Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 17
SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 44 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is 4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 67 26 12 /2 00 4 fasteignir@frettabladid.is Verð íbúðarhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði um 2,5% á milli mánaðanna apríl og maí í ár. Mest var hækkunin í Reykjavík, 3,6% samkvæmt Morgunkorni ís- landsbanka. Flest bendir til þess að verðið hafi hækkað um 20% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Vel á annað þúsund tilboð bár- ust í 50 einbýlishúsalóðir í Akra- landi í Garðabæ, sem liggur sunn- an við Arnarnesveg og markast af Hafnarfjarðarvegi að vestan. Akra- landið, sem líka er kallað Arnar- nesland, er í eigu Akralands ehf. sem aftur er í eigu Þyrpingar og Keflavíkurverktaka. Það er fyrsti áfangi hverfisins af þremur sem um ræðir og áformað er að hefja gatnagerð fljótlega. Mjólkurstöðin á Hvamms- tanga gengur í endurnýjun líf- daga. Þar mun verða pakkað vatni í stað mjólkur því Hreinn Hreinsson hefur keypt húsnæði og tæki stöðvarinnar af Mjólkur- samsölunni og hyggur á vatnsút- flutning. Skipulagssjá borgarinnar hef- ur nú verið endurhönnuð frá grunni í samvinnu við verkfræði- stofuna Hnit. Á vefnum www.skipbygg.is er hægt að komast inn á hana og skoða að- alskipulag borgarinnar á stafrænu formi með ýmsum upplýsingum, auk deiliskipulags og nýjustu loft- mynda af borginni sem teknar voru á síðasta ári. FASTEIGNASÖLUR 101 Reykjavík 32-33 Akkurat 37 Árborgir 42 Ás 28-29 Bifröst 14 P fasteignir 9 Draumahús 23-26 Eignakaup 36 Eignastýring 31 Fasteignamarkaðurinn 11 Fasteignamiðlun 10 Fasteignam. Grafarvogs 12 Fasteignam. Hfj. 12 og 17 Fasteignastofa Suðurn. 27 Fold 41 Hof 27 Hóll 16 Hraunhamar 18-20 Húseign 22 Húsalind 30 Höfði 8 og 36 ÍAC 6-7 Lundur 14-15 Lyngvík 21 Neteign 10 Nethús 9 Nýtt heimili 38 Remax 39-42 Viðskiptahúsið 27, 34 og36 Fasteignasalan Draumahús er með til sölu reisulegt og mikið einbýlishús á þremur hæðum í Háahvammi 13 í Hafnarfirði. Húsið er alls 366,4 fermetr- ar, þar af 23,1 fermetra bílskúr þar sem búið er að gera litla stúdíóíbúð. Rými í kjallara er 103,1 fermetrar og er búið að innrétta þar tvær íbúðir. Aðalhæðin er 137,7 fermetrar og risloftið er 102,5 fer- metrar. Mjög hefur verið vandað til hússins í upphafi, þar á meðal er „organ pine“ í öllum gluggum, húsið einangrað að utan og klætt. Á aðalhæð er forstofa með flísum á gólfi og fataskápum. Gestasalerni er inni af for- stofu. Hol með flísum og útgengt út í garð- inn. Til hliðar við holið er gott herbergi. Stofa, eldhús og borðstofa eru einnig á aðal- hæðinni. Stofa og borðstofa eru með teppi á gólfi, eldhúsið er með parketti og dökkri viðarinnréttingu. Eitt herbergi er inni af stofu og er auðvelt að fjarlægja veggi og stækka stofu. Úr holi er vandaður stigi bæði upp á risloftið og eins niður í kjallarann. Fimm góð svefnherbergi eru á risloftinu og er úr tveimur þeirra gengið út á sitt hvorar svalirnar og er meiriháttar útsýni af þeim, sérlega þeim er snúa í vestur. Gott parkett er á hluta efri hæðar. Stórt baðher- bergi með baðkeri, sturtu, innréttingu og þakglugga. Eins og áður sagði er búið að gera þrjár litlar íbúðir í kjallaranum og eru þær leigð- ar út. Þessar leiguíbúðir standa undir af- borgun af um það bil 25 milljónum. Ásett verð er 57 milljónir. Glæsilegt einbýli með meiriháttar útsýni Húsið er afskaplega reisulegt. LIGGUR Í LOFTINU í fasteignum MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINSER ÞÍN FASTEIGN AUGLÝST HÉR? Góðan dag! Í dag er mánudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.59 13.28 23.58 AKUREYRI 1.48 13.12 00.41 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Rólegur heimilisdraugur BLS. 2 Kartöflugeymsla öðlast nýtt líf BLS. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.