Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 21
5MÁNUDAGUR 13. júní 2005 Hægt að sitja úti árið um kring Viðhaldsfrí húsgögn úr áli og stáli henta vel íslensku veðurlagi. Nýstárleg hönnun sem vakið hefur mikla athygli. Í Exó fást nú flott garðhúsgögn sem eru úr nýrri línu frá spænska framleiðandanum Gandia Blasco. Þetta er skemmtileg nýjung með einstökum létt- leika en húsgögnin eru úr áli og stáli þannig eru þau viðhaldsfrí og geta staðið úti allt árið um kring. Þau eru mátulega þung þannig að þau fjúka ekki svo auðveldlega burt. Hægt er að fá lausar sessur á stólana svo hægt er að taka þær inn ef rignir, eða þegar veturinn ber að garði. Borðplötur er hægt að fá bæði úr hertu plast í mörgum litum og timbri, en timburplöturnar er hægt að skrúfa af og geyma inni yfir veturinn eða taka inn í skúr þegar bera þarf á fúavörn. Auk þessa er í línunni heilu útisófasettin með hvítum dýnum og ljósker í öllum stærðum. Í lín- unni eru leikstjórastólar, strandstólar, borðstofu- útisett, legubekkir, útisófasett, stakir útisófar, stök útiborð og heilu útihúsin. Þessi útihúsgögn hafa verið kynnt í öllum helstu og virtustu húsgagna- tímaritum um allan heim. Eykur á öryggi fólks í bruna Viðarklæðning sem brennur hægt er tækninýjung sem kemur frá Danmörku og hefur hlotið lof víða um heim. „Að mínu mati er þetta algert tækniundur“, segir Steingrímur Sigurjónsson byggingafræðingur og húsasmíðameistari um nýja tegund af klæðningu sem er seig- brennandi, en þetta er fura sem hefur verið meðhöndluð á sér- stakan máta. „Ef eldur kemur upp í húsi með þessari klæðningu getur logað í klukkustund þegar við venjulegar kringumstæður eru tréhús að brenna á einu augnabliki,“ segir Steingrímur og leggur áherslu á að ef húsið er lengi að brenna er mun rýmri tími fyrir fólk að komast öruggt út úr húsinu. Hann segir þessa klæðningu henta sérstaklega vel á sumar- bústaði og auðvelt sé að setja þessa klæðningu utan á eldri bús- taði. „Fólk er farið að vera í bú- stað allan ársins hring og finnur því meira fyrri veðri og vindum, en þessi klæðning styrkir bústað- inn þannig að hann nötrar mun minna í roki og ætti að þola allar náttúruhamfarir mun betur,“ segir Steingrímur. Klæðningin sem kemur frá Danmörku hefur fengið gæða- vottun víða um Evrópu, auk Ástr- alíu og Kanada og er Gardermoen flugstöðin í Osló klædd með þess- ari klæðningu bæði að innan og utan. Smiðir sem ætla sér að setja upp þessa klæðningu þurfa að sækja námskeið áður til að kynna sér aðferðirnar við uppsetningu. „Ég sé um að kenna þessi nám- skeið, en ég ætla mér að vera með frekari kynningar á þessu efni á næstunni,“ segir Steingrímur. kristineva@frettabladid.is Steingrímur heldur á nýrri klæðningu sem er gædd þeim eiginleikum að brenna mjög hægt. Mexíkóskir útiarnar úr brenndum leir eru vin- sælir í garðinn. Það er þó ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar ofninn er notaður eins og að á botn ofnsins á fyrst að leggja átta sentimetra lag af möl eða litlum steinum. Þegar búið er að nota ofninn er best að láta eldinn kulna rólega út. Aldrei á að nota kol, pressaðan við eða fljót- andi eldsneyti í ofninn. Ofninn má heldur ekki hreyfa þegar hann er blautur eða rakur, þar sem hann gæti brotnað. Lengi lifir í gömlum græjum GÖMLU RAFMAGNSTÆKIN GETA KOMIÐ AÐ ÝMSU GAGNI OG GETA AUK ÞESS VERIÐ HIN MESTA PRÝÐI. Gömul rafmagnstæki ganga úr sér eins og annað en eru oft falleg og til prýði á heimili. Það er því ástæðulaust að farga þeim þó þau séu hætt að virka. Sumar græjur eru svo fallegir hönnunargripir að þau eru til prýði í sjálfum sér og eru oft á tiðum líka fyrirtakshirslur. Ýmislegt er hægt að gera við gamalt sjón- varp, útvarp eða stereógræjur. Það má til dæmis rífa ónýtt innvolsið út úr þeim og planta fallegum blómum inn í tækin, nota þau sem myndaramma utan um myndir af fjölskyldunni eða búa til listaverk inn í þau. Gamla plötuspilarann má sem best nota sem hitaplötu á borð í matarboði og þá er auðvitað gráupplagt að setja fiska- búr inn í gamla sjónvarpið og fylgjast svo með fiskunum synda fram og aftur. Alveg kjörið að slaka á fyrir framan lífræna sjón- varpið sitt og fá fréttir úr fiskheimum um leið og þær gerast. Útiofnar verða æ vinsælli OFNA Í GARÐINUM ÞARF AÐ MEÐHÖNDLA MEÐ GÆTNI. Stórir gluggar, sérstaklega suðurgluggar greiða leið sólargeislanna inn í híbýli fólks þar sem þeir geta orðið til ama og óþæginda. Gólf, gardínur húsgögn og aðrir innanstokksmunir upplitast með tímanum ef ekkert er að gert. Til að stemma stigu við hita og birtu sólar- geislanna hafa margir kosið að setja sólarfilmur á glerið. Meðal þeirra fyrir- tækja sem flytja inn slíkar filmur eru AMG Aukaraf á Dalvegi í Kópavogi. Filmurnar sem þar fást draga úr hitainnstreymi um 30-60% og birtu um 30-40% að sögn Ásgeirs Viðars Ásgeirs- sonar framkvæmdastjóra. „Svo lokar þetta fyrir alla útfjólubláa geisla sem valda upplitun á húsgögnum, listaverk- um og öðrum innanstokksmunum. Hann segir filmurnar vinsælar bæði í fyrirtæki og heimahús og þær séu til í mismunandi litum. „Algengast er að notuð sé brún filma í íbúðarhús og líta þá rúðurnar út fyrir að vera reyklitar. Hún skerðir ekki útsýni á nokkurn hátt en setur auðvitað annan litablæ á um- hverfið,“ segir Ásgeir. Filmur vernda innbúið SÓLARFILMUR DRAGA ÚR HITA OG BIRTU, AUK ÚTFJÓLUBLÁRRA GEISLA. Að horfa á fiska er góð afslöppun. Hvítt og stílhreint útisófasett með lausum sessum. Hvítt og frísklegt borð með sex stólum. Smart leikstjórastólar sem henta í garðinn eða á svalirnar. Glæsilegt útiborðstofusett sem sómir sér vel í garðinum. Letilegir sólstólar sem kalla á mann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.