Fréttablaðið - 24.05.2005, Page 32

Fréttablaðið - 24.05.2005, Page 32
24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Það er varla verjandi að vera að eyða plássi og prentsvertu í að skrifa um Evró- visjónskandalinn sem skók þjóðina um dag- inn en sem friðelskandi Evrópumaður tel ég mér skylt að láta nokkur varnaðarorð falla. Byrjum á heima- velli. Sneypuför Selmu er auðvitað meira hneyksli en þegar Icy-tríóið tapaði keppninni svo eftirminnilega og sló fasteign Íslands á 16. sætið. Það ætti auðvitað einhver að svara fyrir þetta fíaskó og þó að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi sloppið með skrekkinn í frétta- stjóramálinu þá ætti hann að segja af sér núna. Hann ber pólitíska ábyrgð á því að útvaldir fulltrúar ís- lenska ríkisins stóðust ekki væntingar. Markús mun þó ekki svara fyrir þetta frekar en Selma. Það ríkir nefnilega sérstakt rétt- læti á Íslandi og rétt eins og Jóhann Hauksson var eina fórnarlamb fréttastjóradeilunnar og Róbert Marshall féll einn í valinn á Íslands- vígstöðvum Íraksstríðsins verður það Jónsi sem verður hengdur fyrir Eurovision. Hann söng okkur út úr keppninni í fyrra en það þarf eng- inn að efast um það að ef Selma hefði farið beint í aðalkeppnina hefði hún náð langt, líklega alla leið. Hremmingar Íslendinga í Evró- visjón eru samt smámunir miðað við þær blóðugu alþjóðlegu afleið- ingar sem þróun keppninnar gæti haft. Þjóðverjar, Bretar og Frakkar ráku lestina að þessu sinni og munu ekki una við slíkt. Fyrirkomulagi keppninnar hlýtur að verða breytt svo að herraþjóðirnar geti á ný hampað sér í lágkúrunni. Beinast liggur við að skipta keppninni í tvennt þar sem gömul Evrópulönd keppa innbyrðis en nýju Evrópu- löndin, sem eru enn árhundruðum á eftir okkur hinum í vondri tónlistar- sköpun, geta tekist á með síma- svindli og flokkadráttum. Evrópa er hins vegar púður- tunna þar sem háðar hafa verið tvær blóðugar styrjaldir og Evró- visjónkeppnin gæti valdið klofningi sem mun enda með þeirri þriðju. Nú er því lag að hætta þessu í eitt skipti fyrir öll. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SPÁIR ÞVÍ AÐ JÓNSI VERÐI HENGDUR FYRIR SELMU. Evróvisjónstyrjöldin -Stærsti fjölmiðillinn Fréttablaðið er leiðandi 0 5 10 15 20 25 30 35 40 37% 11% Lestur á leiðarasíðu Íslendingar 18-49 ára Tölurnar tala sínu máli. Mun fleiri Íslendingar lesa leiðarasíðu Fréttablaðsins en leiðarasíðu Morgunblaðsins. Mælingin er byggð á meðallestri á leiðarasíðu Fréttablaðsins þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og lestri á leiðarasíðu Morgunblaðsins á fimmtudögum. Fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Hvaða hljóð er þetta? „...þetta er bara að- vörun, en verði ekki brugðist við...“ „Viðbrögðin við ykkar fasísku stjórnarhátt- um verða óumflýjanleg og alvarleg. Það er best fyrir ykkur að fá okkur ekki upp á móti ykkur.“ Ja hér! Ég elska hvað leiðari skólablaðsins er beittur! Skólayfirvöld bregð- ast örugglega við núna og bjóða upp á vanillubúðing á hverjum föstudegi. Gúrmebúð Gúnda Ég hélt hann ætlaði aldrei að koma. Bangsi litli besta skinn, voða sætur og góður... ...alveg eins og stelpurn- ar, hann er voða góður. Hvað?!? Farsíminn, sem er í vasanum. „I was made for loving you“ sem hringitónnn? Ekki rétt? Með titrara. Ætlar þú ekki að taka hann af? Kemur ekki til greina. „Nemendur standa saman í þessu máli og við mótmælum al- valdi skólayfirvalda.“ M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.