Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 20
Í Gilinu á Akureyri hefur árum saman staðið ónotuð kartöflugeymsla. Geymslan hefur undanfarið fengið mikla andlitslyftingu og hýsir nú arkítektastofuna Kollgátu. „Þetta hús var byggt árið 1937 og var kartöflu- geymsla fyrir Akureyringa árum saman. Hér gat fólk í bænum leigt hólf fyrir kartöflurnar sínar en geymslan var lögð af í kringum 1990 og hefur staðið auð síðan þá,“ segir Logi Einarsson, annar eigenda Kollgátu. Til stóð að rífa geymsluna og hafði bygging- arfyrirtækið SS Byggir tekið verkið að sér. „Sigurður hjá SS Byggi vissi að ég var að leita að húsnæði og hafði samband við mig vegna kartöflugeymslunnar. Ég fékk stuttan umhugsunarfrest og þetta gerðist allt ákaflega hratt,“ segir Logi. Kartöflugeymslan hafði látið lítið fyrir sér fara og það eina sem vegfarendur sáu af henni voru litlar dyr sem lágu inn í brekkuna. Bak við þessar dyr var hins vegar 100 fermetra geymsla sem passaði ágætlega undir arkítektastofu. Starfsmenn Kollgátu teiknuðu húsið sjálfir og segir Logi að mikið hafi þurft að gera til að breyta geymslunni í arkitektastofu. „Þetta er náttúrlega byggt sem kartöflugeymsla og hér var því mikill raki og hvorki hiti né rafmagn. Geymslan var hólfuð niður í sex geymsluhólf og við reyndum að opna vel á milli þeirra til að plássið nýtttist betur. Við ákváðum samt að leyfa gamla húsinu að njóta sín sem best og byggðum þess vegna eins konar glerramma utan um útvegginn að framan. Þannig fær gamli veggurinn, sem áður var hulinn mold og grasi, að njóta sín betur. Hér var líka gluggalaust, sem gengur ekki alveg. Við bættum því gluggum við framhliðina og nú kemur hámarksbirta hingað inn,“ segir Logi. Þótt kartöflurnar séu á bak og burt er ýmislegt sem minnir á fyrra hlutverk hússins. Þar er fremur lágt til lofts, gólfið hallar örlítið og veggirnir eru hrá- ir. Logi er ánægður með útkomuna og segist hafa fengið góð viðbrögð frá vegfarendum, sem eru ánægðir með að kartöflugeymslan hafi fengið nýtt hlutverk. ■ Húsið eins og það er í dag. Grafið var frá framhliðinni og reistur glerveggur sem myndar ramma utan um gamla útvegginn. Kartöflugeymsla fær nýtt líf húsráð } Valhnetur góðar fyrir viðinn HNETUOLÍAN FYLLIR UPP Í RISPURNAR. Rispur í viðargólfum og viðarhús- gögnum eru hvimleiðar, en einföld og ódýr leið til að losna við rispurnar er að nota valhnetur. Valhnetum er þá nuddað á rispurnar og náttúrlu- legar olíur í hnetunum fylla upp í all- ar rispur og misfellur. Þetta er ekki bara góð leið heldur líka umhverfis- væn. Þetta er hægt að gera við garð- húsgögnin og allt úr gegnheilum viði sem hefur rispast illa. 4 13. júní 2005 MÁNUDAGUR Viðargólfið tekið í gegn REGLULEGT VIÐHALD ER NAUÐSYNLEGT ÞEGAR OLÍUBORIÐ PARKETT ER ANNARS VEGAR. GÓLFIÐ ÞARF AÐ PÚSSA Á EINS TIL TVEGGJA ÁRA FRESTI. Í eldri húsum eru gólfin gjarnan lögð gegn- heilum við sem er olíuborin, auk þess sem það hefur verið í tísku upp á síðkastið að pússa upp viðargólf og olíubera þau. Reglulegt viðhald er nauðsynlegt til að halda gólfunum fallegum og í upprunalegu formi sem lengst. Olíu þarf að bera á gólf- ið á eins til tveggja ára fresti, eftir því hvað álagið er mikið og reglulega þarf að pússa gólfið sem er ekki ósvipað því að maður gerir með stórt viðarborð. 1. Sópaðu eða notaðu góða ryksugu til að fjarlægja allt ryk og kusk af gólfinu. 2. Notaðu hreinar tuskur til að hella olí- unni á. Ekki hella henni beint á gólfið. Berðu olíuna á gólfið með tuskunni með ákveðnum hreyfingum og fylgdu legu viðarins. 3. Dreifðu olíunni eins jafnt og hægt er til að tryggja að liturinn verði jafn. Skiptu út tusku eins og oft og þörf þykir. En líklegt er að þú þurfir að nota nokkrar tuskur. 4. Leyfðu viðnum að draga í sig olíuna í einn til tvo klukkutíma. 5. Farðu létt yfir með olíuborinni tusku á alla bletti sem hafa myndast. Því oftar sem gólfið er pússað með þurri tusku mun glansinn á gólfinu aukast. Svona leit kartöflugeymslan út þegar til stóð að rífa hana síðast- liðið haust. Logi Einarsson og Ingólfur Guðmundsson eiga Kollgátuna og eru himinánægðir með húsið. Allt um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.