Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.05.2005, Blaðsíða 59
SUNNUDAGUR 22. maí 2005 27 Okkur á norðurslóðum er gjarnt á að draga fót- boltann í Suður-Evrópu saman í dilk og fjalla um deildirnar á Spáni og Ítalíu undir sama hatti. Þetta er algengt í fjölmiðlum í Norður-Evrópu og hér á Íslandi má sjá þetta í þætti Guðna Bergs á Sýn og hjá undirituðum í sunnudagspistlum þessum í Fréttablaðinu. Enda margt skylt með þeim frænd- um og hinn samlatneski andi svífur gjarnan yfir vötnum; þjóðirnar standa iðulega saman á al- þjóðavettvangi, sérstaklega á vígstöðvum Evrópu- sambandsins. En frændseminni lýkur þegar kemur að fótboltanum, þjóðarsporti beggja. Því þótt Ítöl- um og Spánverjum líki allvel hvorum við aðra þá bera þeir ekki mikla virðingu fyrir knattspyrnu hvors annars. Þetta sést best í umfjöllun spænskra blaða í aðdraganda úrslitaleiksins í Meistaradeild- inni þar sem þeir þyrpast að baki hins hálf- spænska El Liverpool á meðan þeir finna hinu mekaníska Milan-liði allt til foráttu. Tassotti tendraði eld Spánverjum finnst ítalski boltinn kerfisbundinn og leiðinlegur á meðan Ítölum finnst sá spænski aga- laus, villtur og lengstum árangurslítill. Fótboltaríg- ur spænskra og ítalskra er gamalgróinn en hófst í nýjar hæðir og hærri fyrir röskum áratug. Spán- verjar hafa ævinlega haft allnokkra minnimáttar- kennd gagnvart Ítölum hvað varðar árangur á al- þjóðavettvangi, einkum hvað varðar landsliðin. Ítalar hafa þrisvar orðið heimsmeistarar, einu sinni Evrópumeistarar og oft komist í úrslit á stórmót- um á meðan spænska landsliðið er þekkt fyrir að bregðast á ögurstundu og detta út úr stórmótum með glæsibrag, helst gegn minni spámönnum. Á öndverðum tíunda áratugnum kom hinsvegar fram sterk kyn- slóð spænskra leikmanna og fyrir HM 1994 í Bandaríkjunum ríkti allnokkur bjart- sýni um gang liðsins. Liðið laut hins vegar í gras gegn, jú auðvitað, Ítölum! Spænskir voru betri í leiknum en Ítalir unnu á seiglunni, heppni og hagstæðri dómgæslu. Roberto Baggio skor- aði sigurmarkið á næstsíðustu mínútu og Mauro Tassotti rændi svo Luis Enrique upp- lögðu marktækifæri með olnbogaskoti sem nefbraut Spánverjann. Tassotti slapp með skrekkinn hjá dómaranum þótt hann fengi 9 leikja bann eftir að myndbandsupptökur voru skoðaðar og endaði þar með landsliðsferill hans. Þetta bræðavíg tóku Spánverjar óstinnt upp og hafa aldrei fyrirgefið Ítölum framkomuna í leiknum. Tveimur árum síðar tapaði Real Madrid fyrir Juventus í tveimur slagsmálaleikjum í fjórðungsúrslitum Meist- aradeildarinnar. Sá leikur sýndi hversu kveikiþráðurinn var stuttur milli þjóð- anna og þótt annað eins hafi ekki endurtekið sig á síðari árum er oft grunnt á því góða. Ein helsta kempa Real Madrid og spænska landsliðsins á þessum árum var miðvallar- leikmaðurinn baráttuglaði Michel sem nú er einn þekktasti sjónvarpsmaður Spánar og hann er duglegur að senda Ítölum eitr- aðar pillur, lýsti því t.a.m. yfir að það ætti að banna ítalskan fótbolta eftir litlausan úr- slitaleik Milan og Juve fyrir tveimur árum. Spænski sextettinn Michel er eins og og langflestir spænskir sparkblaðamenn afar ánægður með fram- gang Liverpool í Meistara- deildinni í vetur enda telja þeir liðið hálfspænskt. Michel og félagar hafa hing- að til ekki borið virðingu fyrir leikskipu- lagi enskra en í vetur hefur taktík Mourinhos vakið virðingu og svo er Rafa Benitez afar virtur og vinsæll á Spáni fyrir störf sín hjá Valencia. Ekki skemmir „spænski sextettinn“ fyrir, þeir Xabi Alonso, Josemi, Fernando Morientes, Luis Garcia, Antonio Nunez og Mauricio Pellegrino, sá síðast- nefndi talinn með þótt ekki sé hann spænskur enda lék hann í sex ár á Spáni. Liverpool á fjöl- marga stuðningsmenn á Spáni frá gullaldarárum félagsins á áttunda og níunda áratugnum sem hélst í hendur við töluverða lægð í spænska bolt- anum þar sem spænsk lið komust hvorki lönd né strönd í Evrópumótum. Leikmaður Liverpool frá þeim árum, John Toshack, varð síðar frægur þjálf- ari á Spáni þar sem hann stýrði fjölmörgum fé- lagsliðum um tveggja áratuga skeið þar til hann tók við velska landsliðinu nýverið. El Tosh eða John Benjamin eins og hann er kallaður á víxl á Spáni varð tákngervingur Liverpool og þess sem væri traust, heiðarlegt og gott við enskan fót- bolta. Spánverjar studdu El Liverpool gegn Chel- sea og eru nánast jafn einarðir stuðningsmenn liðsins í leiknum gegn erkifjendunum AC Milan og um spænskt lið væri að ræða. Milan er mikil ógn við spænskan fótbolta enda eina liðið sem kemst nærri titlafjölda Real Madrid í Evrópu- keppninni. Ítölsku blöðin gera líka mikið með spænsku áhrifin og þakka þeim árangurinn, bera þrátt fyrir allt meiri virðingu fyrir spænska boltan- um en þeim enska... Spánverjar sty›ja El Liverpool EINAR LOGI VIGNISSON: RÍGURINN MILLI SPÁNVERJA OG ÍTALA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  14.00 Þróttur og Fylkir mætast í Landsbankadeild karla á Laugardalsvelli.  14.00 ÍBV og Keflavík mætast í Landsbankadeild karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.  14.00 Grindavík og FH mætast í Landsbankadeild karla á Grindavíkurvelli.  16.00 Völsungur og Breiðablik mætast í 1. deild karla á Húsavíkurvelli.  16.00 Víkingur Ó. og KS mætast í 1. deild karla í Ólafsvík.  16.00 Fjölnir og KA mætast í 1. deild karla á Fjölnisvellinum.  16.00 Þór og Víkingur R. mætast í 1. deild karla á Akureyrarvelli.  17.00 Ísland og Færeyjar mætast í vináttuleik í handbolta kvenna á Ásvöllum í Garðabæ.  19.00 Færeyjar og Ísland eigast við í vináttuleik í handbolta karla á Þórshöfn í Færeyjum.  19.15 Þór og Víkingur R. mætast í Landsbankadeild karla í Frostaskjólinu. ■ ■ SJÓNVARP  10.55 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  11.20 Formúla á Rúv. Bein útsending frá kappakstrinum í Mónakó.  10.55 Gillette sportpakkinn á Sýn.  12.20 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur um þessa sterkustu deild heims.  12.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Livorno  15.00 Enski bikarinn á Sýn. Útsending frá úrslitaleik Arsenal og Man.Utd.  16.50 Spænski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Real Madrid og Atletico Madrid frá því í gær.  19.00 US PGA ColonialÝ á Sýn. Bein útsending frá The Bank of America Colonial mótinu.  19.00 Spænski boltinn á Sýn 2. Bein útsending frá leik Barcelona og Villareal  21.20 Helgarsportið á Rúv. Farið yfir íþróttaviðburði vikunnar.  21.35 Fótboltakvöld á Rúv. Sýnt verður frá leikjum dagsins.  22.30 NBA á Sýn. Útsending frá leik Dallas og Pheonix frá því í fyrrinótt. FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson býst við hörkuleik í Grindavík þar sem Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn. ,,Fyrir fram myndi maður ætla að FH færi létt með þennan leik en það er ekkert sjálf- gefið. Ég á von á því að þetta verði hörkuleikur og hann endi með jafntefli 1-1, ég tala nú ekki um ef það verður smá vindur í Grinda- vík þá gæti hann hjálpað. FH vann Keflavík í fyrstu umferðinn, þeir gerðu það sem til þurfti en hafa oft spilað betur, það var enginn glansbragur á liðinu. Það vita þó allir að þetta er rosalega vel mannað lið og að öllu jöfnu ættu þeir að hafa þetta mót.“ Þróttur og Fylkir mætast í Laugardalnum og telur Jörund- ur að þar verði athyglisverður leikur. ,,Þetta eru bæði lið sem eru vel spilandi og hafa spilað sóknarbolta og ég býst við mjög skemmtilegri viðureign. Ég gæti trúað því að þetta verði markaleikur og hann endi 4-3, þá hallast ég frekar að sigri Þróttar, það er mikil stemn- ing í Þrótti. Fylkismenn spiluðu mjög vel á móti KR en því miður fyrir þá fengu þeir ekkert út úr leiknum. Þeir hafa á að skipa mjög góðu liði og allt getur gerst.“ Í Vestmannaeyjum munu ÍBV og Keflavík kljást og kallar Jör- undur þennan leik hálfgerðan fallslag þó erfitt sé að fara að tala um fallbaráttuna ennþá. ,,Ég held að í þessum leik muni heimavöll- urinn ráða baggamuninn. Það tek- ur tíma fyrir þjálfara þeirra að púsla liði sínu saman þar sem þeir fengu menn inn á síðustu stundu en ég reikna með að liðið fari vax- andi þegar líða tekur á.“ Reykjavíkurstórveldin KR og Fram leika um kvöldið í Vestur- bænum og segist Jörundur vonast eftir sigri Fram. ,,Þetta verður hörkuleikur og nær ómögulegt að spá. Fram byrjaði mótið vel, reyndar eins og í fyrra, en ég hef trú á því að þeir spili vel í leiknum en nái samt bara stigi. Framliðið hefur frábæran þjálfara sem hefur breytt hugarfarinu í liðinu.“ Jörundur segir mótið fara óskóp venjulega af stað og sér ekki fram á neitt stórkostlegt knattspyrnusumar. ,,Maður hefði viljað sjá fleira fólk mæta á völl- inn í fyrstu umferð en það von- andi kemur þegar það fer að hlýna meira og boltinn fer að vera meira.“ -egm JÖRUNDUR ÁKI SVEINSSON Markaleikur í Laugardalnum Önnur umfer› Landsbankadeildar karla fer af sta› í dag me› fjórum leikjum. Fréttabla›i› fékk Jörund Áka Sveinsson, landsli›sfljálfara kvenna og fljálfara karlali›s Stjörnunnar, til a› spá í leiki dagsins. GÓÐ FYRIRHEIT Fylkir og Þróttur áttust við í miklum markaleik í Landsbanka- deildinni fyrir tveimur árum en þá unnu Þróttarar óvænt 1-5 í Árbænum. Hér sjást Eysteinn Lárusson hjá Þrótti og Hrafnkell Helgason hjá Fylki kljást í þeim leik en þær verða líklega báðir í eldlínunni í dag. Baldvin Þorsteinsson: Ætlar a› vera áfram hjá Val HANDBOLTI Handknattleiksmaður- inn Baldvin Þorsteinsson hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals á næsta ári. Baldur var í við- ræðum við Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka en hann hefur nú tekið þá ákvörðun að halda áfram með Völsurum. ,,Ég er búinn að fara á nokkra fundi með stjórn Vals og mér líst mjög vel á þeirra áform. Það eru komnir nýir menn með ferskar hugmyndir sem ætla að styrkja liðið með minnst tveimur mjög sterkum leikmönnum. Ég var ekki alveg sáttur með stjórnina á síð- asta tímabili en þetta lítur vel út núna. Mér hefur alltaf liðið vel hjá Val og verð því örugglega áfram.“ sagði Baldur í samtalið við Fréttablaðið í gær. -egm BALDVIN ÞORSTEINSSON Valsmenn eru líklega mjög ánægðir með að hafa náð að sannfæra Baldvin um að vera áfram enda einn af betri leikmönnum deildarinnar. Svíinn Zlatan Ibrahimovic er eftirsóttur leikmaður: Real Madrid me› risabo› FÓTBOLTI Real Madrid hafa boðið 70 milljónir evra í sænska sóknarmanninn Zlatan Ibra- himovic hjá Juventus en það jafngildir tæpum sex millj- örðum króna. Frá þessu greindi umboðsmaður Zlatans, Mino Raiola, við sænska fjölmiðla í gær. Hann sagði einnig frá því að forráðamenn Juventus hefðu umsvifalaust hafnað tilboðinu, sem hefði sett Zlatan í hóp með þremur dýrustu knattspyrnu- mönnum sögunnar. „Þeir vilja ekki selja hann fyrir neinn pen- ing,“ segir Raiola og bæt- ir við að ástæðan fyrir áhuga Real sé augljós. „Zlatan er einn sá besti í heiminum í dag. Þess vegna vill Real Madrid fá hann til sín,“ segir Raiola en tilboðið í leikmanninn barst fyrir nokkrum dögum. Ekki er hægt að segja að ein- hver skortur sé á framúrskar- andi framlínumönnum í liði Real og því er óhætt að segja að þessi áhugi á sænska lands- liðsmanninum komi nokkuð á óvart. Einnig er hann til að ýta enn frekar undir þær vangaveltur um að Michael Owen sé á leið aft- ur til Liverpool í sumar. Ibrahimovic var keyptur til Juventus frá Ajax fyrir tíma- bilið í ár og hefur staðið sig framar vonum með 16 mörk í deildinni það sem af er. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.