Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 2
2 13. júní 2005 MÁNUDAGUR Gestir Suðurbæjarlaugar ekki ánægðir með erlenda sjómenn: Drukknum vísa› frá lauginni HAFNARFJÖRÐUR „Það eru margir rússneskir og lettneskir togarar í Hafnarfirði þessa dagana og sjó- mennirnir koma í hópum í laugina til okkar. Þetta eru afskaplega prúðir drengir og eru ekki með nein leiðindi en við höfum ansi oft þurft að vísa þeim frá þar sem þeir hafa verið undir áhrifum áfengis,“ segir Daníel Pétursson, forstöðumaður Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði. „Þegar svona stórir hópar koma eru þeir auðvitað áberandi í laugunum og það er ærslagangur í þeim. Það er erfitt fyrir okkur að taka á móti svona stórum hóp- um og vísa þeim frá og það veld- ur okkur vissulega erfiðleikum. Þeir trufla gestina og því er engin furða að sundlaugargestir séu ekki ánægðir,“ segir Daníel en bætir við að sjómennirnir séu alls ekki ókurteisir. „Þeir hafa alltaf sætt sig við það þegar þeim er vísað á dyr og farið. Reglurnar hjá okkur eru öðruvísi en þeir eiga að venjast. Þó að þeir séu búnir að drekka þrjá til fjóra bjóra finnst þeim allt í lagi að fara í sund. Þetta er bara önnur menning.“ - lkg Forsvarsmenn sveitarfélaga á Norðurlandi og fulltrúar iðnaðarráðuneytis: Hittast í dag og ræ›a álver ÁLVER Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi og iðnaðarráðuneytis- ins hittast í dag að máli til þess að ræða möguleika á álveri á Norður- landi. Tilgangur fundarins er að reyna að ná samstöðu Norðlend- inga um undirbúning álversins. Slíku samstarfi var komið á meðal sveitarfélaga á Austurlandi í aðdraganda álversbyggingar í Reyðarfirði og reyndist vel að sögn Andrésar Svanbjörnssonar, yfir- verkfræðings í iðnaðarráðuneyt- inu. Ekki er komið í ljós hvar á Norðurlandi álver risi en þrír stað- ir koma þar enn helst til greina: Skagafjörður, Eyjafjörður og Húsa- vík. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem rætt var við í gær sögðu við- ræður sveitarfélaga og ráðuneytis hafnar en tillögur skildu enn allt eftir opið varðandi hvaða staður yrði endanlega fyrir valinu. - ht Lagarfoss stö›va›ur vegna ammoníakleka Eiturefnakafarar taka á móti Lagarfossi flegar hann kemur til hafnar. Skipi› fékk a› halda áfram siglingunni hinga› til lands eftir a› komist var fyrir ammóníakleka í gámi. Skipi› var undan ströndum Skotlands lekans var› vart. SLYS Flutningaskip Eimskipa, Lagarfoss, fékk að halda för sinni til Íslands áfram eftir að komist var fyrir leka í ammóníaksgámi sem upp kom í skipinu aðfaranótt laugardags. Skipið var statt undan ströndum Skotlands þegar lekinn kom upp og var strandgæslan í Aberdeen þegar látin vita. Skipstjórinn stöðvaði ferð skipsins meðan áhöfnin fylgdist með lekanum. Hann hætti sjálf- krafa nokkrum klukkustundum síðar, að sögn Eyþórs Ólafssonar, öryggisstjóra Eimskipa. Ekki fékkst staðfest hvort eiturefna- sérfræðingar á vegum skosku strandgæslunnar komu út í skipið til þess að fylgjast með lekanum, þar sem ekki náðist í Lagarfoss í gær. Talið er að loki hafi opnast á gámi með þeim afleiðingum að ammóníak flæddi út í andrúms- loftið. Grunsemdir vöknuðu um lekann hjá áhöfn skipsins eftir að ammóníaklykt barst út í andrúms- loftið. Að sögn Eyþórs voru öryggisráðstafanir gerðar í kjöl- farið en um borð eru efnagallar og öndunarbúnaður fyrir áhöfn. Ekki kom til tals að rýma skipið. Lagarfoss er væntanlegur til landsins snemma dags í dag en ákveðið var að beina skipinu að Grundartangahöfn þar sem búist er við að vindátt verði hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekur á móti skipinu og sjá tíu eiturefnakafarar til þess að alls öryggis verði gætt við losun gámsins. Ekki er vitað með vissu hversu mikið ammóníak lak en Eyþór telur líklegt að það hafi numið nokkrum tugum kílóa. Ammóníak er eiturefni og getur verið hættu- legt ef mikið magn þess losnar út í andrúmsloftið en Eyþór segir enga hættu hafa verið á ferðum af völdum lekans í Lagarfossi. Mun meira magn þurfi að losna til þess að hafa áhrif á umhverfið. Ammóníak er kæliefni og mikið notað hérlendis, meðal annars í frystihúsum. helgat@frettabladid.is R-listaflokkarnir: Vi›ræ›uhlé STJÓRNMÁL Viðræðunefnd flokk- anna þriggja sem standa að R-list- anum ákvað á síðasta fundi sínum á fimmtudag að gera hlé á viðræðum til 27. júní. Þá yrði reynt að hraða niðurstöðum um tilhögun fram- boðsmála þegar flokkarnir kæmu saman aftur eftir hlé. - hb MANNSKÆTT FLÓÐ Björgunarlið leitaði í gær líka sautján skóla- barna sem var saknað eftir skyndilegt flóð sem hreif burtu skóla í Norðaustur-Kína og ban- aði 92. Í hótelbruna í Suður-Kína, sem einnig varð í gær, fórst 31 maður. Handtaka á Ísafirði: Hassfundur FÍKNIEFNI Fjórir menn voru hand- teknir á Ísafirði á laugardagskvöld með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum. Mennirnir voru í kyrrstæðum bíl við þjóðveginn og reyktu hass þegar lögregla kom á staðinn. Mennirnir voru færðir á lögreglu- stöðina á Ísafirði en sleppt eftir yfirheyrslu. - lkg MAHMOUD ABBAS Abbas hefur hingað til neitað að beita glæpamenn í Palestínu ofbeldi. Í staðinn hefur hann boðið þeim störf fyrir að leggja vopnin á hilluna. Dauðarefsing í Palestínu: Fjórir teknir af lífi PALESTÍNA, AP Palestínsk yfirvöld tóku aftur upp dauðarefsingu í gær þegar fjórir fangar voru teknir af lífi. Dauðarefsingin hafði verið við lýði í Palestínu síðan árið 1994 en Jasser Arafat heitinn, fyrrum leið- togi Palestínu, bannaði hana árið 2002 vegna harðrar gagnrýni frá Evrópulöndum og mannréttinda- hópum. Leiðtogi Palestínu, Mahmoud Abbas, tók refsinguna upp aftur til að halda lögum og reglum í landinu en hann hefur verið gagnrýndur af mannréttindahópum rétt eins og forveri hans. Þrír af mönnunum voru hengdir en einn skotinn af aftökusveit. Nú eru 47 fangar á dauðadeild í Palest- ínu og gætu sömu örlög beðið þeirra. ■ OF HRAÐUR AKSTUR Þrír öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi aðfaranótt sunnu- dags. Ekki var um ofsahraða að ræða en mennirnir mega allir búast við tilheyrandi sektum. ÖLVUNARAKSTUR Tveir ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Húsavík aðfaranótt sunnudags. ÖLVUNARAKSTUR Sjö manns voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og fram á morgun. SPURNING DAGSINS Einar, vi› hva› ertu flá hræddur? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ætli ég sé ekki hræddastur við matarboð hjá tengdó.“ Einar Hólmgeirsson er arftaki Ólafs Stefánssonar sem hægri skytta í íslenska landsliðinu í hand- bolta og sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann mætti óhræddur í alla leiki. LÖGREGLUFRÉTTIR KÍNA SUÐURBÆJARLAUG Sundlaugargestir hafa kvartað undan framgöngu erlendra sjómanna í lauginni. HÚSAVÍK Einn þeirra staða þar sem til greina kemur að reisa álver. LAGARFOSS Talið er að tugir kílóa af ammóníaki hafi lekið úr tanki í skipinu aðfaranótt laugardags. Tímamót í Kúvæt: Kona skipu› rá›herra KÚVÆT Kona hefur í fyrsta sinn í sögu Kúvæt verið skipuð ráðherra í ríkisstjórn landsins, mánuði eftir að kúvæska þingið samþykkti að veita konum kosningarétt og kjör- gengi í þingkosningum. Massouma al-Mubarak, háskóla- kennari í stjórnmálafræði, var skipuð ráðherra skipulagsmála og stjórnsýsluþróunar. AFP-frétta- stofan hafði eftir henni að skipun hennar væri „mikill heiður fyrir kúvæskar konur og viðurkenning á baráttu þeirra“. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.