Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 6
NEYTENDUR „Þessar niðurstöður koma mér á óvart og sýna að inn- flytjendur hafa verið ríflegir í allri álagningu sinni,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýbirt verðkönnun hagstofu Evrópu- sambandsins, Eurostat, sýnir að tugprósentamunur var á verði á fatnaði og skóm hérlendis sam- anborið við þjóðir innan ESB. Reyndist Ísland dýrast í öllum þeim tólf flokkum sem kannaðir voru en verð 285 vörutegunda var borið saman. Um er að ræða tölur frá árinu 2003 þar sem bor- ið var saman verð milli allra sambandsríkjanna, þriggja ríkja sem sótt hafa um aðild og EFTA- ríkjanna Sviss, Noregs og Ís- lands. Niðurstaðan er sú að Ís- land reyndist í heildina 49 pró- sentum dýrari en meðaltal Evr- ópusambandsins og ellefu pró- sentum dýrari en Noregur sem kom næst. Sé litið á hvern flokk fyrir sig reyndist Ísland dýrast hvað varðaði skófatnað fyrir unga- börn en þar munaði 60 prósent- um frá meðaltali Evrópuríkja. Skófatnaður kvenna reyndist 58 prósentum dýrari en meðaltalið og skófatnaður karla 54 prósent- um dýrari. Minnstu munaði á herrafatnaði sem var þó 39 pró- sentum dýrari hér en að meðal- tali í Evrópu. Ódýrustu þjóðirnar í könnun- inni reyndust vera Búlgaría og Rúmenía en verð í flestum flokk- um þar var um 40 til 50 prósent- um undir meðaltali ríkja ESB. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, sagðist ekki hafa skýringar á reiðum höndum á þessum mikla mun milli Íslands og Evrópu. „Hins vegar er talað um að innflytjendur greiði að meðaltali fimmtán prósentum meira fyrir vöruna hingað komna en inn- flytjendur í Evrópusambandinu greiða fyrir sína vöru. Einnig má benda á að raunverðslækkun á fatnaði hér á landi hefur verið fimm prósent síðustu tíu árin og á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 30 prósent. Það má því segja að þessir hlutir hafi lækkað en þetta skýrir ekki þennan mikla mun.“ albert@frettabladid.is ÁRSFUNDUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Ársfundur Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 31. maí 2005 kl. 11 - 12 í Hátíðasal, Aðalbyggingu Háskólans. Dagskrá • Páll Skúlason háskólarektor setur fundinn, fer yfir starfsemi síðasta árs og fjallar um meginatriði í starfi Háskólans. • Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskólaráðs, gerir grein fyrir reikningum ársins 2004 og kynnir fjárhag Háskólans. • Rektor svarar fyrirspurnum. 6 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR BRUSSEL, AP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjan- leika við samningaborðið í við- ræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni. Talsverð spenna hefur ríkt undanfarin misseri í samskipt- um klerkastjórnarinnar í Íran og ríkisstjórna á Vesturlöndum sem telja Írana þróa kjarnorkuvopn á laun. Í síðustu viku kváðust stjórnvöld í Teheran ætla að hefja auðgun úrans á nýjan leik til að nota við raforkuvinnslu. Þessu eru hins vegar ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópu tregir til að trúa. Á morgun hefst fundur Írans og Evrópusambandsins í Genf um kjarnorkumálin. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, skoraði á Írana að láta af áformum sín- um um auðgun úrans og í staðinn gætu þeir vænst að fá fríverslun- arsamning við Evrópusambandið og frekari efnahagsaðstoð. Síðustu vikur hafa erindrekar ríflega 180 ríkja rætt um endur- skoðun sáttmála um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ráðstefnunni lýkur á föstudaginn og hefur árangur- inn af viðræðunum verið sára- lítill. ■ LONDON, AP Ellefu þúsund frétta- og tæknimenn breska ríkisútvarpsins BBC lögðu niður störf í sólarhring í gær til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði og einkavæðingu hluta stofnunarinnar. Til stendur að segja upp um fjögur þúsund starfsmönn- um og spara með því móti rúmlega 350 milljónir pund árlega. Starfsfólkið ætlar að láta hart mæta hörðu og hótar nú tveggja daga verkfalli um mánaðamótin ef niðurskurðinum verður ekki af- lýst. Í gær voru endurflutningar allsráðandi á öllum rásum BBC og einungis örfá stutt fréttaskot flutt þegar nauðsyn þótti krefja. - oá Föt og skór d‡rust á Íslandi Samkvæmt ver›könnun hagstofu Evrópusambandsins me›al 30 ríkja á tæplega 300 vörutegundum í skóm og fatna›i reyndist hæsta ver›i› í öllum flokkum vera á Íslandi. Um tugprósenta ver›mun var a› ræ›a. Sænskir framhaldsskólar: Færri stunda nám en á›ur SVÍÞJÓÐ Svíar hafa vaxandi áhyggjur af því að ungmennum sem ekki ljúka framhaldsskóla- námi fer stöðugt fjölgandi. Þrír af hverjum tíu Svíum um tvítugt hafa ekki lokið fram- haldsnámi samkvæmt nýrri könnun en samasvarandi tala var tveir af hverjum tíu í upp- hafi tíunda áratugarins. Þá voru það um 20 þúsund ungmenni í hverjum árgangi sem ekki kláruðu framhalds- skólanám en nú er þessi tala um 30 þúsund. Fyrst og fremst eru það ungmenni í bóknámstengdu verknámi sem hverfa úr skóla.■ FRAMBJÓÐENDUR ÚTILOKAÐIR Yfirstjórn framboðsmála í Íran úrskurðaði í fyrradag að allir nema sex af yfir 1.000 frambjóð- endum í forsetakosningum sem fram fara í landinu þann 17. júní uppfylltu ekki framboðsskilyrði. Meðal hinna útilokuðu er Mostafa Moin, sem stærsti umbótaflokkur landsins tilnefndi. SÝNINGUM HÆTT Miklar öryggis- ráðstafanir hafa verið gerðar í indverskum kvikmyndahúsum eftir að sprengjur sprungu í tveimur bíóum í Nýju-Delí á sunnudag þar sem umdeild kvik- mynd var til sýninga. Sýningum á myndinni hefur víðast verið hætt. Fíkniefnamál á Selfossi: firír hand- teknir FÍKNIEFNAMÁL Þrír menn voru hand- teknir á Selfossi á fimmtudaginn eftir að nokkurt magn af am- fetamíni, kannabisefnum og -plönt- um fannst við húsleit lögreglunnar. Grunsemdir lögreglu höfðu vaknað um að húsráðandinn seldi fíkniefni og eftir að hafa fundið smáræði af kannabisefnum á gesti sem var að koma úr húsinu var gerð húsleit hjá gestgjafanum. Þar var annar gestur sem var einnig hand- tekinn en sleppt fljótlega aftur og er hann ekki talinn tengjast málinu. Málið telst nú upplýst og bíða mennirnir tveir ákæru eða sekta að sögn lögreglunar á Selfossi. - jse Samgönguráðherra: Gekkst undir uppskur› VEIKINDI Sturla Böðvarsson sam- g ö n g u r á ð h e r r a gekkst undir aðgerð á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi á föstudaginn vegna brjóskloss í baki. Mun hann vera frá störfum í óákveðinn tíma með- an hann jafnar sig. Geir Haarde fjármálaráðherra mun gegna störf- um samgönguráðherra á meðan. ■ Heilsugæslan: Uppl‡singar fyrir alla HEILBRIGÐISMÁL Tekið hefur til starfa Upplýsingamiðstöð Heilsu- gæslunnar. Veitt er ráðgjöf í síma 1700 á dagvinnutíma alla virka daga. Upplýsingamiðstöðin á að bæta þjónustuna og stuðla að markvissri notkun hennar þannig að sjúklingar fari ekki erindisleysu eða þeim sé vísað af einum stað á annan í kerf- inu. Hún á að vera fyrir þá sem eiga ekki vísan aðgang að heilsugæslu, eða eru í vafa um hvar þeir geta leitað ráða. Þetta á einkum við um þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru með skráðan heimilis- lækni. ■ ASÍA STURLA BÖÐV- ARSSON EVRÓPUMET Aðflutningsgjöld og hærra tollverð hingað til lands skýra ekki nema að mjög litlu leyti þann gríðarlega verðmun á fatnaði og skóm sem mældist í könnun Eurostat. 149 134 117 114 112 111 110 108 107 106 105 100 99 95 94 93 90 89 86 84 78 75 58 55 Ísland Noregur Sviss Svíþjóð Ítalía Finnland Danmörk Austurríki Belgía / Lúxemborg Þýskaland Tékkland / Kýpur Spánn Írland Grikkland / Portúgal / Slóvenía Eistland Frakkland / Malta Bretland Litháen / Holland Ungverjaland / Slóvakía Lettland Pólland Tyrkland Búlgaría Rúmenía 125 75 Evrópubandalagsmeðaltal (100) NÝJASTA TÍSKAN Íslendingar greiddu mun hærra verð fyrir fatnað og skó en aðrir Evr- ópubúar árið 2003 samkvæmt úttekt hag- stofu ESB. Fátt hefur breyst síðan. STARFSMENN BBC MÓTMÆLA Starfsmenn mótmæla niðurskurði og einkavæðingu á hluta breska ríkisútvarpsins. M YN D /A P Starfsmenn BBC í verkfalli: Mótmæla ni›urskur›i Hefur flú fengi› punkt vegna umfer›arlagabrots? SPURNING DAGSINS Í DAG: Spilar flú golf? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 80,07% 19,93% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN RÁÐHERRAR RÆÐA SAMAN Vel fór á með þeim Lailu Freivalds og Jack Straw, utanrík- isráðherrum Svíþjóðar og Bretlands, í Brus- sel í gær. Ekki er víst að andrúmsloftið á fundinum með Írönum verði jafn jákvætt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Fundur um kjarnorkumál hefst á morgun: Íranar hvattir til sáttf‡si

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.