handlei›sla. Njóttu flín! Menntunar- og hæfniskröfur: Nám á svi›i matrei›slu Reynsla af vinnu vi› matrei›slu æskileg fiekking og reynsla af verkstjórn æskileg fiekking á rekstri eldhúsa æskileg Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæ›i og árei›anleiki í starfi Nánari uppl‡singar veitir Borgar Ævar Axelsson starfsrá›gjafi, borgar.axelsson@reykjavik.is, í síma 563 5800. Einnig er hægt a› sko›a lausar stö›ur á heimasí›u okkar www.leikskolar.is Stö›ur yfirmanna í eldhúsum Leikskóla Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Leikskólar Reykjavíkur starfrækja 78 leikskóla flar sem starfa um 1800 einstaklingar. Karlar eru hvattir til a› sækja um jafnt sem konur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.