Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 10

Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 10
10 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Ráðherra veldur hneykslan: Sag›i íslam ekki si›menningu ÍTALÍA, AP Ummæli ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni, þess efnis að íslam væri ekki siðmenning, hefur valdið mikilli hneykslan á Ítalíu. Hafa tals- menn stjórnar- og stjórnarand- stöðuflokka fordæmt ummælin og lagt áherslu á að samræður við hóf- sama múslima séu lykillinn að bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Roberto Calderoli, ráðherra kerfisumbóta, lét þau orð falla á þriðjudag að nýjustu hryðjuverka- árásirnar væru afleiðing „áreksturs milli siðmenningar og ekki-sið- menningar“. „Að skilgreina íslam sem siðmenningu væri ofrausn,“ sagði Calderoli, en hann kemur úr Norðurbandalaginu, hægriflokki á Norður-Ítalíu sem hefur beitt sér mjög fyrir takmörkunum á innflytj- endastraumi og róttækum ráðstöf- unum gegn hryðjuverkaógninni. En Calderoli á sér augsýnilega ófá skoðanasystkin. Í síðustu viku kom út þriðja bók ítalska rithöfund- arins Oriana Fallaci, þar sem hún skrifar um ógnina sem Evrópu og vestrænni menningu stafar af múslimum. Fyrri bækur hennar um efnið hlutu metsölu. - aa Minna veitt af minki Sveitarfélögum ber samkvæmt lögum a› ey›a grenjum en sökum minnkandi flátttöku ríkisins í kostna›i vi› vei›ar er ví›a misbrestur á flví, einkum í fámennum sveitarfélögum me› miki› landsvæ›i. UMHVERFISMÁL „Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sókn- ina,“ segir Guðbrandur Sverris- son, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. „Samt virðist þeim fjölga á svæðinu.“ Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að eyða tófu- og minkagrenjum og lengi vel skiptist kostnaður jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga. Þótt sama upphæð hafi árum saman verið eyrnarmerkt veiðunum á fjár- lögum hefur aukafjárveiting jafnan verið samþykkt fyrir því sem upp á hefur vantað, þar til fyrir þremur árum. Nú er hlut- fall ríkisins komið undir þrjátíu prósent. Þá benda margir sveitar- stjórnarmenn á að sveitarfélög geti ekki nýtt virðisaukaskatt sem þeir greiði veiðimönnum, sér til lækkunar. Því sé hlutur ríkisins í veiðunum ekki mikið hærri en það sem þeir borgi í skatt til ríkisins vegna veið- anna. Hjá Ísafjarðarbæ fengust þær upplýsingar að á tæplega 700 kílómetra strandlengju séu einu minkaveiðarnar fólgnar í því að 12-14 æðarvörp séu vökt- uð. Bærinn greiðir ekki öðrum en ráðnum veiðimönnum fyrir veiðar og þær standi aðeins yfir í þrjá mánuði á ári. Í Súðavíkur- hreppi, með 250 kílómetra strandlengju í Ísafjarðardjúpi er minki eytt skipulega en ekki er gengið á tófugreni, heldur að- eins sinnt útköllum frá bænd- um. „Okkur er ekki vel við refinn en gerum þetta til að leggja áherslu á misvægið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri. „Við bindum miklar vonir við að ríkið komi meira að þessu og geri okkur kleift að sinna þessu með jafnmiklum sóma og áður fyrr.“ Ómar segir kostnað sveitar- félagsins við veiðar nema tíu þúsund krónum á hvern íbúa. „Það jafngildir því að Reykjavík setti rúman milljarð í að eyða meindýrum.“ grs@frettabladid.is Erlendur tékkafalsari: Í var›haldi fram á haust DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en fram- vísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. októ- ber. Konan framseldi falsaða tékka hér á landi að andvirði rúmrar millj- ónar króna en neitar að sér hafi ver- ið kunnugt um að þeir væru falsaðir. Hún var sýknuð af að hafa staðið í skjalafalsi og stórfelldum auðgunar- brotum í slagtogi við annan mann, en sá var sakfelldur og hlaut fimm- tán mánaða fangelsisdóm. Maðurinn kveðst vera frá Nígeríu en rannsókn lögreglu á því hver kærða er í raun heldur áfram. - ht Álver í Reyðarfirði: Risakrani rís vi› höfnina ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Verið er að reisa nýjan hafnarkrana Sam- skipa við álvershöfnina í Reyðar- firði en kraninn er 400 tonn á þyngd. Kraninn verður notaður við höfnina á meðan á byggingar- framkvæmdum álversins stend- ur. Undirstaða kranans sem veg- ur 100 tonn hefur þegar verið sett saman ásamt stjórnklefanum og 60 tonna mastri. Á næstu dögum verður bóma sett á mastrið auk hífibúnaðar. Bechtel hefur gert samning við Samskip um að ferma og af- ferma skip við höfnina á meðan á byggingarframkvæmdum ál- versins stendur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR UMMÆLI FORDÆMD Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, fordæmdi orð ráðherrans Calderoli um að íslam væri ekki siðmenning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÍSLENSKUR REFUR Sveitarfélög á Vestfjörðum og víðar eru farin að draga úr veiðum á tófu og mink vegna aukins kostnaðar. SIGLT UPP Í FJÖRU Smábátur strandaði fyrir neðan bæinn Setberg á Grundarfirði í gær- morgun eftir að honum var siglt upp í fjöru. Tveir menn voru í bátnum og sakaði þá ekki. Naut lögregla aðstoðar björgunarsveita við að draga bátinn aftur á flot en skemmdir á honum eru taldar óverulegar. VALT EFTIR ÁREKSTUR VIÐ VÖRUBIFREIÐ Fólksbifreið var dregin af vettvangi eftir árekstur við vörubifreið á Reykjanesbraut við Álftanes- veg á níunda tímanum í gær- morgun. Ökumenn beggja bif- reiða voru fluttir á slysadeild til athugunar en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Erlendir ferðamenn: Veltu jeppa eftir árekstur BÍLVELTA Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Miklar umferðartafir urðu í kjölfar óhappsins en draga þurfti báða bílana burt. Þrír far- þegar voru í jeppanum auk öku- manns, allt erlendir ferðamenn. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í læri en taldi ekki ástæðu til að leita læknis að svo stöddu. Ökumaður fólksbílsins slapp ómeiddur. - ht Framtíðarstarf og sumarafleysingar AÐFÖNG óska eftir starfsmönnum á lyftara og í lagerstörf. Um er að ræða framtíðarstörf og einnig í sumarafleysingar. Við bjóðum upp á góða tekjumöguleika, góða vinnu-aðstöðu og mötuneyti er á staðnum. Leitað er að kraft-miklum og áreiðan- legum einstaklingum sem eru eldri en 18 ára og vilja framtíðar- starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð má fá í móttöku Aðfanga að Skútuvogi 7, 104 Reykjavík einnig er hægt að sækja um á www.adfong.is upplýsingar gefur Trausti í síma 693-5602. Ástþór Magnússon: Kærir DV fyrir rógbur› RÓGBURÐUR Ástþór Magnússon hefur kært ritstjórn DV fyrir meiðyrði vegna greinar sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn var. Á forsíðu blaðsins var fyrir- sögnin: „Ástþór Magnússon: Blindfullur í miðbænum“. Í grein- inni sjálfri var svo sagt að Ástþór hefði verið í fylgd óþekktrar kær- ustu og að hann hefði gert sig lík- legan til slagsmála. Ástþór vísar í fréttatilkynn- ingu sögusögnum DV á bug og segir atburðarásina sem lýst er í DV uppspuna. Einnig áréttar hann að þau Natalía Wium séu enn gift og vilji vinna úr sínum einka- málum án afskipta DV. - oá ÁLVERSHÖFNIN Í REYÐARFIRÐI Mastur nýja kranans gnæfir við himin. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON OG NATALÍA WIUM Ástþór hefur kært DV fyrir meiðyrði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.