Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 18

Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 18
ehf. Garðyrkjufræðingur, trjáplöntusala og vélavinna El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Þóra Kristjánsdóttir listfræð- ingur býr í fallegu húsi við Tjarnargötuna sem fagnar brátt 100 ára afmæli. „Það eru svo mörg falleg hús í Reykjavík en ætli uppáhaldshúsið mitt sé ekki húsið sem ég bý í sjálf. Það var byggt árið 1907 af Jóni biskupi Helgasyni og er því komið til ára sinna,“ segir Þóra. Þóra er hrifin af húsunum við Tjarnargötuna og henni þykir saga þeirra skemmtileg. „Þessi hús eru flest byggð á heimastjórn- artímanum og eru minnisvarðar um þá borgarastétt sem varð til á þeim tíma. Páll Briem átti alla tjarnarbrekkuna en hann seldi lóðir til ýmissa embættismanna sem byggðu þessi fallegu hús sem standa hér enn. Húsin eru því áþreifanlegar minjar um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og sýna hvernig borgarlífið blómstraði á þessum tíma. Með heimastjórn- inni komu embættismennirnir heim, fóru að vinna í Reykjavík og urðu vísir að einhvers konar borg- arastétt. Mér þykir gaman að skoða allt þetta, sjá söguna svona í samhengi og skynja hvað það er í raun stutt síðan þetta var.“ Þóra keypti húsið árið 1972 og segir að með því hafi hún lagt sitt af mörkum til þess að styðja mið- bæinn. „Á þessum tíma var lítill áhugi fyrir þessum gömlu húsum og fáir höfðu áhuga á að halda þeim við. Mér þykir hins vegar vænt um alla þessa húsaröð og finnst það vera skylda okkar að halda henni við þótt það kosti vissulega peninga. Ég er ekki nógu ánægð með hvernig staðið er að vexti og þróun miðbæjarins og þykir til dæmis leiðinlegt að sjá hvað verið er að gera í Vatnsmýr- inni.“ Þegar Þóra flutti inn í húsið var henni sagt að það fylgdi draugur húsinu. „Við fluttum í fyrstu bara inn á efri hæðina og vorum enn að vinna á þeirri neðri. Eina nóttina vöknuðum við hjónin við umgang niðri og vorum viss um að draugurinn væri kominn á kreik. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta var veggfóðrarinn okkar sem hafði gleymt stiga í húsinu sem hann þurfti að sækja fyrir næsta verkefni,“ segir Þóra og hlær. ] Heimilisdraugurinn hefur oftast nær hægt um sig Fíflar Besta leiðin til að losna við fífla er að stinga þá upp með rótum. Best er að gera það á vorin og áður en þeir verða að biðukollum.[ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Su arnámskeið Keramik fyrir alla Ennþá laust á vinsælu barna ámskeiðin. Ein vika, allt innifalið kr. 8900.- Bókið núna. Þóra segir að sér þyki vænt um alla húsa- röðina við Tjörnina og vill leggja sitt af mörkum til að halda henni við. Garðeigendur athugið! Látið ekki aðra úða garðinn gegn skordýrum en þá sem hafa réttindi og geta framvísað leyfisskírteini frá Umhverfisstofnun. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar www. ust.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.