Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 2
2 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR DÆGRADVÖL „Korpan hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og núna, auk þess sem veðráttan í maí hefur verið afar slæm,“ segir Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur. Golfvellir í nánd við höfuð- borgarsvæðið koma afar misjafn- lega undan vetri og vakið hefur athygli að á meðan golfvöllur GKG í Garðabæ virðist vera í afar góðu ásigkomulagi er ekki hið sama að segja um Hvaleyrina í Hafnarfirði þar sem flatir eru margar slæmar og brautir láta víða á sjá. Margeir segir að þrátt fyrir að nokkrir vellir líti verr út en búist var við séu þeir fleiri sem séu í þokkalega góðu ásigkomulagi. Grafarholtið sé að koma allsæmi- lega undan vetri. Golfvellirnir á Hellu og Akranesi séu ágætir og sömu sögu má segja um Hólms- völl þeirra Suðurnesjamanna. Fyrsta stigamót sumarsins á Toyota-mótaröðinni fer einmitt fram á Strandavelli við Hellu um næstu helgi. Sá völlur er talinn bærilegur eins og sakir standa og vonast er til að hann verði orðinn góður þegar mótið hefst. - aöe BRUNI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað út eftir að mikils reyks var vart í kjallara í fjölbýlishúsi að Háaleitisbraut um klukkan hálf fimm í gær. Eldur hafði komið upp í þvottavél og þurfti reykkafara til að komast að honum. Slökkvistarfið gekk greiðlega en lögreglan telur að tjónið sé tölu- vert vegna reyk- og vatns- skemmda. Slökkviliðsmenn segja mikla mildi að lokað hafi verið inn í þvottahúsið þegar eldurinn kom upp annars hefði hann getað breiðst út. Einnig voru slökkviliðs- menn þakklátir íbúum í stigagang- inum fyrir að halda sig inni á með- an eldur var laus. Það var í nógu að snúast hjá slökkviliðinu í gær því tilkynnt var um fjóra sinubruna. Einnig kom útkall vegna ruslagáms sem orðið hafði eldi að bráð í fyrrinótt. Hringdi maður í lögreglu til að segja henni frá þessum brennda gámi en lögreglan misskildi mann- inn og kallaði slökkviliðið út sem fór fýluferð í annríkinu. – jse Hart sótt a› Schröder Gerhard Schröder hefur bo›a› til kosninga í haust eftir a› flokkur hans bei› afhro› í héra›skosningum í stærsta sambandsl‡›veldi landsins. Fyrst flarf a› fara fram atkvæ›agrei›sla í sambandsflinginu um traust á ríkisstjórnina. BERLÍN, AP Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara beið afhroð í fylkiskosningum í Nord- rhein-Westfalen á sunnudaginn en flokkurinn hefur haldið þar um stjórnartaumana síðan 1966. Flokk- urinn fékk einungis 37,2 prósent at- kvæða á meðan kristilegir demókratar, stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, hlaut 44,9 prósent atkvæða. Nordrhein-Westfalen er fjölmennasta fylki Þýskalands með rúmlega átján milljónir íbúa og tap- ið því mikið áfall fyrir kanslarann. Schröder hefur boðað til þing- kosninga í haust, ári áður en kosn- ingar voru upphaflega áformaðar. Áður en að þeim kemur verður efnt til atkvæðagreiðslu í sambands- þinginu um traust til ríkisstjórnar- innar en Franz Müntefering, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, lýsti þessu yfir í gær. Er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram áður en neðri deild þingsins fer í sumarfrí 1. júlí næstkomandi. Ef þingið fellir tillöguna hefur Horst Köhler, forseti Þýskalands, þrjár vikur til að rjúfa þing og síðan verð- ur að halda nýjar kosningar innan sextíu daga. Þessari aðferð beitti Helmut Kohl árið 1983 með þeim ár- angri að andstæðingar hans biðu af- hroð í kosningunum sem á eftir komu. Eflaust vonast Schröder eftir viðlíka niðurstöðum. Skoðanakannanir benda til að kristilegir demókratar séu líklegir til þess að velta stjórn Schröders úr sessi. Formaður þeirra, Angela Merkel, prestsdóttir frá gamla Austur-Þýskalandi, gæti þannig orð- ið fyrsti kvenkanslari Þýskalands. Schröder hefur legið undir ámæli heima fyrir vegna bágs efna- hagsástands. Atvinnuleysi er tals- vert í landinu, er nú rétt um tólf prósent. Nú þegar hefur flokkur Schröders boðað róttækar umbætur í efnahagslífinu fái hann áframhald- andi umboð kjósenda og er það til- raun til þess að sannfæra almenn- ing um að til standi að bæta ástand- ið. Flokkur Schröders er í ríkis- stjórnarsamstarfi við græningja, flokk utanríkisráðherrans Joscha Fischer, en sá flokkur hefur einnig tapað miklu fylgi á yfirstandandi kjörtímabili. Fischer er þó sann- færður um að þeim takist að vinna aftur traust kjósenda í kosningabar- áttunni. oddur@frettabladid.is Olíuleit við Noreg: Fundu miki› magn af gasi NOREGUR Gífurlegt magn af gasi hefur fundist undan ströndum Noregs. Er talið að um 60 millj- arða rúmmetra sé að ræða og er þetta einn mesti gasfundur sem um getur á þessum slóðum. Gasið fannst við boranir á svæði sem er um 145 kílómetra vestur af bænum Kristiansund á vesturströnd Noregs, í nágrenni við olíuvinnslusvæðið Draugen- felt þar sem olía hefur verið unnin síðan 1993. Hafsdýpið þar sem borað var er 308 metrar en borholan sjálf er liðlega fimm kílómetra að dýpt. ■ FLEIRI DEYJA ÚR HERMANNAVEIKI Í það minnsta fimm Norðmenn hafa látist úr hermannaveiki sem gaus upp á sjúkrahúsi í Frederik- stad um helgina. Talið er alls hafi 24 vistmenn á spítalanum smitast. LÖGREGLUMAÐUR Á LEIÐ Í SJÚKRABÍL Lögreglumaðurinn sem hér sést fara í sjúkrabíl rifbeinsbrotnaði í árekstri. Lögreglumaður rifbeinsbrotnaði: Lögregla í árekstri UMFERÐARSLYS Lögeglumaður við- beinsbrotnaði eftir að hann lenti í árekstri á bifhjóli sínu við bifreið á gatnamótum Háteigsvegar og Stakkahlíðar um fimmleytið í gær. Var hann þá á leið sinni að Háaleitisbraut þar sem eldur hafði komið upp í kjallara. Frek- ari upplýsingar um tildrög slyss- ins eða ástand bifreiðarinnar lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. – jse Vökul lögregluaugu: Fíkniefna- fundur FIKNIEFNAMÁL Lögreglan í Hafnar- firði handtók ökumann á sunnu- dagsmorgun eftir að meint am- fetamín fannst í bifreið hans. Vöknuðu grunsemdir hjá lögreglu þegar hún var við hefðbundið eft- irlit. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði er sífellt algengara að hún verði uppvís að menn séu með fíkniefni í fórum sínum. Um síðustu helgi handtók lög- reglan svo þrjá menn eftir að fíkniefni fundust í bifreið þeirra en einnig þá vöknuðu grunsemdir við hefðbundið eftirlit. – jse SPURNING DAGSINS Stefán, er dómaranum loksins or›i› svara vant? Það stendur ekki á svörunum, en fyrst að Bandaríkjaforseti má aðeins sitja í tvö kjörtímabil þá er rétt að hið sama gildi um þetta mikilvæga embætti líka. Stetán Pálsson, dómari og spurningahöfundur í Gettu betur undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að leggja spurningagerðina á hilluna í bili. Leit af eftirmanni hans stendur nú yfir. NOREGUR BANDARÍKIN GERHARD SCHRÖDER Kanslari Þýskalands hefur boðað til kosninga eftir að flokkur hans beið afhroð í fylkiskosningum. M YN D /A P ANGELA MERKEL Formaður kristilegra demókrata og líklegt kanslaraefni þeirra. HVALEYRARVÖLLUR Í GÆR Ástand hans er miður gott og enn leikið víða á vetrarteig- um. Vífilsstaðavöllur í tíu mínútna fjarlægð þykir aftur á móti vera í góðu ásigkomulagi. Golfvellir landsins eru í misjöfnu ásigkomulagi: Misgó›ir eftir veturinn SLÖKKVILIÐSMENN AÐ STÖRFUM Reykkafari fer hér úr búnaði sínum og fær til þess að- stoð frá kollega sínum. Mikill reykur var í kjallara fjölbýlishúss við Háaleitisbraut eftir að það kviknaði í þvottavél en slökkviliðið var ekki lengi að slökkva eldinn og reykræsta. Annríki hjá slökkviliðinu: Eldur kom upp í kjallara FORSETAFRÚR Í KAÍRÓ Laura Bush og Suzanne Mubarak hittu skólabörn í út- hverfi Kaíró. Laura Bush í Ísrael: Fjöldi fólks mótmælti ÍSRAEL, AP Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hópur fólks mótmælti komu hennar harðlega þegar hún var á ferð í Jerúsalem í í fyrradag. Hún sagði að mótmælin hefðu ekki komið sér á óvart heldur hafi hún beinlínis búist við slíku þar sem öllum væri ljóst hvílík spenna ríkti á milli trúarhópa á svæðinu. Laura eyddi gærdeginum í Eg- yptalandi þar sem hún hitti Suzanne Mubarak forsetafrú. Þær ræddu sérstaklega um mikilvægi þess að lesa fyrir börn. ■ M YN D /A P NIÐURGREITT VIAGRA Komið hef- ur í ljós að 198 hættulegir kyn- ferðisafbrotamenn í New York- ríki sem taldir eru líklegir til að brjóta af sér á nýjan leik hafa fengið stinningarlyfið Viagra nið- urgreitt af hinu opinbera síðustu fimm árin. Ríkisendurskoðandi hvatti í gær til að þessi stuðning- ur yrði endurskoðaður hið fyrsta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.