Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 10
1Með hvaða gráðu útskrifaðist Vil-hjálmur prins á dögunum? 2Hve margar konur tóku þátt íKvennahlaupinu á laugardaginn? 3Hvaða heimsþekkta fyrirsæta heim-sótti Ísland vegna tískusýningarinnar sem haldin var í Skautahöllinni á föstudag? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 10 13. júní 2005 MÁNUDAGUR Ísland nýtur góðs af styrkúthlutunum NORA: Erum me› í 14 af 20 verkefnum ALÞJÓÐASTARF Ísland er þátttakandi í 14 af 20 verkefnum sem NORA, Norður- Atlantsnefndin, hefur ákveðið að styrkja með fjárveit- ingu upp á 39,4 milljónir króna. Fjallað var um 40 styrkumsóknir á ársfundi nefndarinnar dagana 4. og 5. júní í Nuuk á Grænlandi. Um er að ræða margvísleg samstarfs- verkefni á milli Færeyja, Græn- lands, Íslands og Noregs. Þórarinn V. Sólmundarson, tengiliður NORA á Íslandi, segir að nú séu í gangi um 40 verkefni sem NORA hefur styrkt. „Áhersla á sjávarnytjar hefur verið mikil, en svo hefur ferðaþjónusta verið rík þarna líka,“ segir hann. Ákvarðanir um styrki NORA eru teknar einu sinni til tvisvar á ári. „Núna er eitthvað af peningum eftir þannig að ég geri ráð fyrir að við auglýsum aftur eftir umsókn- um í haust.“ Hægt er að sækja um styrk til NORA hvenær sem er ársins, en skilyrði er að verkefni feli í sér samstarf að minnsta kosti tveggja landa eða hafi ótvírætt gildi fyrir tvö, eða fleiri lönd. NORA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, en frekari upplýsingar um Norður-Atlantsnefndina er að finna á vef Byggðastofnunar, byggdastofnun.is. -óká Breytingar hjá Bandaríkjaher: Birg›astö›vum loka› í Noregi NOREGUR, AP Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs hafa ritað undir samkomulag þess efn- is að herflugvöllum sem geyma birgðir fyrir Bandaríkjaher verði fækkað úr fimm í tvo. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að breytingar megi gera á tegund vopnanna og birgðanna sem geymdar eru í landinu fyrir flota- deild Bandaríkjahers. Fyrri samningur landanna um varnar- samstarf var frá árinu 1981. Kristen Krohn Devold, varn- armálaráðherra Noregs, segir tilhögunina leiða til þess að Bandaríkin geti aðstoðað við varnir Noregs ef þess gerist þörf, auk þess sem hún gerir sameiginlegar æfingar herja landanna mögulegar. Bandaríkjaher hóf að geyma birgðir í Noregi í kalda stríðinu og miðaðist þá allur viðbúnaður við hvernig bregðast ætti við innrás Sovétríkjanna. Að loknum blaðamannafundi vegna samkomulagsins flugu Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Devold saman til Brussel þar sem þeir sitja fund varnarmála- ráðherra aðildarríkja Norður- Atlantshafsbandalagsins. ■ SKÓLAMÁL Um sjötíu prósent fleiri óska þess að hefja nám við Há- skólann í Reykjavík nú en óskuðu eftir skólavist í fyrra í skólana tvo, sem hafa sameinast í Háskólanum í Reykjavík, það er HR og Tækniháskóla Íslands. Alls hafa 1.700 sótt um nú og munu 950 þeirra komast að. „Í fyrsta lagi kallar atvinnu- lífið eftir fleira háskólamennt- uðu fólki, bæði í hefðbundnum greinum og á nýjum sviðum. Það er fjöldi tækifæra fyrir fólk með háskólamenntun. Í öðru lagi eykst eftirspurn með auknu framboði á háskólanámi, nýjum háskólum, nýjum námsbrautum, meiri fjölbreytni í meistaranámi og nýjum tækifærum til að stunda háskólanám með vinnu,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, um ástæður þess hversu margir sækja um nú. Boðið verður upp á tíu nýjar námsbrautir á næsta skólaári og er aðsóknin í þær mikil. Sem dæmi um það hafa 750 sótt um í nýja tækni- og verkfræðideild skólans. „Í grófum dráttum hefur fjöldi umsókna tvöfaldast á milli ára. Um fjögur hundruð sóttu um í Bifröst og munum við taka inn um 135 nemendur,“ segir Runólf- ur Ágústsson, rektor Viðskipta- háskólans á Bifröst. Runólfur segir að Viðskipta- háskólinn auki námsframboð og eins sé mikil sókn í meistaran- ámið í skólanum. -ifv Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið God og War Kippur af Coca Cola DVD myndir Aðra tölvuleiki Og margt fleira. BTL GAME á númerið 1900 og þú gætir unnið. D3 Þú gætir unnið: Sendu SMS skeytið 12. hver vinnur. 4. flokki 1992 – 46. útdráttur 4. flokki 1994 – 39. útdráttur 2. flokki 1995 – 37. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 – 28. útdráttur Frá og með 15. júní 2005 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu mánudaginn 13. júní. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Innlausn húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 FLEIRI Í HÁSKÓLANÁM Aðsókn að Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst fer ört vaxandi. Rektor HR segir atvinnulífið kalla eftir fleira háskólamenntuðu fólki. Færri komast í nám í háskóla en vilja Mun færri komast í nám í Háskólanum í Reykjavík og í Bifröst en óska. Yfir eitt flúsund fá ekki skólavist. Rektorinn í Bifröst segir gó›a fljónustu vi› nemendur skila árangri. RUMSFELD Í TAÍLANDI Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var í Taílandi áður en hann hélt til Noregs til fundar við Kristen Krohn Devold, varnarmálaráðherra Nor- egs. Saman héldu þeir svo til Brussel á fund ráðherra Natóríkja. VEISTU SVARIÐ? VIÐ STÖRF Í REYKJAVÍKURHÖFN Sjávarnytjar hafa gjarnan verið í forgrunni við styrkúthlut- anir Norður- Atlantsnefndarinnar, en einnig ferðatengdur iðnaður af ýmsum toga, sem og skóla- og menntamál. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.