Fréttablaðið - 24.05.2005, Síða 28
„Ég er afskaplega ánægður,“
segir nýkjörinn varaformaður
Samfylkingarinnar, Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson, um þessi tímamót
í lífi sínu. „Mér þykir gríðarlega
vænt um þann stuðning sem ég
hef fengið, sérstaklega utan af
landi og frá eldri borgurum,“
segir Ágúst, sem finnst mjög
mikilvægt fyrir ungan einstak-
ling að geta leitað til þeirra sem
reyndari eru. Hann lítur svo á
að flokksmenn hafi sýnt
ákveðna djörfung og þor með
því að velja ungan mann í þetta
verkefni.
Ágúst segir sögur af smölun
ungliða á landsfundinn orðum
auknar. „Það voru engar rútur á
mínum vegum,“ segir Ágúst kím-
inn og álítur að svona sögur nái
alltaf flugi. Hins vegar hafi ungt
fólk sýnt landsfundinum áhuga
og varla hægt að amast við því
enda hafi atkvæði ungliðanna
ekki ráðið úrslitum. Unga fólkið
hafi tekið virkan þátt í málefna-
starfinu, enda sé Samfylkingin
ungur flokkur sem treysti ungu
fólki.
„Ég var bjartsýnn því ég fékk
strax mjög góð viðbrögð,“ segir
Ágúst um það hvort hann hafi bú-
ist við að sigra. Hann hafi til-
kynnt sig með talsverðum fyrir-
vara og nýtt tímann í kynningar
og ferðir út á land. „Ég fann það
að stuðningur var meiri en ég
bjóst við og það efldi mig í minni
baráttu.“ Ágúst vonar að þessi
kosning hafi áhrif á aðra flokka
þannig að ungt fólk í þeim geti
einnig sóst eftir og fengið góð
embætti.
Ágúst hafði mörgu að fagna
um helgina en á sunnudaginn hélt
hann upp á þriggja ára afmæli
dóttur sinnar. Næstu daga ætlar
hann að sinna fjölskyldu sinni en
yngri dóttir hans er aðeins
tveggja mánaða. „Síðan þarf ég
að bretta upp ermar, standa við
stóru orðin og sýna flokksmönn-
um mínum að þeir hafi valið
rétt,“ segir Ágúst, sem telur lík-
legt að sumarið muni líða hraðar
en oft áður. ■
20 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
NIKULÁS KÓPERNIKUS (1473-1543)
lést þennan dag.
Flokksmenn sýndu
djörfung og þor
TÍMAMÓT: ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON TEKUR VIÐ VARAFORMANNSEMBÆTTI SAMFYLKINGAR
„Stærðfræði er skrifuð fyrir stærðfræð-
inga.“
Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann er hvað
þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningunni og þróað
sólmiðjukenningu.
timamot@frettabladid.is
JAR‹ARFARIR
13.00 Bára Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi,
Íragerði 12, Stokkseyri, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju.
13.00 Jón Lúthersson, frá Brautarholti í
Staðarsveit, Grýtubakka 26, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju.
14.00 Edda Sólrún Einarsdóttir, sem
lést af slysförum laugardaginn 14.
maí, verður jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju.
15.00 Steini Björn Jóhannsson, vél-
fræðingur, Kóngsbakka 5, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá Nes-
kirkju.
AFMÆLI
Kristján Jóhannsson óp-
erusöngvari er 57 ára.
Steinunn Jóhannesdótt-
ir rithöfundur er 57 ára.
Kristján
Franklin Magnús leikari
er 46 ára.
FÆDDUST fiENNAN DAG
1940 Joseph Brodsky, rit-
höfundur og nóbelsverð-
launahafi.
1941 Bob Dylan, tónlist-
armaður.
1945 Priscilla Presley,
leikkona og fyrrverandi
eiginkona Elvis Presley.
HORFIR TIL FRAMTÍÐAR Ágúst Ólafur Ágústsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, segir Samfylkinguna ungan flokk sem
treysti ungu fólki.
Hood, stærsta herskip heims,
sökk um 250 sjómílur vestur af
Reykjanesi þennan dag árið
1941 eftir orrustu við þýska her-
skipið Bismarck. Með Hood fór-
ust 1.418 Bretar en þremur var
bjargað og voru þeir fluttir til
Reykjavíkur.
Orrustuskipið Bismarck var eitt
öflugasta herskip Þjóðverja í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Þegar það
ásamt systurskipi sínu Tirpiz reyndi að komast
óséð meðfram ísröndinni í Grænlandshafi urðu
bresk skip vör við þau og fylgdu þeim eftir en
héldu sig utan skotfæris.
Breska flotadeildin suður af Íslandi sigldi í veg fyrir
þýsku skipin tvö og laust þeim saman snemma
morguns 24. maí. Hood réðst strax að þýsku skip-
unum og stefndi hratt að
þeim. Eftir stutta en snarpa
viðureign sprakk Hood í loft
upp. Talið er að skot frá Bis-
marck hafi komist í gegnum
byrðing skipsins undir sjólínu
og sprungið í skotfærageymslu.
Herskip eltu Bismarck yfir Atl-
antshafið og þremur dögum
síðar rigndi fallbyssuskotum og
tundurskeytum yfir þýska
bryndrekann úr öllum áttum uns áhöfnin sprengdi
göt á botn skipsins til að flýta fyrir endalokum þess
og yfirgaf skipið.
Eftir að Bismarck var sökkt missti Hitler trúna á að
þýsk herskip gætu varist þeim bresku á úthafinu
og í september sama ár bannaði hann frekari útrás
herskipa sinna út á Atlantshaf.
24. MAÍ 1941
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1839 Bæjarstjórn Reykjavíkur
samþykkir að skylda bæjar-
búa til að inna af hendi
þegnskylduvinnu við vega-
gerð og fleira.
1883 Brooklyn-brúin er opnuð
fyrir umferð. Brúin, sem
tengir Brooklyn við New
York, kostaði 27 mannslíf á
14 ára byggingartímanum.
1973 Fjölmennasti mótmæla-
fundur á Íslandi er haldinn
í Reykjavík. Um 30 þúsund
manns mótmæla flota-
íhlutun Breta vegna út-
færslu fiskveiðilögsögunnar
í 50 mílur.
1974 Duke Ellington djassisti
andast.
2001 Um 20 brúðkaupsgestir
látast og mörg hundruð
slasast þegar dansgólfið
hrynur í miðri brúðkaups-
veislu í Ísrael.
Bismarck sökkvir Hood
Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og
jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á
netfangi› timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is
e›a hringja í síma 550 5000.
Elskuleg eiginkona mín,
Erla Kristjánsdóttir
ástkær móðir og uppeldismóðir okkar, til heimilis
að Bakkastöðum 5a, áður að Hjallalandi 22,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á hvítasunnudag,
15. maí sl., verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn
27. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á stuðning við eitthvert af eftirfarandi
verkefnum Húmanistahreyfingarinnar: 1) Vinir Afríku, reiknings-
númer: 313-26-67003, kt. 670599-2059, 2) Vinir Indlands, reikn-
ingsnúmer: 582-26-6030, kt. 440900-2750, 3) Lestrarátak á Haítí,
reikningsnúmer: 1195-05-403072, kt. 480980-0349.
Hafsteinn Erlendsson
Eyrún Björg Hafsteinsdóttir Neil Clark
Þórður Hafsteinsson
Jón Grétar Hafsteinsson Dóróthea Siglaugsdóttir
Sigrún Hafsteinsdóttir Úlfar Finnbjörnsson
Ásta Einarsdóttir
ömmubörn og langömmubarn.
Elskulegur unnusti, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir
Ágúst Þórður Stefánsson
Öldugötu 31, Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi sunnudaginn 22. maí.
Maríam Siv Vahabzadeh Nadía Líf Ágústsdóttir
María Alexandersdóttir Jón Björnsson
Lilja Ingvarsdóttir Smári Brynjarsson
og systkini.
Jarðarförin auglýst síðar.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Helgu Friðriksdóttir
frá Krithóli.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deildar fimm á Heilbrigðis-
stofnun Sauðárkróks.
Guðríður Björnsdóttir Jónas Kristjánsson
Kjartan Björnsson Birna Guðmundsdóttir
Bára Björnsdóttir
Ólafur Björnsson Anna Ragnarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I