Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 69
FÓTBOLTI Það var klassamunur í Keflavík þar sem Valsmenn komu í heimsókn í gær og réðu lögum og lofum gegn slökum heima- mönnum. Það var ekki veikan blett að finna á Valsliðinu, sem hafði leikinn í sínum höndum frá upphafi til enda og heldur flugi sínu áfram af fullum krafti. Spila- mennska liðsins var hreint út sagt frábær og ljóst að búast má við svakalegri viðureign þegar það mætir FH í næstu umferð. Þegar upp var staðið í Keflavík í gær höfðu Valsmenn náð að koma knettinum fimm sinnum í markið en heimamenn aðeins einu sinni. Sóknaraðgerðir Valsmanna voru mun hættulegri á meðan ekki var heil brú í spilamennsku Keflavíkur, langar sendingar fram völlinn sem stórir og stæði- legir miðverðir Vals áttu ekki í nokkrum erfiðleikum með. Strax eftir fimm mínútna leik skoraði Matthías Guðmundsson með því að setja boltann í boga yfir Ómar í markinu og braut þar með ísinn. Atli Sveinn Þórarins- son bætti við marki með skalla eftir horn og það var síðan lands- liðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson sem átti stóran þátt í þriðja markinu þegar hann vann knöttinn af Guðmundi Steinars- syni, skeiðaði fram og sendi á Baldur Aðalsteinsson, sem gerði allt rétt og skoraði. Baldur bætti öðru marki við í seinni hálfleik en eftir það slökuðu Valsmenn örlítið á og Stefán Örn Arnarsson náði að minnka muninn. Stefán fékk félagaskipti úr Víking fyrr um daginn, kom inn sem varamaður og var einn af örfáum ljósum punktum hjá heimamönnum. Garðar Gunnlaugsson bætti fimmta og síðasta marki Vals við með skoti af stuttu færi. Á löngum köflum var hrein unun að fylgjast með léttleikandi Valsliðinu, sem náð hefur rosalega vel saman í upphafi móts og miðað við spila- mennskuna er líklegt að það verði einvígi um Íslandsmeistaratitilinn milli Vals og FH. Keflvíkingar þurfa hins vegar að hugsa sinn gang verulega því lið þeirra í gær sýndi ansi fátt sem jákvætt getur talist, átti nokkur hættuleg lang- skot í seinni hálfleik en varnar- leikurinn var mjög brothættur. „Liðsheildin er sterk hjá okkur og það er helsti styrkleiki okkar. Við spiluðum vel og munum halda áfram að taka einn leik fyrir í einu og reyna þannig að ná sem bestu árangr,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leik. Peningarnir tala sínu máli „Við gerðum ekki það sem talað var um fyrir leikinn og því fór sem fór. Valsliðið er mjög sterkt og ég held að það sé alveg ljóst að deildarkeppnin verður einvígi milli FH og Vals. Peningarnir tala sínu máli,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. -egm, mh 13. júní 2005 MÁNUDAGUR > Við hrósum ... ... Valsmönnum, sem sýndu svo ekki verður um villst að þarna er topplið á ferðinni. Það fara ekki hverjir sem er til Keflavíkur og sýna heimamönnum hvernig skuli spila knatt- spyrnu með því að skora fimm mörk gegn einu. Mikil spenna ríkir fyrir leik Vals og FH á miðviku- dag enda mikilvægur leikur mjög. Heyrst hefur ... ... að örlög Magnúsar Gylfasonar ráðist á næstu sjö dögum. Ef viðunandi úrslit nást ekki gegn Grindavík í deildinni og Leikni í bikarkeppninni munu dagar hans hjá Vesturbæjarstórveldinu vera taldir. Það er því mikið undir hjá Magnúsi en KR hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum. sport@frettabladid.is 20 > Við furðum okkur á ... .... að Grindvíkingar geti ekki haldið sig á mott- unni eitt tímabil. Aftur er komið upp aga- vandamál sem lýkur sennilega með því að fyrirliði liðsins, Óli Stefán Flóventsson, yfirgefur félagið. Fylkismenn unnu heldur ósanngjarnan sigur á Grindvíkingum í Árbænum í gær. Bjarni fiór›ur Halldórs- son markvör›ur kom í veg fyrir a› gestirnir færu me› stigin flrjú heim en Árbæingar geta flakka› vara- mönnum sínum fyrir mörkin tvö. Bjarni sá um fyrsta heimasigurinn Valsmenn héldu í við FH-inga með stórsigri á Keflvíkingum: Valur me› kennslustund í Keflavík KNATTSPYRNA Leikurinn byrjaði dauflega og það var ekki fyrr en þegar fyrri hálfleikur var hálfnað- ur að Magnús Sverrir Þorsteins- son fékk mjög gott færi en skot hans af markteignum var varið vel af Bjarna Þórði í marki Fylkis. Grindavíkingar voru á þessum tímapunkti sterkari aðilinn og það var því ekki gegn gangi leiksins þegar Sinisa Kekic skoraði mark með skalla eftir hornspyrnu. Eftir markið slökuðu gestirnir á og það nýttu heimamenn sér þegar Eyjólfur Héðinsson skoraði eftir góðan undirbúning frá Finni Kol- beinssyni. Það er ekki ósanngjarnt að segja að Boban Savic eigi þetta mark enda skaut Eyjólfur frá endalínu en Savic tókst að missa knöttinn milli fóta sér. Seinni hálfleikur var bragðdaufur þegar á heildina er litið en það voru Grindvíkingar sem voru nærri því að skora og þeir komust nálægt því í nokkur skipti. Næst því komust Ey- steinn Húni Hauksson og Mathias Jack en heppnin var ekki með þeim, í bæði skiptin fór boltinn í tréverkið og sluppu heimamenn heldur betur með skrekkinn. Magnús Þor- steinsson fékk einnig dauðafæri sem Bjarni Þórður varði frábær- lega. Eftir þetta virtist leikurinn ætla að fjara út en Hrafnkell Helga- son var ekki á sama máli og skor- aði sigurmark Fylkis tveimur mínútum fyrir leikslok eftir dap- urt úthlaup Boban Savic. Það er ljóst á þessum leik að Grindvíkingar ætla sér ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar, þeir léku góðan fótbolta og áttu engan veginn skilið að tapa leikn- um í gær. Bestir hjá gestunum voru þeir Sinisa Kekic og Óskar Örn Hauksson, sá fyrrnefndi var gríðarlega öflugur í vörninni og sá síðarnefndi sýndi virkilega skemmtilega takta og vill undir- ritaður sjá Óskar í hópnum hjá Eyjólfi Sverrissyni í haust þegar U-21 liðið verður valið. Hjá Fylki var Bjarni Þórður Halldórsson þeirra langbesti maður og geta heimamenn þakk- að honum fyrir stigin þrjú enda varði hann frábærlega í leiknum. Valur Fannar Gíslason var traustur í vörninni og svo kom Eyjólfur Héðinsson sterkur inn á, annan leikinn í röð og spurning hvort frammistaða hans í síðustu tveimur leikjum skili honum ekki sæti í byrjunarliðinu fyrir næsta leik. - gjj LEIKIR GÆRDAGSINS ÍBV–KR 2–1 KEFLAVÍK–VALUR 1–5 FYLKIR–GRINDAVÍK 2–1 STAÐAN: FH 5 5 0 0 15–2 15 VALUR 5 5 0 0 15–3 15 FYLKIR 5 3 0 2 9–6 9 FRAM 5 2 1 2 6–4 7 ÍA 5 2 1 2 8–13 7 KR 5 2 0 3 5–6 6 GRINDAVÍK 5 1 0 4 7–14 3 ÍBV 5 1 0 4 5–12 3 ÞRÓTTUR 5 0 1 4 4–11 1 Knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson hefur tekið þá ákvörðun að hætta hjá Grindavík í Landsbanka- deildinni. Að hans sögn er ástæðan einfaldlega sú að hann náði ekki að vinna með Milan Stefáni Jankovic, þjálfara liðsins. „Það kom upp ágreiningur og við rædd- um málið en náðum ekki að leysa það. Þetta er mjög leið- inlegt þar sem hjarta mitt slær í Grindavík og það er mitt lið.“ sagði Óli Stefán, sem var vara- fyrirliði Grindvíkinga og einn þeirra allra besti leikmað- ur. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar Óli fór út á lífið með Ólafi Erni Bjarna- syni á laugar- dagskvöldið eftir landsleikinn gegn Ungverja- landi. Þetta var átta dögum fyrir leikinn gegn Fylki. „Morguninn eftir var æfing kl. 11. Ég mætti á hana en þjálfar- inn var ekki sáttur og refs- aði mér. Þetta at- vik var dropinn sem fyllti mælinn, ég var ekki einu sinni spurður nánar út í þetta mál og hvort bjór hafi verið við hönd eða neitt. Ég var ósáttur við að fá bara refsingu strax án þess að vera spurður út í þetta,“ sagði Óli Stefán. Í dag verður fundur með stjórn Grindavíkur en Óli segist vera búinn að taka lokaákvörðun í málinu. Hann ætlar nú að fara í það að kanna stöðu mála, hann stefnir á að halda áfram í boltanum og leika í Lands- bankadeildinni. Meðal liða sem til greina koma er Fram en hann var nálægt því að semja við Safamýrarfélagið fyrir sumarið. ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON: ER HÆTTUR HJÁ GRINDAVÍK Gat ekki unni› me› fljálfaranum 1–5 Keflavíkur., áhorf: 1054 Jóhannes Valgeirss. (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–14 (5–7) Varin skot Ómar 1 – Kjartan 4 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 9–10 Rangstöður 0–7 0–1 Matthías Guðmundsson (5.) 0–2 Atli Sveinn Þórarinsson (17.) 0–3 Baldur Aðalsteinsson (35.) 0–4 Baldur Aðalsteinsson (57.) 1–4 Stefán Örn Arnarson (68.) 1–5 Garðar Gunnlaugsson (80.) Keflavík *MAÐUR LEIKSINS KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar 6 Guðjón 4 Kadir 3 (63. Ásgrímur 5) (87. Bjarni –) Johansson 4 Milicevic 3 (59. Stefán Örn 6) Gestur 3 Hólmar 4 Baldur 4 Jónas 5 Guðmundur 6 Hörður 3 VALUR 4–3–3 Kjartan 7 Bjarni Ólafur 8 *Atli Sveinn 8 Grétar Sigfinnur 8 Steinþór 8 Sigurbjörn Örn 7 (83. Stefán Helgi –) Kristinn Ingi 8 Sigþór 7 Baldur 8 (82. Sigurður –) Matthías 8 (63. Garðar 6) Guðmundur 8 Valur 2–1 Fylkisvöllur, áhorf: 836 Kristinn Jakobsson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (6–8) Varin skot Bjarni 6 – Savic 4 Horn 3–7 Aukaspyrnur fengnar 13–12 Rangstöður 2–0 0–1 Sinisa Kekic (34.) 1–1 Eyjólfur Héðinsson (40.) 2–1 Hrafnkell Helgi Helgason (88.) Fylkir *MAÐUR LEIKSINS FYLKIR 4–4–2 *Bjarni Þórður 9 Kristján 4 (81. Hrafnkell –) Valur Fannar 7 Ragnar 6 Gunnar Þór 6 Helgi Valur 6 Guðni Rúnar 6 Finnur 6 Viktor Bjarki 5 (20. Eyjólfur 7) Christiansen 3 (54. Björn Viðar 5) Björgólfur 6 GRINDAVÍK 4-4-2 Savic 4 Óðinn 6 Kekic 8 Jack 6 Eyþór Atli 7 McShane 4 Nistroj 5 Eysteinn Húni 6 Óskar Örn 8 Magnús 7 Ahandour 5 (60. Zeyer 5) Grindavík LA N DS BA N K AD EI LD IN FYLKISMENN FAGNA Finnur Kolbeinsson (8) fagnar hér markaskoraranum Eyjólfi Héðinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.