Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 4
4 13. júní 2005 MÁNUDAGUR Góðgerðartónleikar gegn eyðni í Tromsø: Rokka› me› Mandela gegn ey›ni NOREGUR, AP Nelson Mandela og alþjóðleg breiðfylking tónlistar- stjarna þrýstu á ríkar þjóðir heims að leggja meira af mörk- um til baráttunnar gegn eyðni- sjúkdómnum og fátækt á góð- gerðartónleikum í Tromsø í Norður-Noregi á laugardags- kvöld. „Látum hvert barn vera heil- brigt barn,“ sagði Mandela í ávarpi til hinna um það bil átján þúsund áheyrenda sem mættir voru á tónleikana. „Við vitum hvað þarf að gera og hve mikið það kostar. Við þurfum núna for- ystu, sýn og pólitískt hugrekki,“ sagði hann. Tónleikarnir, sem báru yfir- skriftina 46664 Arctic Concert, voru nefndir eftir fanganúmerinu sem Mandela bar þau 27 ár sem hann var pólitískur fangi í stjórn- artíð hvíta minnihlutans í Suður- Afríku. Tónleikarnir í Tromsø voru liður í röð slíkra góðgerðar- tónleika. Meðal tónlistarmanna sem fram komu voru Peter Gabriel, Annie Lennox, Robert Plant og Razorlight, að ógleymdri hljómsveit Gunnlaugs Briem, Earth Affair. ■ Wolfowitz lofar skuldani›urfellingu Bankastjóri Alfljó›abankans fagnar samkomulaginu sem ná›st hefur um ni›urfellingu skulda fátækra ríkja og bo›ar a› brátt ver›i sami› um a› létta skuldabyr›i Nígeríu og fleiri landa. NÍGERÍA, AP Paul Wolfowitz, for- stjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. Wolfowitz lét þessi orð falla í Abuja, höfuðborg Nígeríu, en það var fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuheimsókn hans, þeirri fyrstu sem hann fer í eftir að hann tók við stjórn Alþjóðabank- ans, sem hefur það hlutverk að styðja við framfarir í þróunar- löndum. Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims, G8-hópsins svo- nefnda, sömdu um það á laugar- daginn að 40 milljarða dollara skuldir átján fátækra ríkja skyldu felldar niður. Flest eru þessi ríki í Afríku. Stór hluti skuldanna var við alþjóðlegar lánastofnanir, ekki síst Alþjóðabankann. Alls nema erlendar skuldir Afríkuríkja um þessar mundir um 300 milljörðum dollara, andvirði yfir 19.000 millj- arða króna. Wolfowitz fullyrti að skulda- niðurfellingin „myndi ekki koma niður á nýjum framlögum til þró- unaraðstoðar“. Ríku löndin hefðu nú um helgina heitið einum millj- arði dollara, 64 milljörðum króna, í viðbótarframlög til fátækustu ríkjanna. G8-ráðherrarnir hétu því að leggja fram aukafé til að bæta Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum upp tapið sem skuldaniðurfellingin hefur í för með sér. Nígería er fjölmennasta og jafnframt skuldugasta land Afríku. En þar sem það er einn stærsti olíuútflytjandi heims upp- fyllir það ekki skilgreiningu Al- þjóðabankans um lágtekjuland. Og spillt stjórnsýsla hefur ekki hjálpað til heldur. Samningar um eftirgjöf skulda Nígeríu eru því flóknari en allra fátækustu ríkj- anna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem verður gestgjafi á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Skotlandi í júlí, mun í dag hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu og Gerhard Schröder Þýskalandskanslara í Berlín á ferð sinni milli höfuðborga ríkj- anna átta þar sem hann reynir að afla stuðnings við metnaðarfulla áætlun sína um stóraukna þróun- araðstoð og heimsátak gegn loft- mengun. - aa Ungverskir sósíalsistar: Stórt tap BÚDAPEST, AP Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverja- lands, viðurkenndi á laugardag að Sósíalistaflokkurinn hefði beðið stóran ósigur í forseta- kosningunum fyrr í þessari viku. „Flokkurinn beið sárs- aukafullan ósigur í þessum kosningum. Það versta er að hann tapaði ekki fyrir keppi- nautnum heldur tapaði hann í raun og veru fyrir sjálfum sér,“ sagði Gyurcsany. Þingið kaus fyrrum dómara í stjórnarskrárrétti, Laszlo Solyo, til að taka við af núverandi forseta, Ferenc Madl, en fimm ára kjörtímabili hans lýkur í ágúst. ■ ÁSAMT GRÉTARI G OG DANNA NICK WARREN FORSALA Í ÞRUMUNNI // MIÐAVERÐ EINGÖNGU 1500 KR. Í FORSÖLU HÚSIÐ OPNAR 23.00 // NÁNARI UPPLÝSINGAR Á FLEX.IS SMIRNOFF TWISTED KYNNING Á MEÐAN BYRGÐIR ENDAST FLEX MUSIC OG SMIRNOFF KYNNA RISA KLÚBBAKVÖLD Á NASA 16.06.05 VEÐRIÐ Í DAG KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,22 64,52 117,21 117,77 78,55 78,99 10,55 10,61 10,01 10,07 8,52 8,57 0,60 0,60 94,55 95,11 GENGI GJALDMIÐLA 10.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,41 +0,17% GEGN EYÐNI OG FÁTÆKT Nelson Mandela,fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ávarpaði tónleikagesti í Tromsø. Útafakstur á Eskifirði: Beltin bjarga ÚTAFAKSTUR Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði út af á Norðfjarðarvegi um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt lögreglunni á Eskifirði slapp ökumaður ómeiddur en hann getur þakkað öryggisbeltunum fyrir það. Bíll- inn er einnig lítið skemmdur og vel ökufær. Ekki er ljóst sem stendur af hverju ökumaður missti stjórn á bílnum. - lkg LÖGREGLUFRÉTTIR OF HRAÐUR AKSTUR Lögreglan í Stykkishólmi stóð fyrir öflugu umferðareftirliti á Snæfells- veginum á laugardag. Lögreglan var með tvo bíla á vakt seinni part dags og voru fimmtán öku- menn teknir fyrir of hraðan akst- ur, sá hraðasti á 125 kílómetra hraða á klukkustund. ÖLVUNARAKSTUR Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun- arakstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Enn fremur voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. ELDUR Eldur kviknaði í þrem ruslagámum í Árnessýslu aðfara- nótt sunnudags. Kviknaði í gám- um á Eyrarbakka, á Selfossi og í Grímsnesi en lögreglan á Selfossi telur að þeir sömu hafi verið að verki í öllum tilvikum. GUÐJÓN ARNGRÍMSSON „Við höfum reynt að sinna ferðalöngunum eftir bestu getu og útvegað þeim hótelgistingu, mat og þess háttar,“ segir Guðjón. Bilun í vél Icelandair: 36 tíma töf FLUG Töf varð á vél Icelandair til San Francisco frá Keflavík síð- degis á laugardag vegna bilunar. Vélin lagði ekki af stað á áfanga- stað fyrr en um miðnætti í gær. Þar af leiðandi varð einnig töf á flugi Icelandair frá San Francisco til Keflavíkur. Töfin nam einum og hálfum sólarhring og hugðust einhverjir ferðalanganna ætla að sækja bætur til Icelandair. „Við höfum reynt að sinna ferðalöngunum eftir bestu getu og útvegað þeim hótelgistingu, mat og þess háttar. Í framhaldinu verður tekið á því hvort ferða- langarnir fái bætur en þetta er fólk af ýmsum þjóðernum, bæði Evrópubúar og Bandaríkjamenn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair. - lkg Á VETTVANGI Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, í vettvangsheimsókn í Abuja í Nígeríu í gær. Fr ét ta bl að ið /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.