Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 23

Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 23
3 ATVINNA Starf sérfræðings í klínískum rannsóknum á þróunarsviði Starfsmenn í klínískum rannsóknum hafa umsjón með framkvæmd frásogsrannsókna og klínískra rannsókna fyrir Actavis Group. Rannsóknir eru framkvæmdar bæði fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað. Deildin er í samstarfi við erlend rannsóknarfyrirtæki í Kanada, Suður-Afríku og Tékklandi. Starfið krefst umtalsverðra samskipta við erlenda verkefnastjóra rannsóknarfyrirtækja, sérfræðinga, starfsmenn fyrirtækisins og skráningaryfirvalda. Helstu verkefni: • Samantekt á upplýsingum um eiginleika lyfja • Eftirlit með hönnun rannsóknaráætlana og rannsóknarskýrslna • Umsjón með utanumhaldi á rannsóknargögnum • Eftirfylgni með gildandi lögum, reglum og reglugerðum um klínískar rannsóknir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum • Heimildaleit, pöntun og lestur tímaritsgreina • Samvinna við erlend fyrirtæki Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Þekking á GCP er kostur sem og reynsla af klínískum rannsóknum • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings á lyfjaefnadeild á þróunarsviði Val á viðeigandi lyfjaefnum (API) er lykilatriði fyrir velgengni samheitalyfja, allt frá þróun til framleiðslu og sölu. Starfið krefst umtalsverðra samskipta við lyfjaefnaframleiðendur, útvegun og utanumhald á gögnum auk innsýnar í efnafræðilega og skráningarlega þætti. Helstu verkefni: • Útvegun og mat á lyfjaefnum út frá gögnum og sýnum frá hráefnabirgjum • Ákvarðanataka um val á birgja og gerð lyfjaefnis • Tæknileg samskipti við hráefnabirgja og utanumhald á viðeigandi upplýsingum • Leggja mat á skráningarskjöl (s.s. DMF og tæknipakka) frá hráefnabirgjum • Umsjón með því að sýni af lyfjaefnum séu mæld/metin á viðeigandi hátt og mat á þeim niðurstöðum • Aðstoða skráningardeild við að svara athugasemdabréfum tengdum lyfjaefnum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í efnafræði, lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Þekking og reynsla af lyfjaskráningum og leiðbeiningum yfirvalda (e. guidelines) er kostur • Þekking og reynsla af efnafræði, efnagreiningum, gildingum, geymsluþoli eða öðrum sviðum lyfjaefna og lyfjaframleiðslu er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings geymsluþolsdeildar á þróunarsviði Geymsluþolsdeild sér um mælingar og utanumhald á geymsluþolssýnum á rannsóknarstofum Actavis Group. Starfið krefst nákvæmra og agaðra vinnubragða. Helstu verkefni: • Mælingar á geymsluþolssýnum (aðallega HPLC mælingar) • Yfirferð á niðurstöðum mælinga • Umsjón með tækjum á rannsóknarstofu • Umsjón/yfirferð geymsluþolsáætlana • Þátttaka í uppbyggingu deildarinnar ásamt ýmsum öðrum verkefnum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Reynsla af rannsóknarstörfum og HPLC er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Starf sérfræðings við hráefnamælingar á mælideild gæðasviðs Mælideild sér um gæðaeftirlitsmælingar á hráefnum og framleiðsluvörum fyrirtækisins. Starfið krefst nákvæmra og agaðra vinnubragða. Helstu verkefni: • Hráefnamælingar s.s. títranir, TLC, sannkennslispróf, HPLC mælingar, ljósmælingar og önnur próf • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð • Uppbygging gæðakerfis á rannsóknarstofu • Umsjón og eftirlit með ýmsum tækjum Þekkingar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í efnafræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða hliðstæð menntun • Reynsla af rannsóknarstörfum er kostur • Góð ensku- og tölvukunnátta Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is undir; Störf í boði fyrir 29. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lind Halldórsdóttir, ghalldorsdottir@actavis.is Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem: er metnaðarfullt hefur þjónustulund er sveigjanlegt vinnur vel í hópi sýnir frumkvæði hefur hagkvæmni að leiðarljósi Starfsfólk Actavis er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Því er markmið Actavis að ráða, halda í og efla hæft og traust starfsfólk sem valið er til starfa vegna hæfileika sinna sem grundvallast af reynslu, menntun og persónueinkennum. Tækifæri hjá Actavis Yfirmenn í eldhúsi Hjá Leikskólum Reykjavíkur er lög› áhersla á a› starfsfólk njóti sín í starfi, geti n‡tt flá menntun og hæfni sem fla› b‡r yfir og auki› flekkingu sína. Li›ur í flví er me›al annars öflug símenntun og handlei›sla. Njóttu flín! Menntunar- og hæfniskröfur: Nám á svi›i matrei›slu Reynsla af vinnu vi› matrei›slu æskileg fiekking og reynsla af verkstjórn æskileg fiekking á rekstri eldhúsa æskileg Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæ›i og árei›anleiki í starfi Nánari uppl‡singar veitir Borgar Ævar Axelsson starfsrá›gjafi, borgar.axelsson@reykjavik.is, í síma 563 5800. Einnig er hægt a› sko›a lausar stö›ur á heimasí›u okkar www.leikskolar.is Stö›ur yfirmanna í eldhúsum Leikskóla Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Leikskólar Reykjavíkur starfrækja 78 leikskóla flar sem starfa um 1800 einstaklingar. Karlar eru hvattir til a› sækja um jafnt sem konur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.