Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 66
STAR WARS EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 11, 13, 14, 16, 17, 19, 20, 22 og 23
Sýnd í Lúxus kl. 12, 15, 18, 21, og 24 á miðnætti
STJÖRNUSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ!
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 14.30, 17.30, 20.30 og 23.30
Sýnd kl. 10 og 00.15 eftir miðnætti
B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 12, 14 og 16 m.ísl. tali
Sýnd kl. 11, 14, 17, 20 og 23
B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 18 og 20
SK DV
O.H.T. Rás 2
Downfall
Sýnd kl. 15, 18 og 21 B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 16, 18, 20 og 22
SK DV
Sýnd kl. 15, 18 og 21
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 15, 16.30, 18, 21
Þegar líf þitt er komið í rúst er gott
að eiga snarklikkaða ættingja til að
bjarga málunum.
Sýnd kl. 17.30, 20 og 22.15
Sýnd kl. 20 og 22.15
Sýnd kl. 14 og 16 m. ísl. tali.Einstök upplifun!
„Þetta er einfaldlega 100% Star Wars“
Þórarinn Þórainsson , Fréttablaðið ★★★★★
„Allt sem maður getur mögulega viljað í
Star Wars-mynd og rétt rúmlega það“
Tómas Valgeirsson, kvikmyndir.is ★★★★1/2
„Lucas tekst það sem Stjörnustríðs-
aðdáendur vonuðu: Að loka hringnum með
glæsibrag“
Sæbjörn Valdimarsson, MBL ★★★★
POWERSÝNINGAR
Á THX-TJALDI EFTIR
MIÐNÆTTI!
Sýnd kl. 14 m. ísl. tali.
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR
DAGSINS - 400 KR. ATH! Sýningar sérmerktar með rauðu
SÍMI 553 2075SÍMI 551 9000
Frumburður rokkdúettsins Hot
Damn!, „The Big’n Nasty
Groove’O Mutha,“ er kominn út.
Hot Damn!, sem samanstendur af
Jens Ólafssyni, söngvara Brain
Police, og Smára „Tarfi“ Jóseps-
syni, leikur einhvers konar blús-
rokkblöndu.
Á plötunni er að finna lög á
borð við „Hot Damn, That Woman
Is a Man“ sem var næstmest sótta
lag Rokk.is-heimasíðunnar á síð-
asta ári og komst að auki í annað
sæti X-Dominos listans. Bubbi
Morthens var strákunum til full-
tingis í laginu Tag Along en þar
má heyra kappann þenja munn-
hörpuna eins og honum er einum
lagið. „Hvert einasta lag á plöt-
unni er byggt á sönnum sögum
eða atburðum og lag Bubba fjallar
um mann sem rís upp úr ösku
eiturlyfjanotkunar,“ segir Smári.
„Það var því alveg borðleggjandi
að fá kónginn í þetta enda býr
hann að þessari reynslu sjálfur.“
Hot Damn! var stofnuð í febrú-
ar á síðasta ári. „Ég átti smá lager
af blúsrokkriffum sem ég hafði
gert í gegnum tíðina svo ég ákvað
að gera eitthvað við þetta,“ segir
Smári, sem var áður fyrr gítar-
leikari í Quarashi. „Ég vildi fara
aftur í ræturnar eins og var gert í
gamla daga, einn gítar og ein
rödd. Málið er að ég er ansi slakur
söngvari og vildi því fá besta
manninn í það. Ég hóaði í Jenna og
eftir þriðja skiptið sem við hitt-
umst vorum við komnir með sex
til sjö lög,“ segir hann. Við hlust-
un á plötuna er líka greinilegt að
þeir félagar ná vel saman, þar
sem fyrirtaks gítarleikur Smára
blandast vel við kraftmikla rödd
Jens.
Næstkomandi mánudag klukk-
an 16.00 leikur Hot Damn! í Tóna-
búðinni en á miðvikudagskvöld
heldur sveitin síðan útgáfutón-
leika á Kvíabryggju. „Við eigum
marga vini sem eru tukthúslimir.
Þegar þeir heyrðu að við ætluðum
að halda útgáfutónleika í bænum
voru þeir svo svekktir að geta
ekki komist að við ákváðum að
koma með tónleikana til þeirra.
Þetta er viss áhætta sem við erum
tilbúnir að taka,“ segir Smári í
léttu gríni. „Rétt eins og Johnny
Cash gerði á At Folsom Prison-
plötunni verða menn að hætta lífi
og limum fyrir rokkið.“
Þeir félagar í Hot Damn! halda
í tónleikaferð um landið í júní og
stefna að því að spila á sem flest-
um stöðum. Ekkert tónleikahald
er fyrirhugað erlendis nema
hugsanlega spilamennska á göt-
unni fyrir pening. Þar gætu
Norðurlöndin komið sterk inn.
freyr@frettabladid.is
Þrjú lög sem hljómsveitin
Incubus samdi fyrir kvikmynd-
ina Stealth koma út á plötu 12.
júlí ásamt fleiri lögum úr mynd-
inni. Eitt laganna, Make a Move,
verður gefið út á smáskífu auk
þess sem það mun hljóma í sýn-
ishorni úr myndinni.
Fyrsti dúettinn sem Incubus
hefur tekið upp, Neither of Us
Can See með Chrissie Hynde úr
The Pretenders, verður einnig á
plötunni ásamt laginu Ad-
miration. Öll lögin voru samin
sérstaklega fyrir ákveðin atrið-
ið í myndinni. Með aðalhlutverk
í henni fara Jamie Foxx, sem
hlaut Óskarinn fyrir hlutverk
sitt í Ray, Jessica Biel og Josh
Lucas. Myndin er væntanleg í
kvikmyndahús í Bandaríkjunum
29. júlí.
Incubus spilar á þó nokkrum
tónlistarhátíðum víðsvegar um
Evrópu í sumar en eftir það er
stefnan sett á upptökur á nýrri
plötu. ■
firjú lög í kvikmyndinni Stealth
INCUBUS Hljómsveitin Incubus á þrjú lög
í kvikmyndinni Stealth, sem er væntanleg í
sumar.
Einn gítar og ein rödd
HOT DAMN! Hljómsveitin Hot Damn! er skipuð þeim Jens Ólafssyni og Smára Tarfi.
www.shortdocs.info
R E Y K J A V Í K
SHORTS & DOCS
HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍD Í REYKJAVÍK
Í NYUPPGERDU TJARNARBÍÓI25-29 MAI