Fréttablaðið - 24.05.2005, Síða 13

Fréttablaðið - 24.05.2005, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. maí 2005 13 Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in ri k P é tu rs s o n l w w w .m m e d ia .i s /h ip Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl . . . Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is . . . er að velja vegi við hæfi fiú velur hvort flú leigir bílinn me› einkale igu e›a eignast hann me› bílasamningi e›a bílaláni. Veldu bíl sem hentar flínum flörfum og ræddu svo vi› rá›gjafa L‡singar e›a sölumenn bíla- umbo›anna sem a›sto›a flig vi› a› útbúa umsókn og ganga frá fjármögnun. Bílaumbo›in eru beintengd L‡singu í gegnum Neti› flannig a› svar vi› umsókn kemur á augabrag›i. fiú metur fla› svo í rólegheitum hva›a vegi flú vilt aka bílnum flínum. Nota›u reiknivélina á www.lysing.is og sko›a›u hvernig flitt dæmi kemur út. BÍLASAMNINGUR BÍLALÁN REKSTRARLEIGA EINKALEIGA BJÖRN Í BAÐI Þessi bangsi kældi sig í einni af fjölmörgum sundlaugum í Los Angeles um helgina. Bjössi var þó ekki lengi í paradís heldur var deyfður og flutt- ur í burtu af dýraeftirlitinu. Próflokum fagnað: Sigling í Hvítá vinsælust hjá krökkunum Það var mikill hraði og hasar á Torfa G. Yngvasyni hjá Arctic Rafting þegar blaðamaður Frétta- blaðsins sló á þráðinn til hans. „Hér er heilmikið um að vera og erum við nú að leggja af stað í sigl- ingu niður Hvítá á 20 bátum með um 200 unglinga,“ segir Torfi, sem greinilega er spenntur yfir því að sumarannirnar séu að hefjast. Arctic Rafting hefur í mörg ár stjórnað siglingum niður Hvítá með 10. bekkinga, sem á þessum árstíma eru að fagna því að grunn- skólinn er að klárast. „Þetta eru mikil tímamót hjá krökkunum, sem eru í hálfgerðu spennufalli yfir lok- um samræmdu prófanna og hafa því mjög gaman af því að lyfta sér svolítið upp,“ segir Torfi og virðist sjálfur skemmta sér hið besta. Siglingarnar hjá Arctic Rafting hafa notið mikilla vinsælda undan- farin ár og hafa skipað fastan sess í útskriftarferðum grunnskóla- nema víðs vegar af landinu. Fyrir- tækið hefur tekið á móti þúsundum barna og virðist ekkert lát vera á vinsældum þessara ferða. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur, fjöld- inn hefur vaxið ár frá ári og er nú svo komið að við erum að ferja metfjölda í siglingunum. Við erum búin að fara með 1.000 krakka síð- ustu daga og það hefur gengið al- veg glimrandi vel. Veðrið hefur líka verið dásamlegt, sól og blíða og auðvitað mikil gleði,“ segir Torfi og leggur á það áherslu að öll að- staða hjá fyrirtækinu sé til fyrir- myndar. „Hér fer enginn af stað nema vera í réttum útbúnaði og með leiðsögumann með sér í hverj- um báti, þannig er fyllsta öryggis gætt,“ bætir Torfi við að lokum áður en hann leggur í enn eina sigl- inguna. - mh Á LOKASPRETTINUM Laxnes: fiolrei›arkeppni endurvakin Þolreiðarkeppni Íslands var endur- vakin um helgina þegar 25 knapar þeystu hestum sínum hina 18,6 kílómetra löngu leið frá Reiðhöll- inni í Víðidal að Laxnesi í Mosfells- dal. Keppendur voru á öllum aldri, sá yngsti tólf og sá elsti áttræður. Egill R. Sigurgeirsson bar sigur úr býtum á hestinum Eitli og fóru þeir leiðina á 58 mínútum án refsistiga. Laxnes hélt keppnina í sam- starfi við Icelandair og verður keppnin haldin að nýju á næsta ári bæði hér og annars staðar á Norð- urlöndunum. Þá hefur einnig borist boð um að halda keppnina í Kali- forníu í Bandaríkjunum. - sgi betri tíð á næstunni. Pálmi hefur umsjón með þrem- ur ám þetta sumarið; Litluá í Kelduhverfi, Brunná í Öxarfirði og Lónsá á Langanesi. Hann legg- ur mikið upp úr því að veiðimönn- um líði vel í ánum hans. „Ég reyni að skapa veiðimönnum notalegt umhverfi og finnst mikilvægt að veiðimönnum líði betur eftir að hafa veitt í mínum ám. Þannig leyfi ég veiðimönnum að ráða því alfarið hvernig þeir haga þeim klukkutímum sem þeir kaupa hjá mér,“ segir Pálmi. Spurður út í það himinháa verð sem greitt er fyrir veiðirétt í ám nú til dags segir hann ekkert við því að gera. „Þetta er harður markaður og menn eru einfald- lega tilbúnir að borga meira nú en áður, bæði fyrir veiðina og fyrir að vera umsjónaraðili veiði- svæða,“ segir Pálmi. Vatnaveiði er ódýr hér á landi og telur Pálmi að veiðimenn mættu horfa meira til vatnanna. „Það er ekki mikil hefð fyrir vatnaveiði hér á landi miðað við mörg önnur lönd og tel ég að það sé hægt að nýta betur þá góðu að- stöðu sem við Íslendingar höf- um,“ segir Pálmi. Tónlistarmaðurinn Pálmi tróð upp með ICY-flokknum á Nasa um helgina og þar var góð stemmn- ing. „Þetta var alveg rosalegt, brjáluð stemmning. Minnti á gömlu góðu dagana með Brunalið- inu,“ segir Pálmi. Pálmi og Magnús Eiríksson, sem saman mynda Mannakorn, eru á leið í stúdíó að taka upp ný lög. Þeir halda ótrauðir áfram tón- listarsköpuninni og virðast alltaf geta hrist fram úr erminni nýtt og ferskt efni. Pálmi horfir því björtum aug- um til framtíðar, bæði sem tónlist- ar- og veiðimaður. ■ FJÖR Í SIGLINGU Mikil spenna grípur um sig hjá krökkunum þegar lagt er af stað enda ekki á hverjum degi sem kostur gefst á því að sigla í straumharðri á með leiðsögumanni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.