Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 6
6 13. júní 2005 MÁNUDAGUR
Hluta refsingar frestað vegna dráttar á rannsókn:
Afgrei›slustjóri spari-
sjó›s dæmdur í fangelsi
DÓMSMÁL 37 ára gömul kona var
fyrir helgi dæmd í níu mánaða
fangelsi og til greiðslu rúmlega
átta milljóna króna skaðabóta til
Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna
umboðssvika í störfum sínum
fyrir sjóðinn árin 2000 til 2003.
Konan starfaði sem af-
greiðslustjóri hjá sparisjóðnum
og notaði aðstöðu sína til að
heimila skuldfærslur á kredit-
kort sín þrátt fyrir vanskil og til
að taka út peninga. Þá stofnaði
hún til fjölgreiðslusamninga
eftir því sem skuldir hennar
undu upp á sig. Hún stofnaði
einnig greiðslukortareikning
fyrir þáverandi sambýlismann
sinn án þess að fyrir lægi um-
sókn hans og notaði hún aðgangs-
orð samstarfsmanns til að hækka
yfirdráttarheimild á tékkareikn-
ingi sambýlismannsins.
Sex mánuðir refsingar kon-
unnar eru skilorðsbundnir í tvö
ár, en dómurinn segir það til
komið af óútskýrðum drætti á
rannsókn málsins. Kæra var lögð
fram 21. júlí 2003 og skýrsla tek-
in af konunni í ágústlok sama ár,
þar sem hún játaði brot sitt.
Skýrsla var svo ekki tekin aftur
fyrr en 12. apríl á þessu ári og
ákæra gefin út 20. apríl. Dómur-
inn var kveðinn upp í Héraðs-
dómi Reykjaness. - óká
Fleiri hljómsveitir bætast við lista Live 8 tónleikanna:
Pink Floyd saman á n‡
BRETLAND, AP Skipuleggjendur Live
8 tónleikanna í London sögðu í
gær að breska rokksveitin Pink
Floyd myndi koma aftur saman til
að spila á tónleikunum sem fara
fram í Hyde Park júlí.
Hljómsveitina skipa gítarleik-
arinn David Gilmour, trommu-
leikarinn Nick Mason, bassaleik-
arinn Roger Waters og hljóm-
borðsleikarinn Richard Wright en
þeir hafa ekki spilað saman á sviði
síðan árið 1981 þegar Waters, þá-
verandi leiðtogi hljómsveitarinn-
ar, hætti.
Hljómsveitin sló í gegn árið
1973 með plötunni Dark Side of
the Moon, sem er fyrir löngu orð-
in klassík í rokksögunni.
Hljómgrunnur fyrir
fljó›aratkvæ›agrei›slu
Margvíslegustu hugmyndir um uppfærslu á stjórnarskrá l‡›veldisins komu
fram á rá›stefnu sem stjórnarskrárnefnd efndi til um helgina.
STJÓRNARSKRÁRMÁL Að forsetaemb-
ættið verði lagt niður, bannað
verði að stofna íslenskan her og
að vatn verði lýst almannaeign
voru meðal tillagna um breyting-
ar á stjórnarskrá íslenska lýð-
veldisins sem fram komu á ráð-
stefnu sem stjórnarskrárnefnd
hélt á Hótel Loftleiðum á laugar-
dag.
Á ráðstefnunni fengu fulltrúar
félagasamtaka sem sent höfðu inn
erindi til stjórnarskrárnefndar
tækifæri til að færa rök fyrir til-
lögum sínum og fá viðbrögð
félaga í nefndinni. Þar sem ráð-
stefnan var opin almenningi gafst
jafnframt öllum þeim sem áhuga
höfðu tækifæri til að leggja orð í
belg í umræðunni um endurskoð-
un stjórnarskrárinnar.
Alls var það 21 félag sem sendi
inn erindi til nefndarinnar áður en
tilskilinn frestur rann út, en þau
eru birt á heimasíðunni
www.stjornarskra.is. Meðal þess-
ara félaga eru Barnaheill, BSRB,
Félag heyrnarlausra, Frjáls-
hyggjufélagið, Heimssýn, Land-
vernd, Mannréttindaskrifstofa Ís-
lands, ReykjavíkurAkademían,
Samtök um aðskilnað ríkis og
kirkju, Samtök herstöðva-
andstæðinga, Skýrslutæknifélag
Íslands, Undirbúningshópur
kvenna um stjórnarskrárbreyt-
ingar og Þjóðarhreyfingin.
Eins og þessi upptalning ber
með sér voru tillögurnar af marg-
víslegasta tagi og snerta nær alla
þætti stjórnarskrárinnar. Þó er
ljóst að sumar þeirra eiga meiri
möguleika á að verða að veruleika
en aðrar. Út úr viðbrögðum full-
trúa stjórnarskrárnefndar mátti
lesa að þótt ákveðið hefði verið að
einskorða endurskoðunina nú
ekki við fyrsta, annan og fimmta
kafla stjórnarskrárinnar, eins og
upprunalegt erindisbréf hennar
hljóðaði upp á, væri sennilegra að
samstaða næðist um breytingar ef
þær yrðu ekki of víðtækar. Verk-
efni stjórnarskrárnefndar, sem er
skipuð fulltrúum stjórnmála-
flokkanna, er að leggja fram
frumvarp að breytingum á stjórn-
arskránni fyrir árslok 2006.
Við upphaf ráðstefnunnar
benti Gunnar Helgi Kristinsson
stjórnmálafræðiprófessor á að
það væru þessir þrír nefndu kafl-
ar – í þeim er kveðið á um skipt-
ingu ríkisvaldsins, vald forseta og
ráðherra og dómsvaldið – væru
„fornfálegustu“ hlutar stjórnar-
skrárinnar, enda hefur þeim sama
og ekkert verið breytt frá því lýð-
veldisstjórnarskráin var sam-
þykkt árið 1944 og að kjarna til
eru ákvæðin sem þeir innihalda
ættuð beint úr dönsku stjórnar-
skránni frá miðri 19. öld. Ákvæð-
in endurspegluðu annan stjórn-
skipunarlegan raunveruleika en
nú væri við lýði og þetta ósam-
ræmi væri óæskilegt. Ágreining-
ur um túlkun þeirra, eins og upp
kom um 26. greinina í fyrrasumar,
skapaði réttaróvissu sem æski-
legt væri að eyða með skýrari
uppfærðum ákvæðum.
Geir H. Haarde, varaformað-
ur stjórnarskrárnefndar, sleit
ráðstefnunni en hann nefndi í
lokaorðum sínum að sér heyrðist
það eiga talsverðan hljómgrunn
að tekið yrði upp í stjórnarskrá
ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslur. Í umræðunni hefur sá
möguleiki helst verið nefndur í
þrenns konar samhengi; að til-
tekinn fjöldi kjósenda geti knúið
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
tiltekið mál og slíkt ákvæði kom-
ið í staðinn fyrir svonefndan mál-
skotsrétt forseta í 26. greininni;
að efnt skuli til þjóðaratkvæða-
greiðslu ef stjórnvöld gera samn-
inga sem fela í sér umtalsvert
framsal á ríkisvaldi til fjölþjóð-
legra stofnana; og loks að sam-
þykkt stjórnarskrárbreytinga
verði aðskilin frá þingkosning-
um. audunn@frettabladid.is
Ólæti í Keflavík:
Veifa›i kyn-
færum sínum
LÖGREGLA Nokkuð var um að vera
hjá lögreglunni í Keflavík á
aðfararnótt sunnudags.
Stúlku var hrint fyrir utan
skemmtistaðinn Traffic í Hafn-
argötu í Keflavík rétt upp úr
fjögur í gærnótt og var óskað
eftir aðstoð lögreglu þar eð
stúlkan hafði slasast lítillega.
Ekki voru þetta síðustu afskipti
lögreglunnar þetta kvöldið við
skemmtistaðinn, því að tæpri
klukkustund síðar var hún aftur
kölluð út að skemmtistaðnum
þar sem stúlka hafði sparkað í
bifreið. Reyndist hún ósátt við að
hafa verið vísað út af skemmti-
staðnum.
Örfáum mínútum síðar var
lögreglan aftur kölluð út en þá á
Aðalgötu, þar sem tilkynnt var
um nakinn mann sem var að veifa
kynfærum sínum. Lögreglan fann
manninn ekki. Einnig bárust lög-
reglunni fjögur hávaðaútköll
þessa sömu nótt. - lkg
Umferð í Keflavík:
Of greitt eki›
LÖGREGLA Mikil umferð var í um-
dæmi lögreglunnar í Keflavík að-
faranótt sunnudags og talsvert um
umferðarlagabrot.
Tveir ökumenn voru kærðir
fyrir meinta ölvun við akstur og
fjórir voru kærðir fyrir of hraðan
akstur sömu nótt. Tveir voru teknir
á Reykjanesbraut, sá sem hraðar ók
mældist á 187 kílómetra hraða þar
sem leyfður hámarkshraði er níutíu
kílómetrar, og tveir á Njarðarbraut
og mældist hraði þeirra 71 kíló-
metri þar sem leyfður hámarks-
hraði er fimmtíu kílómetrar á
klukkustund. - lkg
SPRENGT Í SKÓLA Átján ára jap-
anskur skólapiltur olli mikilli skelf-
ingu er hann varpaði heimagerðri
sprengju inn í skólastofu í mennta-
skóla í Suður-Japan í gær. 56 nem-
endur særðust er púðurfyllt gler-
krukkan sprakk nærri kennara-
borðinu og þeytti glerbrotum í all-
ar áttir.
BEINT FLUG TIL ÍRLANDS
Í tengslum við einstakt leiguflug til Dublinar
getur Úrval Útsýn boðið flugsæti í eina viku
til Dublin frá 17. - 24 júní.
Flugtímar:
Keflavík – Dublin 17. júní: 10:30 - 14:00
Dublin – Keflavík 24. júní: 15:00 - 16:30
Það er fágætt að Íslendingar eigi þess kost að
fljúga beint til Írlands að sumri til og upplifa
fegurð þessa nágrannalands okkar og vinalegt
mannlíf.
VERÐ: 22.900 M/SKÖTTUM BÁÐAR LEIÐIR
17.900 M/SkÖTTUM AÐRA LEIÐINA
JAPAN
Þarft þú að fá þér nýtt vegabréf
í sumar?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Átt þú kött sem er ómerktur?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
71%
29%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Kona sem starfaði sem afgreiðslustjóri hjá Sparisjóði
Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg var fyrir helgi dæmd til greiðslu átta milljóna króna
skaðabóta og í níu mánaða fangelsi vegna brota sem framin voru í starfi árin 2000 til
2003. Myndin var tekin árið 2003 eftir bankarán.
DAVID GILMOUR Hann mun þenja raddböndin ásamt hljómsveitarmeðlimum Pink Floyd í
júlí.
STJÓRNARSKRÁIN RÆDD Fulltrúar frjálsra félagasamtaka kynntu tillögur sínar fyrir stjórnar-
skrárnefnd og öðrum ráðstefnugestum í þremur málstofum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A